Hætt við að hús í Skeifunni hrynji Gissur Sigurðsson skrifar 7. júlí 2014 07:49 Sverrir Björn Bjarnason varðstjóri segir heppni hafa ráðið því að enginn slasaðist en menn voru inni í húsi Rekstrarlands þegar þar sprakk. visir/valli Fimmtán slökkviliðsmenn eru enn á vakt á brunastað í Skeifunni í Reykjavík, en eiginlegu slökkvistarfi lauk um klukkan hálf fimm í nótt. Svæðið verður áfram lokað fyrir öllum mannaferðum þar sem mikil hætta er á að þök kunni að hrynja. Svæðið verður hugsanlega girt af í nokkra daga vegna hættunnar. Þetta segir Sverrir Björn Bjarnason, varðstjóri í slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. „Þetta er náttúrlega stórhættulegur vettvangur þar sem þök húsanna geta hrunið. Enginn veit hvort eða hvenær það gerist, en nú þegar er hluti þaks hússins þar sem Griffill var til húsa hruninn. Þess vegna fór enginn slökkviliðsmaður þarna inn í þessi hús,“ segir Sverrir Björn.Strengjasteypuþök og stórhættuleg Ástæðan fyrir því að sérstök hætta er í Skeifunni er að þök húsanna eru reist með strengjasteypubitum, sem þýðir að sérstök hætta er á að þau hrynji til grunna. Bitarnir eru steyptir með forspenntum strengjum/vírum innan í. Verði einstaka strengir fyrir skemmdum missa bitarnir styrk sinn og eru líklegir til að hrynja. „Já, þetta eru strengjasteypuþök og þau eru þekkt fyrir það að vera stórhættuleg ef upp kemur eldur í húsum sem þannig eru byggð.“ Fordæmi eru fyrir því. Eldri menn í slökkviliðinu þekkja það frá því eldur kom upp í húsi þar sem veitingastaðurinn Persía var við Grensásveg. Og svo kviknaði fyrir löngu í Álafossi þar sem slík þök voru einnig. Þannig að þetta er stórhættulegt svæði að sögn Sverris Björns.Fundur með tryggingarfélögum Þetta þarf að brjóta niður ef það hrynur ekki sjálft, þegar hitinn fer úr þessu. Því er stórhætta á svæðinu sem verður girt af eins og hægt er, nú með morgninum. Ákvörðun um þetta verður tekin á fundi sem haldinn verður með tryggingarfélögum nú klukkan átta. Sverrir segir um 110 slökkviliðsmenn hafi tekið þátt í aðgerðunum þegar mest var. „Við fengum menn frá Isavia, við fengum menn frá brunavörnum Suðurnesja, við fengum menn frá brunavörnum Árnessýslu, við fengum aðstoð frá heilbrigðisstofnun Suðurnesja, síðan fékk lögregla aðstoð frá björgunarsveitum við lokanir. Ekki veitti nú af. Mannfjöldinn var nú þvílíkur þarna í kring,“ segir Sverrir Björn, og vísar til þess að fjölmargir sinntu ekki varnaðarorðum og óskum lögreglu og slökkviliðs um að fólk héldi sig frá brunastað.Eins og að vera staddur í styrjöld „Og hættan var mikil. Þarna sprungu gaskútar og allskonar þannig efni. Þetta var á tímabili eins og að vera í styrjöld. Sem betur fer slasaðist enginn en menn voru inni í Rekstrarlandi, að skoða aðstæður, þegar þar sprakk og voru menn heppnir – eins og oft áður.“ Nú liggur fyrir að kanna hvort einhverjar reykskemmdir hafa orðið í nálægum húsum, sem flest voru mannlaus þegar eldurinn gaus upp þannig að gluggar kunna að hafa verið opnir. Það var lán í óláni hversu veður var stillt þegar eldurinn logaði hvað mest, því öðrum kosti hefði reykjarmökkur lagst fyrir heilu íbúðahverfin með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Skeifubruninn: „Því meira sem brennur því meiri reykur“ "Það hefur brunnið í þessu húsi áður,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um brunann í Skeifunni 11. 7. júlí 2014 00:47 Slökkviliðsstarf mun standa fram á nótt Slökkvilið hefur náð stjórn á eldinum en ekki er hægt að komast inn í húsið vegna hættu á hruni. 7. júlí 2014 00:52 Magnaðar myndir: Gífurlegt tjón er Skeifan 11 brann "Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafn miklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi,“ sagði Bjarni Kjartansson. 7. júlí 2014 07:00 Þrekvirki slökkviliðsmanna: „Við héldum að þetta myndi allt fara“ Sveitir slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Selfossi og víðar sameinuðust í einhverjum umfangsmestu aðgerðum seinni ára þegar eldur kom upp í Skeifunni á tíunda tímanum í kvöld. 6. júlí 2014 00:01 Mikill eldur í Skeifunni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna mikils elds sem logar í Skeifunni. 6. júlí 2014 20:33 Eldurinn í Skeifunni: Ótrúlegt myndband úr háloftunum Enn logar eldur í miðkjarna hússins. 7. júlí 2014 00:11 Eldurinn kviknaði í Þvottahúsi Fannar "Það var unnið í þvottahúsinu í dag en enginn var við störf þegar eldurinn kom upp. Þar er náttúrulega mikill eldsmatur, þar sem við erum að þvo lín fyrir hótel og öldrunarheimili," segir Þorvarður Helgason, verkstjóri hjá Fönn. 6. júlí 2014 21:46 „Við munum rísa úr öskunni fljótt“ Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra. 6. júlí 2014 22:00 Vonar að ný Skeifa verði fegurri en sú sem brennur Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna er einn þeirra sem hafa tjáð sig um brunann í Skeifunni í kvöld. 7. júlí 2014 00:34 Miklar gassprengingar í Rekstrarlandi | Myndband "Farið þið frá, ef þetta springur lengra út,“ sagði slökkviliðsmaður við tökumann og fréttamann Stöðvar 2 sem voru á vettvangi í Skeifunni í kvöld. 6. júlí 2014 23:26 Hættuástand í Skeifunni: Margmenni á svæðinu Fólk er beðið að halda sig fjarri Skeifunni í Reykjavík. 6. júlí 2014 21:52 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Fimmtán slökkviliðsmenn eru enn á vakt á brunastað í Skeifunni í Reykjavík, en eiginlegu slökkvistarfi lauk um klukkan hálf fimm í nótt. Svæðið verður áfram lokað fyrir öllum mannaferðum þar sem mikil hætta er á að þök kunni að hrynja. Svæðið verður hugsanlega girt af í nokkra daga vegna hættunnar. Þetta segir Sverrir Björn Bjarnason, varðstjóri í slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. „Þetta er náttúrlega stórhættulegur vettvangur þar sem þök húsanna geta hrunið. Enginn veit hvort eða hvenær það gerist, en nú þegar er hluti þaks hússins þar sem Griffill var til húsa hruninn. Þess vegna fór enginn slökkviliðsmaður þarna inn í þessi hús,“ segir Sverrir Björn.Strengjasteypuþök og stórhættuleg Ástæðan fyrir því að sérstök hætta er í Skeifunni er að þök húsanna eru reist með strengjasteypubitum, sem þýðir að sérstök hætta er á að þau hrynji til grunna. Bitarnir eru steyptir með forspenntum strengjum/vírum innan í. Verði einstaka strengir fyrir skemmdum missa bitarnir styrk sinn og eru líklegir til að hrynja. „Já, þetta eru strengjasteypuþök og þau eru þekkt fyrir það að vera stórhættuleg ef upp kemur eldur í húsum sem þannig eru byggð.“ Fordæmi eru fyrir því. Eldri menn í slökkviliðinu þekkja það frá því eldur kom upp í húsi þar sem veitingastaðurinn Persía var við Grensásveg. Og svo kviknaði fyrir löngu í Álafossi þar sem slík þök voru einnig. Þannig að þetta er stórhættulegt svæði að sögn Sverris Björns.Fundur með tryggingarfélögum Þetta þarf að brjóta niður ef það hrynur ekki sjálft, þegar hitinn fer úr þessu. Því er stórhætta á svæðinu sem verður girt af eins og hægt er, nú með morgninum. Ákvörðun um þetta verður tekin á fundi sem haldinn verður með tryggingarfélögum nú klukkan átta. Sverrir segir um 110 slökkviliðsmenn hafi tekið þátt í aðgerðunum þegar mest var. „Við fengum menn frá Isavia, við fengum menn frá brunavörnum Suðurnesja, við fengum menn frá brunavörnum Árnessýslu, við fengum aðstoð frá heilbrigðisstofnun Suðurnesja, síðan fékk lögregla aðstoð frá björgunarsveitum við lokanir. Ekki veitti nú af. Mannfjöldinn var nú þvílíkur þarna í kring,“ segir Sverrir Björn, og vísar til þess að fjölmargir sinntu ekki varnaðarorðum og óskum lögreglu og slökkviliðs um að fólk héldi sig frá brunastað.Eins og að vera staddur í styrjöld „Og hættan var mikil. Þarna sprungu gaskútar og allskonar þannig efni. Þetta var á tímabili eins og að vera í styrjöld. Sem betur fer slasaðist enginn en menn voru inni í Rekstrarlandi, að skoða aðstæður, þegar þar sprakk og voru menn heppnir – eins og oft áður.“ Nú liggur fyrir að kanna hvort einhverjar reykskemmdir hafa orðið í nálægum húsum, sem flest voru mannlaus þegar eldurinn gaus upp þannig að gluggar kunna að hafa verið opnir. Það var lán í óláni hversu veður var stillt þegar eldurinn logaði hvað mest, því öðrum kosti hefði reykjarmökkur lagst fyrir heilu íbúðahverfin með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Skeifubruninn: „Því meira sem brennur því meiri reykur“ "Það hefur brunnið í þessu húsi áður,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um brunann í Skeifunni 11. 7. júlí 2014 00:47 Slökkviliðsstarf mun standa fram á nótt Slökkvilið hefur náð stjórn á eldinum en ekki er hægt að komast inn í húsið vegna hættu á hruni. 7. júlí 2014 00:52 Magnaðar myndir: Gífurlegt tjón er Skeifan 11 brann "Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafn miklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi,“ sagði Bjarni Kjartansson. 7. júlí 2014 07:00 Þrekvirki slökkviliðsmanna: „Við héldum að þetta myndi allt fara“ Sveitir slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Selfossi og víðar sameinuðust í einhverjum umfangsmestu aðgerðum seinni ára þegar eldur kom upp í Skeifunni á tíunda tímanum í kvöld. 6. júlí 2014 00:01 Mikill eldur í Skeifunni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna mikils elds sem logar í Skeifunni. 6. júlí 2014 20:33 Eldurinn í Skeifunni: Ótrúlegt myndband úr háloftunum Enn logar eldur í miðkjarna hússins. 7. júlí 2014 00:11 Eldurinn kviknaði í Þvottahúsi Fannar "Það var unnið í þvottahúsinu í dag en enginn var við störf þegar eldurinn kom upp. Þar er náttúrulega mikill eldsmatur, þar sem við erum að þvo lín fyrir hótel og öldrunarheimili," segir Þorvarður Helgason, verkstjóri hjá Fönn. 6. júlí 2014 21:46 „Við munum rísa úr öskunni fljótt“ Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra. 6. júlí 2014 22:00 Vonar að ný Skeifa verði fegurri en sú sem brennur Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna er einn þeirra sem hafa tjáð sig um brunann í Skeifunni í kvöld. 7. júlí 2014 00:34 Miklar gassprengingar í Rekstrarlandi | Myndband "Farið þið frá, ef þetta springur lengra út,“ sagði slökkviliðsmaður við tökumann og fréttamann Stöðvar 2 sem voru á vettvangi í Skeifunni í kvöld. 6. júlí 2014 23:26 Hættuástand í Skeifunni: Margmenni á svæðinu Fólk er beðið að halda sig fjarri Skeifunni í Reykjavík. 6. júlí 2014 21:52 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Skeifubruninn: „Því meira sem brennur því meiri reykur“ "Það hefur brunnið í þessu húsi áður,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um brunann í Skeifunni 11. 7. júlí 2014 00:47
Slökkviliðsstarf mun standa fram á nótt Slökkvilið hefur náð stjórn á eldinum en ekki er hægt að komast inn í húsið vegna hættu á hruni. 7. júlí 2014 00:52
Magnaðar myndir: Gífurlegt tjón er Skeifan 11 brann "Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafn miklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi,“ sagði Bjarni Kjartansson. 7. júlí 2014 07:00
Þrekvirki slökkviliðsmanna: „Við héldum að þetta myndi allt fara“ Sveitir slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Selfossi og víðar sameinuðust í einhverjum umfangsmestu aðgerðum seinni ára þegar eldur kom upp í Skeifunni á tíunda tímanum í kvöld. 6. júlí 2014 00:01
Mikill eldur í Skeifunni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna mikils elds sem logar í Skeifunni. 6. júlí 2014 20:33
Eldurinn í Skeifunni: Ótrúlegt myndband úr háloftunum Enn logar eldur í miðkjarna hússins. 7. júlí 2014 00:11
Eldurinn kviknaði í Þvottahúsi Fannar "Það var unnið í þvottahúsinu í dag en enginn var við störf þegar eldurinn kom upp. Þar er náttúrulega mikill eldsmatur, þar sem við erum að þvo lín fyrir hótel og öldrunarheimili," segir Þorvarður Helgason, verkstjóri hjá Fönn. 6. júlí 2014 21:46
„Við munum rísa úr öskunni fljótt“ Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra. 6. júlí 2014 22:00
Vonar að ný Skeifa verði fegurri en sú sem brennur Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna er einn þeirra sem hafa tjáð sig um brunann í Skeifunni í kvöld. 7. júlí 2014 00:34
Miklar gassprengingar í Rekstrarlandi | Myndband "Farið þið frá, ef þetta springur lengra út,“ sagði slökkviliðsmaður við tökumann og fréttamann Stöðvar 2 sem voru á vettvangi í Skeifunni í kvöld. 6. júlí 2014 23:26
Hættuástand í Skeifunni: Margmenni á svæðinu Fólk er beðið að halda sig fjarri Skeifunni í Reykjavík. 6. júlí 2014 21:52