Enski boltinn

United vill fá Vermaelen

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Thomas Vermaelen gæti skipt um rauðan búning.
Thomas Vermaelen gæti skipt um rauðan búning. vísir/getty
Thomas Vermaelen, fyrirliði Arsenal, er ekki viss um hvort hann verði áfram í herbúðum félagsins á næsta tímabili en hann vill komast annað þar sem hann er nú á eftir Per Mertesacker og LaurentKoscielny í goggunarröðinni.

Louis van Gaal, nýr knattspyrnustjóri Manchester United, vill fá Belgann og er United tilbúið að borga átta milljónir punda fyrir miðvörðinn sem er úr leik með Belgíu á HM eftir tap gegn Argentínu í átta liða úrslitum.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, vill þó aðeins bíða með að selja varnarmanninn eða þar til hann finnur mann í hans stað. Hann er hinsvegar ekki mótfallinn því að selja leikmanninn.

„Ég hreinlega veit ekki hvar ég spila á næstu leiktíð, hvort það verði hjá Arsenal eða annarsstaðar. Nú hef ég verið að einbeita mér að HM, en ég ræði við menn hjá Arsenal þegar ég sný aftur þangað,“ segir Thomas Vermaelen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×