Sætir furðu hversu litlu fjármagni er varið í verkefnið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2014 19:58 Hannes Hólmsteinn Gissurarson vísir/stefán Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði og umsjónarmaður verkefnis Félagsvísindastofnunar um að rannsaka erlenda þætti í bankahruninu á Íslandi árið 2008, segir það sæta furðu hversu litlu fjármagni sé veitt í verkefnið, þarna sé um stórt og viðamikið verkefni að ræða og nauðsynlegt sé að grafast fyrir um ákvarðanir erlendra stjórnvalda sem snerta Ísland og íslensku bankana í hruninu. Nauðsynlegt sé að finna út hvers vegna hryðjuverkalögin voru sett á Íslendinga og hvers vegna Bandaríkjamenn neituðu Íslendingum um aðstoð, þegar Bandaríkin höfðu þegar veitt öðrum þjóðum nauðsynlega aðstoð. „Þetta er bara brotabrot af því sem aðrar rannsóknarnefndir hafa kostað, til dæmis rannsóknarnefndir sparisjóðanna og húsnæðislánasjóðs. Það kostaði hundruð milljóna. Ég botna bara ekkert í þessu,“ segir Hannes, en fjármálaráðuneytið kemur til með að styrkja verkefni Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um tíu milljónir króna. Birgir Þór Runólfsson, fyrrverandi stjórnarmaður SPKef og dósent í Hagfræði og Ásgeir Jónsson fyrrverandi yfirmaður greiningadeildar Kaupþings og dósent í hagfræði eru meðal þeirra sem munu starfa með Hannesi í verkefninu. „Ég fæ ekkert fyrir þetta. En ég tel mig verða að gegna minni borgaralegu skyldu sem Íslendingur og skoða málstað Íslands gagnvart öðrum þjóðum.“Telur Breta hafa farið offari Lagt verður mat á hvaða áhrif erlendar ákvarðanir höfðu á bankahrunið og telur Hannes að Bretar hafi farið offari með að setja hryðjuverkalög á Íslendinga og að nauðsynlegt sé að komast að því hvers vegna þessi ákvörðun var tekin. „Ég hef rætt við Allister Darling, fjármálaráðherra Bretlands, og kem til með að ræða við fleiri fræðimenn, til dæmis seðlabankastjóra nokkurra landa. Ef þeir vilja ekki tala við mig, sem myndi koma mér á óvart, þá verður bara að hafa það en það verður að grafast fyrir um það hvers vegna þessi hryðjuverkalög voru sett.“ Þá segir hann jafnframt skipta miklu máli að komast að því hvers vegna Bretar neituðu að bjarga breskum bönkum í eigu Íslendinga og þeir látnir falla, en ekki öðrum breskum bönkum í eigu annarra erlendra aðila. „KFS og Kaupþing. Þeir voru báðir breskir bankar en ekkert meira í eigu útlendinga en aðrir bankar í Bretlandi,“ segir Hannes. „Þá er það jafnframt ákvörðun bandaríska seðlabankans að aðstoða okkur ekki eins og aðra, til dæmis danska seðlabankanum og svissneska.“Nú hefur þú sætt töluverðri gagnrýni vegna málsins, og fólk missátt með að þú skulir hafa verið skipaður í þessa stöðu. Hvers vegna heldurðu að það sé?„Ég held nú að það eigi ekki að skipta máli hver skrifar og hvað er skrifað. Og það skiptir sérstaklega ekki máli því þetta er skýrsla sem er á ensku og fer til erlendra aðila. Þá skiptir ekki máli þó menn kunni að vera umdeildir á Íslandi,“ segir Hannes. Tengdar fréttir Hannes Hólmsteinn fenginn til að rannsaka bankahrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor mun hafa umsjón með verkefni á vegum Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands þar sem metnir verða erlendir áhrifaþættir bankahrunsins haustið 2008. 7. júlí 2014 15:49 Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði og umsjónarmaður verkefnis Félagsvísindastofnunar um að rannsaka erlenda þætti í bankahruninu á Íslandi árið 2008, segir það sæta furðu hversu litlu fjármagni sé veitt í verkefnið, þarna sé um stórt og viðamikið verkefni að ræða og nauðsynlegt sé að grafast fyrir um ákvarðanir erlendra stjórnvalda sem snerta Ísland og íslensku bankana í hruninu. Nauðsynlegt sé að finna út hvers vegna hryðjuverkalögin voru sett á Íslendinga og hvers vegna Bandaríkjamenn neituðu Íslendingum um aðstoð, þegar Bandaríkin höfðu þegar veitt öðrum þjóðum nauðsynlega aðstoð. „Þetta er bara brotabrot af því sem aðrar rannsóknarnefndir hafa kostað, til dæmis rannsóknarnefndir sparisjóðanna og húsnæðislánasjóðs. Það kostaði hundruð milljóna. Ég botna bara ekkert í þessu,“ segir Hannes, en fjármálaráðuneytið kemur til með að styrkja verkefni Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um tíu milljónir króna. Birgir Þór Runólfsson, fyrrverandi stjórnarmaður SPKef og dósent í Hagfræði og Ásgeir Jónsson fyrrverandi yfirmaður greiningadeildar Kaupþings og dósent í hagfræði eru meðal þeirra sem munu starfa með Hannesi í verkefninu. „Ég fæ ekkert fyrir þetta. En ég tel mig verða að gegna minni borgaralegu skyldu sem Íslendingur og skoða málstað Íslands gagnvart öðrum þjóðum.“Telur Breta hafa farið offari Lagt verður mat á hvaða áhrif erlendar ákvarðanir höfðu á bankahrunið og telur Hannes að Bretar hafi farið offari með að setja hryðjuverkalög á Íslendinga og að nauðsynlegt sé að komast að því hvers vegna þessi ákvörðun var tekin. „Ég hef rætt við Allister Darling, fjármálaráðherra Bretlands, og kem til með að ræða við fleiri fræðimenn, til dæmis seðlabankastjóra nokkurra landa. Ef þeir vilja ekki tala við mig, sem myndi koma mér á óvart, þá verður bara að hafa það en það verður að grafast fyrir um það hvers vegna þessi hryðjuverkalög voru sett.“ Þá segir hann jafnframt skipta miklu máli að komast að því hvers vegna Bretar neituðu að bjarga breskum bönkum í eigu Íslendinga og þeir látnir falla, en ekki öðrum breskum bönkum í eigu annarra erlendra aðila. „KFS og Kaupþing. Þeir voru báðir breskir bankar en ekkert meira í eigu útlendinga en aðrir bankar í Bretlandi,“ segir Hannes. „Þá er það jafnframt ákvörðun bandaríska seðlabankans að aðstoða okkur ekki eins og aðra, til dæmis danska seðlabankanum og svissneska.“Nú hefur þú sætt töluverðri gagnrýni vegna málsins, og fólk missátt með að þú skulir hafa verið skipaður í þessa stöðu. Hvers vegna heldurðu að það sé?„Ég held nú að það eigi ekki að skipta máli hver skrifar og hvað er skrifað. Og það skiptir sérstaklega ekki máli því þetta er skýrsla sem er á ensku og fer til erlendra aðila. Þá skiptir ekki máli þó menn kunni að vera umdeildir á Íslandi,“ segir Hannes.
Tengdar fréttir Hannes Hólmsteinn fenginn til að rannsaka bankahrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor mun hafa umsjón með verkefni á vegum Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands þar sem metnir verða erlendir áhrifaþættir bankahrunsins haustið 2008. 7. júlí 2014 15:49 Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Hannes Hólmsteinn fenginn til að rannsaka bankahrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor mun hafa umsjón með verkefni á vegum Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands þar sem metnir verða erlendir áhrifaþættir bankahrunsins haustið 2008. 7. júlí 2014 15:49