Enski boltinn

Liverpool að ganga frá kaupum á Markovic

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Lazar Markovic er talinn einn af efnilegustu leikmönnum Evrópu.
Lazar Markovic er talinn einn af efnilegustu leikmönnum Evrópu. vísir/getty
Liverpool færist nær því að kaupa serbneska vængmanninn Lazar Markovic, samkvæmt frétt vef Guardian, en Liverpool er talið borga 25 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Markovic er tvítugur og uppalinn hjá Partizan Belgrad. Benfica keypti hann þaðan síðasta sumar en Serbinn skoraði sex mörk í 25 leikjum í portúgölsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Gangi kaupin í gegn er talið nokkuð víst að Sílemaðurinn AlexisSánchez fari til Arsenal en Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur einnig verið heitur fyrir honum.

Liverpool er nú þegar búið að kaupa EmreCan frá Bayer Leverkusen og Southampton-mennina Adam Lallana og Rickie Lambert. Þá er félagið sagt vera að ganga frá kaupum á belgíska framherjanum Divock Origi sem hefur spilað ágætlega á HM í Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×