Sæstrengur gæti skilað áttfalt hærra orkuverði Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2014 20:15 Nýir samningar sem norsk orkufyrirtæki hafa gert við bresk stjórnvöld um sölu vindorku í Bretlandi benda til að gífurlegur hagnaður geti orðið af raforkusölu um sæstreng frá Íslandi, að mati Ketils Sigurjónssonar, sérfræðings um orkumál. Hann líkir þessu við olíuhagnað Norðmanna og segir sæstreng stærsta efnahagstækifæri Íslendinga. Norsku ríkisorkufyrirtækin Statoil og Statkraft skýrðu í vikunni frá ákvörðun sinni um að byggja upp vindmyllugarð undan ströndum Bretlands fyrir 270 milljarða króna. Bresk stjórnvöld tryggja Norðmönnum lágmarks orkuverð frá vindmyllunum, sem er þrefalt hærra en núverandi markaðsverð í Bretlandi, en með slíkum samningum vilja Bretar koma í veg fyrir orkuskort í framtíðinni. Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og ráðgjafi um orkumál, segir að ef þeir bregðist ekki við núna, með því að tryggja fjárfestingar í nýjum orkuverkefnum, lendi þeir í orkuskorti. Hann telur að þetta styrkjakerfi Breta gæti gert sæstreng frá Íslandi að mjög arðsömu verkefni.Sæstrengur er stærsta efnahagstækifæri Íslands, segir Ketill Sigurjónsson.Stöð 2/Gísli Óskarsson.„Þetta er þvílík arðsemi að þetta væri í raun stærsta efnahagslega tækifæri Íslands. Það er ekkert ofsagt,” segir Ketill í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann segir að íslensk vatnsorka ætti að vera eftirsóknarverðari en ótrygg vindorka. Miklu áreiðanlegra væri fyrir Breta að fjárfesta í vatnsorku frá Íslandi, vatnsorkan væri tryggasti og öruggasti orkugjafinn og þar að auki endurnýjanlegur. Hann telur líklegt að kjörin fyrir raforku um sæstreng frá Íslandi yrðu svipuð og frá norsku vindmyllunum en það myndi þó ráðast af samningum við Breta. Hann telur að verðið yrði á bilinu 150 til 200 dollarar á megavattstund. Til samanburðar sé meðalverð til stóriðju á Íslandi um 25 dollarar á megavattstundina. Þannig fengist sex til átta sinnum hærra verð fyrir orkuna um sæstreng. „Þarna erum við að tala um tekjur sem væru að stóru leyti bara hagnaður. Þannig að til lengri tíma litið gæti þetta jafnast á við hagnaðinn sem Noregur hefur af olíuvinnslu hjá sér. Það hefur verið sýnt fram á það með góðum og skýrum hætti að þetta gæti orðið ákaflega ábatasamt fyrir Ísland,” sagði Ketill.Frá lagningu sæstrengs milli Vestmannaeyja og Landeyja.Stöð 2/Gísli Óskarsson. Tengdar fréttir Óljóst hvort sæstrengur sé arðbærari en stóriðja Hagfræðistofnun Háskóla Íslands telur óljóst hvort þjóðhagslegur ábati sé meiri af sölu raforku um sæstreng en til stóriðju. 26. júní 2013 19:10 Nýta breska ríkisstyrki til að reisa vindmyllur Vindmyllunum, sem norsku ríkisfyrirtækin Statoil og Statkraft hafa ákveðið að reisa undan ströndum Norfolk í Bretlandi, er tryggður risavaxinn ríkisstyrkur. 3. júlí 2014 15:00 Ræðir sæstreng við breskan kollega sinn Ragnheiður Elín Árnadóttir ræðir við orkumálaráðherra Bretlands um sæstrengsverkefnið í næsta mánuði. Ráðherra vill að forræði verkefnisins færist alfarið til stjórnvalda. Vinna verkefnastjórnar Rammaáætlunar veldur henni vonbrigðum. 22. febrúar 2014 09:00 Fjármögnun raforkusæstrengs komin á fullan skrið Fjármögnun sæstrengs milli Íslands og Bretlands er komin á fullan skrið og er leidd af breskum fjárfestum og fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun segir að beðið sé eftir samkomulagi stjórnvalda þessara landa. 17. maí 2014 21:11 Norðmenn fjárfesta í vindorku í Bretlandi Norsku ríkisfyrirtækin Statoil og Statkraft hafa ákveðið að reisa 67 vindmyllur úti fyrir ströndum Norfolk í Bretlandi. 1. júlí 2014 17:15 Vilja sæstrenginn fyrir 2020, fjárfestar mjög áhugasamir Þróunarstjóri helsta raforkufyrirtækis Bretlands segir að sæstrengur milli Íslands og Bretlands geti verið tilbúinn innan sjö ára og hvetur stjórnvöld ríkjanna til að hefja nú þegar formlegar viðræður um verkefnið. 4. desember 2013 19:45 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Nýir samningar sem norsk orkufyrirtæki hafa gert við bresk stjórnvöld um sölu vindorku í Bretlandi benda til að gífurlegur hagnaður geti orðið af raforkusölu um sæstreng frá Íslandi, að mati Ketils Sigurjónssonar, sérfræðings um orkumál. Hann líkir þessu við olíuhagnað Norðmanna og segir sæstreng stærsta efnahagstækifæri Íslendinga. Norsku ríkisorkufyrirtækin Statoil og Statkraft skýrðu í vikunni frá ákvörðun sinni um að byggja upp vindmyllugarð undan ströndum Bretlands fyrir 270 milljarða króna. Bresk stjórnvöld tryggja Norðmönnum lágmarks orkuverð frá vindmyllunum, sem er þrefalt hærra en núverandi markaðsverð í Bretlandi, en með slíkum samningum vilja Bretar koma í veg fyrir orkuskort í framtíðinni. Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og ráðgjafi um orkumál, segir að ef þeir bregðist ekki við núna, með því að tryggja fjárfestingar í nýjum orkuverkefnum, lendi þeir í orkuskorti. Hann telur að þetta styrkjakerfi Breta gæti gert sæstreng frá Íslandi að mjög arðsömu verkefni.Sæstrengur er stærsta efnahagstækifæri Íslands, segir Ketill Sigurjónsson.Stöð 2/Gísli Óskarsson.„Þetta er þvílík arðsemi að þetta væri í raun stærsta efnahagslega tækifæri Íslands. Það er ekkert ofsagt,” segir Ketill í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann segir að íslensk vatnsorka ætti að vera eftirsóknarverðari en ótrygg vindorka. Miklu áreiðanlegra væri fyrir Breta að fjárfesta í vatnsorku frá Íslandi, vatnsorkan væri tryggasti og öruggasti orkugjafinn og þar að auki endurnýjanlegur. Hann telur líklegt að kjörin fyrir raforku um sæstreng frá Íslandi yrðu svipuð og frá norsku vindmyllunum en það myndi þó ráðast af samningum við Breta. Hann telur að verðið yrði á bilinu 150 til 200 dollarar á megavattstund. Til samanburðar sé meðalverð til stóriðju á Íslandi um 25 dollarar á megavattstundina. Þannig fengist sex til átta sinnum hærra verð fyrir orkuna um sæstreng. „Þarna erum við að tala um tekjur sem væru að stóru leyti bara hagnaður. Þannig að til lengri tíma litið gæti þetta jafnast á við hagnaðinn sem Noregur hefur af olíuvinnslu hjá sér. Það hefur verið sýnt fram á það með góðum og skýrum hætti að þetta gæti orðið ákaflega ábatasamt fyrir Ísland,” sagði Ketill.Frá lagningu sæstrengs milli Vestmannaeyja og Landeyja.Stöð 2/Gísli Óskarsson.
Tengdar fréttir Óljóst hvort sæstrengur sé arðbærari en stóriðja Hagfræðistofnun Háskóla Íslands telur óljóst hvort þjóðhagslegur ábati sé meiri af sölu raforku um sæstreng en til stóriðju. 26. júní 2013 19:10 Nýta breska ríkisstyrki til að reisa vindmyllur Vindmyllunum, sem norsku ríkisfyrirtækin Statoil og Statkraft hafa ákveðið að reisa undan ströndum Norfolk í Bretlandi, er tryggður risavaxinn ríkisstyrkur. 3. júlí 2014 15:00 Ræðir sæstreng við breskan kollega sinn Ragnheiður Elín Árnadóttir ræðir við orkumálaráðherra Bretlands um sæstrengsverkefnið í næsta mánuði. Ráðherra vill að forræði verkefnisins færist alfarið til stjórnvalda. Vinna verkefnastjórnar Rammaáætlunar veldur henni vonbrigðum. 22. febrúar 2014 09:00 Fjármögnun raforkusæstrengs komin á fullan skrið Fjármögnun sæstrengs milli Íslands og Bretlands er komin á fullan skrið og er leidd af breskum fjárfestum og fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun segir að beðið sé eftir samkomulagi stjórnvalda þessara landa. 17. maí 2014 21:11 Norðmenn fjárfesta í vindorku í Bretlandi Norsku ríkisfyrirtækin Statoil og Statkraft hafa ákveðið að reisa 67 vindmyllur úti fyrir ströndum Norfolk í Bretlandi. 1. júlí 2014 17:15 Vilja sæstrenginn fyrir 2020, fjárfestar mjög áhugasamir Þróunarstjóri helsta raforkufyrirtækis Bretlands segir að sæstrengur milli Íslands og Bretlands geti verið tilbúinn innan sjö ára og hvetur stjórnvöld ríkjanna til að hefja nú þegar formlegar viðræður um verkefnið. 4. desember 2013 19:45 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Óljóst hvort sæstrengur sé arðbærari en stóriðja Hagfræðistofnun Háskóla Íslands telur óljóst hvort þjóðhagslegur ábati sé meiri af sölu raforku um sæstreng en til stóriðju. 26. júní 2013 19:10
Nýta breska ríkisstyrki til að reisa vindmyllur Vindmyllunum, sem norsku ríkisfyrirtækin Statoil og Statkraft hafa ákveðið að reisa undan ströndum Norfolk í Bretlandi, er tryggður risavaxinn ríkisstyrkur. 3. júlí 2014 15:00
Ræðir sæstreng við breskan kollega sinn Ragnheiður Elín Árnadóttir ræðir við orkumálaráðherra Bretlands um sæstrengsverkefnið í næsta mánuði. Ráðherra vill að forræði verkefnisins færist alfarið til stjórnvalda. Vinna verkefnastjórnar Rammaáætlunar veldur henni vonbrigðum. 22. febrúar 2014 09:00
Fjármögnun raforkusæstrengs komin á fullan skrið Fjármögnun sæstrengs milli Íslands og Bretlands er komin á fullan skrið og er leidd af breskum fjárfestum og fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun segir að beðið sé eftir samkomulagi stjórnvalda þessara landa. 17. maí 2014 21:11
Norðmenn fjárfesta í vindorku í Bretlandi Norsku ríkisfyrirtækin Statoil og Statkraft hafa ákveðið að reisa 67 vindmyllur úti fyrir ströndum Norfolk í Bretlandi. 1. júlí 2014 17:15
Vilja sæstrenginn fyrir 2020, fjárfestar mjög áhugasamir Þróunarstjóri helsta raforkufyrirtækis Bretlands segir að sæstrengur milli Íslands og Bretlands geti verið tilbúinn innan sjö ára og hvetur stjórnvöld ríkjanna til að hefja nú þegar formlegar viðræður um verkefnið. 4. desember 2013 19:45