Enski boltinn

Lovren: Metnaðarleysi hjá Southampton

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Dejan Lovren.
Dejan Lovren. Vísir/Getty
Dejan Lovren vonast til þess að Southampton samþykki tilboð Liverpool í hann á næstu dögum en hann hefur þegar lagt inn félagsskiptabeiðni. Southampton hafnaði 20 milljóna punda tilboði í Lovren fyrir helgi.

Lovren sem gekk til liðs við Southampton síðastliðið sumar sló í gegn í liði Southampton á síðasta tímabili og skoraði meðal annars sigurmark Southampton á Anfield. Minningin að spila á Anfield er Lovren enn ofarlega í huga Lovren en félagið lét hann ekki vita af tilboðum Liverpool.

„Þetta er ótrúlegt. Ég gekk til liðs við Southampton fyrir níu milljónir og félagið hafnaði tuttugu milljóna tilboði.  Ég veit ekki hvert næsta skref er, klúbburinn hefur sagt að ég sé ekki til sölu en í hausnum mínum er ég á leiðinni til Liverpool. Þeir buðu nokkrum sinnum í mig án þess að Southampton léti mig vita,“ sagði Lovren hefur trú á því að Southampton eigi eftir að lenda í erfiðleikum á næsta tímabili.

„Ég vildi upphaflega leika annað tímabil með Southampton ef klúbburinn hefði meiri metnað. Ef þeir hefðu ekki selt alla þessa leikmenn hefði ég ekki haft áhuga á að fara til Liverpool. Þegar ég gekk til liðs við Southampton valdi ég liðið því það var gríðarlega mikill metnaður hjá félaginu en það er önnur stemming í dag,“ sagði Lovren.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×