Enski boltinn

Barcelona fær engan afslátt af Suárez

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hefur Luis Suárez spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool?
Hefur Luis Suárez spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool? vísir/getty
Liverpool mun hafna öllum tilboðum Barcelona sem mætir ekki riftunarverði Luis Suárez, en forráðamenn enska félagsins eru flognir til Katalóníu þar sem samið verður um sölu á úrúgvæska markahróknum.

Suárez skrifaði undir nýjan samning við Liverpool á síðustu leiktíð, en í honum er 60-80 milljóna punda riftunarverð sem aðeins lið utan ensku úrvalsdeildarinnar getur nýtt sér.

Þrátt fyrir að Úrgvæinn sé í fjögurra mánaða löngu banni ætlar Liverpool ekki að gefa Börsungum neinn afslátt af leikmanninum, að því fram kemur í fréttaskýringu knattspyrnuvefjarsins Goal.com.

Þar segir einnig, að ef Barcelona sé ekki tilbúið að borga uppsett verð mun Liverpool halda í leikmanninn, að minnsta kosti fram í janúar þrátt fyrir að hann megi ekki spila fyrr en í lok október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×