Enski boltinn

Lukaku: Nú þarf ég að taka ákvörðun

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Romelu Lukaku stóð sig vel hjá Everton.
Romelu Lukaku stóð sig vel hjá Everton. vísir/getty
Romelu Lukaku, framherji belgíska landsliðsins í knattspyrnu, þarf brátt að ákveða hvar hann vill spila á næstu leiktíð en hann ætlar ekki að berjast um framherjastöðuna hjá Chelsea við DiegoCosta.

Everton er sagt áhugasamt um að kaupa þennan 21 árs gamla framherja, en hann var á láni hjá liðinu í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og stóð sig vel.

Spænska liðið Atlético Madríd, sem einmitt seldi Costa til Chelsea, er einnig sagt horfa til þess að fá Lukaku til að fylla í skarðið fyrir Spánverjann.

„Núna vil ég bara fra í frí og hvíla mig með foreldrum mínum, síðan sjáum við til. Ég vil vera einhverstaðar þar sem ég fæ að spila og get vonandi unnið titla. Nú þarf ég að taka ákvörðun,“ segir Lukaku.

Aðspurður hvort einhver hjá Chelsea hafi haft samband við hann á meðan HM stóð eða síðan Belgía féll úr leik segir Lukaku: „Nei, ekki enn.“

„Það kemur bara í ljós hvað er best fyrir mig, hvar mesti metnaðurinn er og hvar er best fyrir mig að þroskast sem ungur leikmaður,“ segir Romelu Lukaku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×