Innlent

Fjölmargir ólöglegir en enginn sektaður

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjölmörgum bílum var lagt ólöglega við Miklubraut í gær.
Fjölmörgum bílum var lagt ólöglega við Miklubraut í gær. Mynd/Þorvaldur Sveinsson
Fjöldi manns sem lagði leið sína í Skeifuna í gær til að fylgjast með eldinum og störfum slökkviliðsmanna. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd lögðu margir bílum sínum ólöglega við Miklubraut í gærkvöldi.

Frá umferðardeild lögreglunna fengust þær upplýsingar að allur mannskapur hafi verið við upptekinn við lokanir og öryggisgæslu á vettvangi brunans. Því hafi engir verið sektaðir þó tilefni hafi verið til þess.

Að sjálfsögðu sé ólöglegt að leggja með þessum hætti og það fordæmi sem þessir ökumenn hafi gefið sé ekki gott.


Tengdar fréttir

Hætt við að hús í Skeifunni hrynji

Stórhætta er á brunastað og líklegt að þök hrynji en þau eru byggð með strengjasteypu. Eins og að vera staddur í styrjöld, segir slökkviðliðsvarðsstjóri.

Mikill eldur í Skeifunni

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna mikils elds sem logar í Skeifunni.

Eldurinn kviknaði í Þvottahúsi Fannar

"Það var unnið í þvottahúsinu í dag en enginn var við störf þegar eldurinn kom upp. Þar er náttúrulega mikill eldsmatur, þar sem við erum að þvo lín fyrir hótel og öldrunarheimili," segir Þorvarður Helgason, verkstjóri hjá Fönn.

„Við munum rísa úr öskunni fljótt“

Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×