Færeyjaflugið burt úr borginni Kristján Már Unnarsson skrifar 7. júlí 2014 20:45 Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur auglýst að Færeyjaflugið flytjist til Keflavíkur eftir sex vikur. Óljóst er hvort þetta er til frambúðar því samgönguyfirvöld eru enn að skoða hvort Færeyingum verði leyft að lenda nýjustu þotum sínum í Reykjavík. Fjögurra hreyfla Avro 100-þotur Færeyinga eru stærstu vélarnar sem nota Reykjavíkurflugvöll að staðaldri, hafa verið fastagestir síðustu nítján árin, tvisvar í viku. En brátt munu þær kveðja, Færeyingar eru að hætta notkun þeirra. Tegundin sem leysir hana af hólmi er Airbus A-319, vél sem fékk viðhafnarmóttökur þegar hún lenti í fyrsta og eina sinn í Reykjavík fyrir tveimur árum. Umsókn um að hún fái að taka við áætlunarfluginu til Færeyja hefur hins vegar ekki enn verið afgreidd.Airbus-þota Færeyinga lenti á Reykjavíkurflugvelli sumarið 2012.Það er augljóslega heit kartafla fyrir íslenska stjórnkerfið hvort leyfa eigi Færeyingum að nota stærri vél á hinum umdeilda Reykjavíkurflugvelli. Færeyingar geta hins vegar ekki beðið endalaust eftir svari og nú eru þeir búnir að auglýsa síðasta flugið frá Reykjavík 22. ágúst næstkomandi. Jørgen Holme, forstjóri Atlantic Airways, segir að síðasta Avro-þotan fari úr flotanum í lok ágústmánaðar. „Þegar A-319 kemur inn munum við, þangað til annað verður ákveðið, nota Keflavík."Jørgen Holme, forstjóri Atlantic Airways.Mynd/Jan Müller.Spurður hvort þetta þýði endanlegan flutning til Keflavíkur svarar Jörgen að framtíðin sé óljós en tekur þó fram: „Það er enginn vafi á því að við viljum hafa áfram möguleika á að nota Reykjavík". Forstjóri Atlantic Airways skýrði Stöð 2 jafnframt frá því að félagið væri að kanna möguleika á að fá minni flugvélartegund en það yrði þó ekki fyrr en næsta vor. Úr stjórnkerfinu íslenska fást þær upplýsingar að umsókn Færeyinga sé enn í ferli, Isavia og Samgöngustofa séu í að skoða breytingar á reglum um flugvernd Reykjavíkurflugallar sem gætu opnað á Færeyjaflug með Airbus A-319. Það er því enn óvíst hvort hálfrar aldar sögu Færeyjaflugs frá Reykjavk ljúki endanlega eftir einn og hálfan mánuð. Það er enn hugsanlegt að samgönguyfirvöld leyfi Airbus-vélina og svo er líka hinn möguleikinn að Færeyingar fái minni vél eftir eitt ár eða svo. Tengdar fréttir Ósk Færeyinga um Airbus til Reykjavíkur á borði ráðherra Flugmálayfirvöld standa frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort leyfa eigi 150 sæta farþegaþotur í áætlunarflugi frá Reykjavíkurflugvelli. 17. desember 2013 19:43 Óljóst hvort ráðherra opni glufu eða útiloki Airbus Innanríkisráðuneytið vill, meðan óvissa er um framtíð Reykjavíkurflugvallar, ekki taka afstöðu til þess hvort Airbus-þotum Færeyinga verði leyft að nota völlinn. 18. febrúar 2014 18:45 Vilja nota Airbus á Reykjavíkurflugvelli Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. 1. apríl 2013 19:30 Skrýtið að Færeyingar fái ekki svör um flugið Formaður Færeyingafélagsins í Reykjavík undrast að ekki hafi fengist svör um það hvort nýjustu þotur Færeyinga megi lendi á Reykjavíkurflugvelli. 10. febrúar 2014 18:52 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur auglýst að Færeyjaflugið flytjist til Keflavíkur eftir sex vikur. Óljóst er hvort þetta er til frambúðar því samgönguyfirvöld eru enn að skoða hvort Færeyingum verði leyft að lenda nýjustu þotum sínum í Reykjavík. Fjögurra hreyfla Avro 100-þotur Færeyinga eru stærstu vélarnar sem nota Reykjavíkurflugvöll að staðaldri, hafa verið fastagestir síðustu nítján árin, tvisvar í viku. En brátt munu þær kveðja, Færeyingar eru að hætta notkun þeirra. Tegundin sem leysir hana af hólmi er Airbus A-319, vél sem fékk viðhafnarmóttökur þegar hún lenti í fyrsta og eina sinn í Reykjavík fyrir tveimur árum. Umsókn um að hún fái að taka við áætlunarfluginu til Færeyja hefur hins vegar ekki enn verið afgreidd.Airbus-þota Færeyinga lenti á Reykjavíkurflugvelli sumarið 2012.Það er augljóslega heit kartafla fyrir íslenska stjórnkerfið hvort leyfa eigi Færeyingum að nota stærri vél á hinum umdeilda Reykjavíkurflugvelli. Færeyingar geta hins vegar ekki beðið endalaust eftir svari og nú eru þeir búnir að auglýsa síðasta flugið frá Reykjavík 22. ágúst næstkomandi. Jørgen Holme, forstjóri Atlantic Airways, segir að síðasta Avro-þotan fari úr flotanum í lok ágústmánaðar. „Þegar A-319 kemur inn munum við, þangað til annað verður ákveðið, nota Keflavík."Jørgen Holme, forstjóri Atlantic Airways.Mynd/Jan Müller.Spurður hvort þetta þýði endanlegan flutning til Keflavíkur svarar Jörgen að framtíðin sé óljós en tekur þó fram: „Það er enginn vafi á því að við viljum hafa áfram möguleika á að nota Reykjavík". Forstjóri Atlantic Airways skýrði Stöð 2 jafnframt frá því að félagið væri að kanna möguleika á að fá minni flugvélartegund en það yrði þó ekki fyrr en næsta vor. Úr stjórnkerfinu íslenska fást þær upplýsingar að umsókn Færeyinga sé enn í ferli, Isavia og Samgöngustofa séu í að skoða breytingar á reglum um flugvernd Reykjavíkurflugallar sem gætu opnað á Færeyjaflug með Airbus A-319. Það er því enn óvíst hvort hálfrar aldar sögu Færeyjaflugs frá Reykjavk ljúki endanlega eftir einn og hálfan mánuð. Það er enn hugsanlegt að samgönguyfirvöld leyfi Airbus-vélina og svo er líka hinn möguleikinn að Færeyingar fái minni vél eftir eitt ár eða svo.
Tengdar fréttir Ósk Færeyinga um Airbus til Reykjavíkur á borði ráðherra Flugmálayfirvöld standa frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort leyfa eigi 150 sæta farþegaþotur í áætlunarflugi frá Reykjavíkurflugvelli. 17. desember 2013 19:43 Óljóst hvort ráðherra opni glufu eða útiloki Airbus Innanríkisráðuneytið vill, meðan óvissa er um framtíð Reykjavíkurflugvallar, ekki taka afstöðu til þess hvort Airbus-þotum Færeyinga verði leyft að nota völlinn. 18. febrúar 2014 18:45 Vilja nota Airbus á Reykjavíkurflugvelli Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. 1. apríl 2013 19:30 Skrýtið að Færeyingar fái ekki svör um flugið Formaður Færeyingafélagsins í Reykjavík undrast að ekki hafi fengist svör um það hvort nýjustu þotur Færeyinga megi lendi á Reykjavíkurflugvelli. 10. febrúar 2014 18:52 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Ósk Færeyinga um Airbus til Reykjavíkur á borði ráðherra Flugmálayfirvöld standa frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort leyfa eigi 150 sæta farþegaþotur í áætlunarflugi frá Reykjavíkurflugvelli. 17. desember 2013 19:43
Óljóst hvort ráðherra opni glufu eða útiloki Airbus Innanríkisráðuneytið vill, meðan óvissa er um framtíð Reykjavíkurflugvallar, ekki taka afstöðu til þess hvort Airbus-þotum Færeyinga verði leyft að nota völlinn. 18. febrúar 2014 18:45
Vilja nota Airbus á Reykjavíkurflugvelli Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. 1. apríl 2013 19:30
Skrýtið að Færeyingar fái ekki svör um flugið Formaður Færeyingafélagsins í Reykjavík undrast að ekki hafi fengist svör um það hvort nýjustu þotur Færeyinga megi lendi á Reykjavíkurflugvelli. 10. febrúar 2014 18:52