Færeyjaflugið burt úr borginni Kristján Már Unnarsson skrifar 7. júlí 2014 20:45 Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur auglýst að Færeyjaflugið flytjist til Keflavíkur eftir sex vikur. Óljóst er hvort þetta er til frambúðar því samgönguyfirvöld eru enn að skoða hvort Færeyingum verði leyft að lenda nýjustu þotum sínum í Reykjavík. Fjögurra hreyfla Avro 100-þotur Færeyinga eru stærstu vélarnar sem nota Reykjavíkurflugvöll að staðaldri, hafa verið fastagestir síðustu nítján árin, tvisvar í viku. En brátt munu þær kveðja, Færeyingar eru að hætta notkun þeirra. Tegundin sem leysir hana af hólmi er Airbus A-319, vél sem fékk viðhafnarmóttökur þegar hún lenti í fyrsta og eina sinn í Reykjavík fyrir tveimur árum. Umsókn um að hún fái að taka við áætlunarfluginu til Færeyja hefur hins vegar ekki enn verið afgreidd.Airbus-þota Færeyinga lenti á Reykjavíkurflugvelli sumarið 2012.Það er augljóslega heit kartafla fyrir íslenska stjórnkerfið hvort leyfa eigi Færeyingum að nota stærri vél á hinum umdeilda Reykjavíkurflugvelli. Færeyingar geta hins vegar ekki beðið endalaust eftir svari og nú eru þeir búnir að auglýsa síðasta flugið frá Reykjavík 22. ágúst næstkomandi. Jørgen Holme, forstjóri Atlantic Airways, segir að síðasta Avro-þotan fari úr flotanum í lok ágústmánaðar. „Þegar A-319 kemur inn munum við, þangað til annað verður ákveðið, nota Keflavík."Jørgen Holme, forstjóri Atlantic Airways.Mynd/Jan Müller.Spurður hvort þetta þýði endanlegan flutning til Keflavíkur svarar Jörgen að framtíðin sé óljós en tekur þó fram: „Það er enginn vafi á því að við viljum hafa áfram möguleika á að nota Reykjavík". Forstjóri Atlantic Airways skýrði Stöð 2 jafnframt frá því að félagið væri að kanna möguleika á að fá minni flugvélartegund en það yrði þó ekki fyrr en næsta vor. Úr stjórnkerfinu íslenska fást þær upplýsingar að umsókn Færeyinga sé enn í ferli, Isavia og Samgöngustofa séu í að skoða breytingar á reglum um flugvernd Reykjavíkurflugallar sem gætu opnað á Færeyjaflug með Airbus A-319. Það er því enn óvíst hvort hálfrar aldar sögu Færeyjaflugs frá Reykjavk ljúki endanlega eftir einn og hálfan mánuð. Það er enn hugsanlegt að samgönguyfirvöld leyfi Airbus-vélina og svo er líka hinn möguleikinn að Færeyingar fái minni vél eftir eitt ár eða svo. Tengdar fréttir Ósk Færeyinga um Airbus til Reykjavíkur á borði ráðherra Flugmálayfirvöld standa frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort leyfa eigi 150 sæta farþegaþotur í áætlunarflugi frá Reykjavíkurflugvelli. 17. desember 2013 19:43 Óljóst hvort ráðherra opni glufu eða útiloki Airbus Innanríkisráðuneytið vill, meðan óvissa er um framtíð Reykjavíkurflugvallar, ekki taka afstöðu til þess hvort Airbus-þotum Færeyinga verði leyft að nota völlinn. 18. febrúar 2014 18:45 Vilja nota Airbus á Reykjavíkurflugvelli Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. 1. apríl 2013 19:30 Skrýtið að Færeyingar fái ekki svör um flugið Formaður Færeyingafélagsins í Reykjavík undrast að ekki hafi fengist svör um það hvort nýjustu þotur Færeyinga megi lendi á Reykjavíkurflugvelli. 10. febrúar 2014 18:52 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur auglýst að Færeyjaflugið flytjist til Keflavíkur eftir sex vikur. Óljóst er hvort þetta er til frambúðar því samgönguyfirvöld eru enn að skoða hvort Færeyingum verði leyft að lenda nýjustu þotum sínum í Reykjavík. Fjögurra hreyfla Avro 100-þotur Færeyinga eru stærstu vélarnar sem nota Reykjavíkurflugvöll að staðaldri, hafa verið fastagestir síðustu nítján árin, tvisvar í viku. En brátt munu þær kveðja, Færeyingar eru að hætta notkun þeirra. Tegundin sem leysir hana af hólmi er Airbus A-319, vél sem fékk viðhafnarmóttökur þegar hún lenti í fyrsta og eina sinn í Reykjavík fyrir tveimur árum. Umsókn um að hún fái að taka við áætlunarfluginu til Færeyja hefur hins vegar ekki enn verið afgreidd.Airbus-þota Færeyinga lenti á Reykjavíkurflugvelli sumarið 2012.Það er augljóslega heit kartafla fyrir íslenska stjórnkerfið hvort leyfa eigi Færeyingum að nota stærri vél á hinum umdeilda Reykjavíkurflugvelli. Færeyingar geta hins vegar ekki beðið endalaust eftir svari og nú eru þeir búnir að auglýsa síðasta flugið frá Reykjavík 22. ágúst næstkomandi. Jørgen Holme, forstjóri Atlantic Airways, segir að síðasta Avro-þotan fari úr flotanum í lok ágústmánaðar. „Þegar A-319 kemur inn munum við, þangað til annað verður ákveðið, nota Keflavík."Jørgen Holme, forstjóri Atlantic Airways.Mynd/Jan Müller.Spurður hvort þetta þýði endanlegan flutning til Keflavíkur svarar Jörgen að framtíðin sé óljós en tekur þó fram: „Það er enginn vafi á því að við viljum hafa áfram möguleika á að nota Reykjavík". Forstjóri Atlantic Airways skýrði Stöð 2 jafnframt frá því að félagið væri að kanna möguleika á að fá minni flugvélartegund en það yrði þó ekki fyrr en næsta vor. Úr stjórnkerfinu íslenska fást þær upplýsingar að umsókn Færeyinga sé enn í ferli, Isavia og Samgöngustofa séu í að skoða breytingar á reglum um flugvernd Reykjavíkurflugallar sem gætu opnað á Færeyjaflug með Airbus A-319. Það er því enn óvíst hvort hálfrar aldar sögu Færeyjaflugs frá Reykjavk ljúki endanlega eftir einn og hálfan mánuð. Það er enn hugsanlegt að samgönguyfirvöld leyfi Airbus-vélina og svo er líka hinn möguleikinn að Færeyingar fái minni vél eftir eitt ár eða svo.
Tengdar fréttir Ósk Færeyinga um Airbus til Reykjavíkur á borði ráðherra Flugmálayfirvöld standa frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort leyfa eigi 150 sæta farþegaþotur í áætlunarflugi frá Reykjavíkurflugvelli. 17. desember 2013 19:43 Óljóst hvort ráðherra opni glufu eða útiloki Airbus Innanríkisráðuneytið vill, meðan óvissa er um framtíð Reykjavíkurflugvallar, ekki taka afstöðu til þess hvort Airbus-þotum Færeyinga verði leyft að nota völlinn. 18. febrúar 2014 18:45 Vilja nota Airbus á Reykjavíkurflugvelli Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. 1. apríl 2013 19:30 Skrýtið að Færeyingar fái ekki svör um flugið Formaður Færeyingafélagsins í Reykjavík undrast að ekki hafi fengist svör um það hvort nýjustu þotur Færeyinga megi lendi á Reykjavíkurflugvelli. 10. febrúar 2014 18:52 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Ósk Færeyinga um Airbus til Reykjavíkur á borði ráðherra Flugmálayfirvöld standa frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort leyfa eigi 150 sæta farþegaþotur í áætlunarflugi frá Reykjavíkurflugvelli. 17. desember 2013 19:43
Óljóst hvort ráðherra opni glufu eða útiloki Airbus Innanríkisráðuneytið vill, meðan óvissa er um framtíð Reykjavíkurflugvallar, ekki taka afstöðu til þess hvort Airbus-þotum Færeyinga verði leyft að nota völlinn. 18. febrúar 2014 18:45
Vilja nota Airbus á Reykjavíkurflugvelli Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. 1. apríl 2013 19:30
Skrýtið að Færeyingar fái ekki svör um flugið Formaður Færeyingafélagsins í Reykjavík undrast að ekki hafi fengist svör um það hvort nýjustu þotur Færeyinga megi lendi á Reykjavíkurflugvelli. 10. febrúar 2014 18:52