„Vonandi sýnir þetta slys að við erum ekki bara fyrir“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. júlí 2014 10:47 Nanna Björk Barkardóttir æfir sund með Sundfélaginu Óðni á Akureyri. „Við vorum alveg að klára sundæfingu þegar þetta gerðist. Ég var aðeins á undan hinum stelpunum þegar ég kom að bakkanum á fimmtu braut en maðurinn var á endabrautinni – þeirri sjöttu,“ lýsir hin fimmtán ára Nanna Björk Barkardóttir aðdragandanum að því þegar hún dró meðvitundarlausan mann á níræðisaldri upp af botni sundlaugar Akureyrar nú á fimmtudag. Talið er að maðurinn hafi fengið hjartastopp er hann var á sundi í lauginni en hann er hjartasjúklingur með gangráð. Nanna var ásamt vinum sínum á æfingu hjá Sundfélaginu Óðni þegar hún varð vör við mann á bakkanum sem henni þótti horfa „skringilega á hana“. Þá hafi hún rekið augun í meðvitundarlausa manninn undir yfirborðinu. „Ég komst að því síðar að þessi á bakkanum var besti vinur mannsins sem lá á botninum en hann er líka eldri maður. Hann hefði líklega ekki getað synt eftir honum á botninn sjálfur,“ bætir Nanna við. „Ég kallaði „Stelpur, stelpur!“ og benti vinkonum mínum á manninn í lauginni. Þær hlupu inn og náðu í hóp fólks úr afgreiðslunni sem kom með endurlífgunartæki. Á meðan kafaði ég niður og náði í manninn og svo komu tveir menn og aðstoðuðu mig við að draga hann upp á bakkann. Fólkið í afgreiðslunni fór þá strax að hnoða manninn og nota endurlífgunartækið,“ segir Nanna og bætir við að innan einungis örfárra mínútna hafi þrír sjúkrabílar verið mættir á svæðið sem fluttu manninn á fjórðungssjúkrahúsið. Þar hefur honum verið haldið sofandi síðan á fimmtudag en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var reynt að vekja manninn í gær. Nanna hefur fengið þjálfun í björgunarsundi á svokölluðu barnapíunámskeiði en í kjölfar slyssins mun öllum í sundfélaginu vera boðið á skyndihjálparnámskeið á vegum sundlaugar Akureyrar. Nanna vonar að atvikið verði til þess að auka umburðarlyndið meðal sundgesta. „Mér finnst gamla fólkið oft koma fram við okkur krakkana eins og við séum fyrir þeim í sundlauginni. Vonandi sýnir þetta slys að við erum ekki bara fyrir,“ segir Nanna Björk Barkardóttir sunddrottning glöð í bragði. Akureyri Sundlaugar Tengdar fréttir Fannst meðvitundarlaus á botni sundlaugarinnar Maður á níræðisaldri missti meðvitund í Sundlaug Akureyrar um áttaleytið í morgun. Talið er að hann hafi fengið hjartaáfall. 3. júlí 2014 11:27 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
„Við vorum alveg að klára sundæfingu þegar þetta gerðist. Ég var aðeins á undan hinum stelpunum þegar ég kom að bakkanum á fimmtu braut en maðurinn var á endabrautinni – þeirri sjöttu,“ lýsir hin fimmtán ára Nanna Björk Barkardóttir aðdragandanum að því þegar hún dró meðvitundarlausan mann á níræðisaldri upp af botni sundlaugar Akureyrar nú á fimmtudag. Talið er að maðurinn hafi fengið hjartastopp er hann var á sundi í lauginni en hann er hjartasjúklingur með gangráð. Nanna var ásamt vinum sínum á æfingu hjá Sundfélaginu Óðni þegar hún varð vör við mann á bakkanum sem henni þótti horfa „skringilega á hana“. Þá hafi hún rekið augun í meðvitundarlausa manninn undir yfirborðinu. „Ég komst að því síðar að þessi á bakkanum var besti vinur mannsins sem lá á botninum en hann er líka eldri maður. Hann hefði líklega ekki getað synt eftir honum á botninn sjálfur,“ bætir Nanna við. „Ég kallaði „Stelpur, stelpur!“ og benti vinkonum mínum á manninn í lauginni. Þær hlupu inn og náðu í hóp fólks úr afgreiðslunni sem kom með endurlífgunartæki. Á meðan kafaði ég niður og náði í manninn og svo komu tveir menn og aðstoðuðu mig við að draga hann upp á bakkann. Fólkið í afgreiðslunni fór þá strax að hnoða manninn og nota endurlífgunartækið,“ segir Nanna og bætir við að innan einungis örfárra mínútna hafi þrír sjúkrabílar verið mættir á svæðið sem fluttu manninn á fjórðungssjúkrahúsið. Þar hefur honum verið haldið sofandi síðan á fimmtudag en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var reynt að vekja manninn í gær. Nanna hefur fengið þjálfun í björgunarsundi á svokölluðu barnapíunámskeiði en í kjölfar slyssins mun öllum í sundfélaginu vera boðið á skyndihjálparnámskeið á vegum sundlaugar Akureyrar. Nanna vonar að atvikið verði til þess að auka umburðarlyndið meðal sundgesta. „Mér finnst gamla fólkið oft koma fram við okkur krakkana eins og við séum fyrir þeim í sundlauginni. Vonandi sýnir þetta slys að við erum ekki bara fyrir,“ segir Nanna Björk Barkardóttir sunddrottning glöð í bragði.
Akureyri Sundlaugar Tengdar fréttir Fannst meðvitundarlaus á botni sundlaugarinnar Maður á níræðisaldri missti meðvitund í Sundlaug Akureyrar um áttaleytið í morgun. Talið er að hann hafi fengið hjartaáfall. 3. júlí 2014 11:27 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Fannst meðvitundarlaus á botni sundlaugarinnar Maður á níræðisaldri missti meðvitund í Sundlaug Akureyrar um áttaleytið í morgun. Talið er að hann hafi fengið hjartaáfall. 3. júlí 2014 11:27