Baltasar Kormákur vill veðreiðar á Landsmót hestamanna Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. júlí 2014 16:07 Baltasar vill fá veðreiðar á Landsmót hestamanna. „Ég myndi vilja fá veðreiðar inn aftur. Ég er alveg sannfærður um að það sé hægt að hafa skemmtilegar veðreiðar sem að eru styrktarmálefni, eða eitthvað slíkt, þannig að það sé ekki beint svona „hardcore“ peningalykt af því,“ segir Baltasar Kormákur leikstjóri um Landsmót hestamanna. Baltasar lýsti þessari skoðun sinni í þættinum Upphitun fyrir landsmót, á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Í þættinum lýsir hann þessari skoðun sinni nánar: „Það vantar eitthvað svona „kick“ sem að fólk fær út úr slíku.“ Baltasar var einnig spurður um stökk og hvort ætti að taka það aftur upp á dagskrá landsmótsins. „Allir skilja stökk. [...] Og það skilja allir hver kemur fyrstur í mark. Skeið er náttúrulega frábært en það er aðeins meira fyrir þá sem eru lengra komnir.“ Baltasar bendir á að með fleiri sjónvarpsútsendingum frá mótinu verði stökk og veðreiðar enn vinsælli. „Þá er fólk að taka þátt í þessu heima hjá sér. Það er hægt að opna þetta heilmikið með þessu. Ég er algjörlega á því að það megi gera þetta.“ Sigurbjörn Bárðason, hestamaður og fyrrum íþróttamaður ársins, tekur undir þessar tillögur. „Þetta er eitthvað sem á mjög mikið erindi, því það geta allir séð hver kemur fyrstur í mark þegar þeir þurfa ekki að hlusta á miklar talnarunur og það myndi breikka þetta.“Nóg að gera Axel Ómarsson framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna, telur að hugmynd Baltasars sé góð og gæti gert mikið fyrir hinn almenna áhorfanda. Keppt var í kappreiðum á áttunda áratugnum og telur Axel að veiðreiðar gætu hjálpað til við að markaðssetja mótið. „Við finnum það í ár að það er miklu meira af erlendum ferðamönnum en áður, enda hefur mótið verið markaðssett með þá í huga. Ég held að veðreiðar og stökk gætu hjálpað þeim og öðrum sem eru ekki vanir að fylgjast með hestamennsku, að fá áhuga á mótinu.“ Axel segir annars stemninguna vera rífandi góða á Hellu. „Í gær vorum við með um fjögur þúsund gesti, sem er mjög gott. Það hefur þótt frábært að fá fjögur þúsund manns á miðvikudegi, ef dagurinn er sérstaklega sólríkur. Þannig að miðað við aðstæður er þetta algjörlega frábært.“ Hestar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
„Ég myndi vilja fá veðreiðar inn aftur. Ég er alveg sannfærður um að það sé hægt að hafa skemmtilegar veðreiðar sem að eru styrktarmálefni, eða eitthvað slíkt, þannig að það sé ekki beint svona „hardcore“ peningalykt af því,“ segir Baltasar Kormákur leikstjóri um Landsmót hestamanna. Baltasar lýsti þessari skoðun sinni í þættinum Upphitun fyrir landsmót, á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Í þættinum lýsir hann þessari skoðun sinni nánar: „Það vantar eitthvað svona „kick“ sem að fólk fær út úr slíku.“ Baltasar var einnig spurður um stökk og hvort ætti að taka það aftur upp á dagskrá landsmótsins. „Allir skilja stökk. [...] Og það skilja allir hver kemur fyrstur í mark. Skeið er náttúrulega frábært en það er aðeins meira fyrir þá sem eru lengra komnir.“ Baltasar bendir á að með fleiri sjónvarpsútsendingum frá mótinu verði stökk og veðreiðar enn vinsælli. „Þá er fólk að taka þátt í þessu heima hjá sér. Það er hægt að opna þetta heilmikið með þessu. Ég er algjörlega á því að það megi gera þetta.“ Sigurbjörn Bárðason, hestamaður og fyrrum íþróttamaður ársins, tekur undir þessar tillögur. „Þetta er eitthvað sem á mjög mikið erindi, því það geta allir séð hver kemur fyrstur í mark þegar þeir þurfa ekki að hlusta á miklar talnarunur og það myndi breikka þetta.“Nóg að gera Axel Ómarsson framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna, telur að hugmynd Baltasars sé góð og gæti gert mikið fyrir hinn almenna áhorfanda. Keppt var í kappreiðum á áttunda áratugnum og telur Axel að veiðreiðar gætu hjálpað til við að markaðssetja mótið. „Við finnum það í ár að það er miklu meira af erlendum ferðamönnum en áður, enda hefur mótið verið markaðssett með þá í huga. Ég held að veðreiðar og stökk gætu hjálpað þeim og öðrum sem eru ekki vanir að fylgjast með hestamennsku, að fá áhuga á mótinu.“ Axel segir annars stemninguna vera rífandi góða á Hellu. „Í gær vorum við með um fjögur þúsund gesti, sem er mjög gott. Það hefur þótt frábært að fá fjögur þúsund manns á miðvikudegi, ef dagurinn er sérstaklega sólríkur. Þannig að miðað við aðstæður er þetta algjörlega frábært.“
Hestar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent