Flutningurinn felur í sér fjöldauppsögn starfsmanna Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2014 19:49 Þungt hljóð var í starfsfólki Fiskistofu á fundi með fulltrúum stéttarfélaga í dag. Starfsmenn tala um að fótunum hafi verið kippt undan þeim. Efast um að nokkur sparnaður náist með flutningi. Starfsfólki Fiskistofu finnst eins og kippt hafi verið undan því fótunum með ákvörðun um að flytja stofnunina norður til Akureyrar. Talsmenn verkalýðsfélaga segja að í raun sé um hópsuppsögn að ræða. Andstaða er við málið innan þingflokks Sjálfstæðismanna. Sjálfstæðisþingmennirnir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Jón Gunnarsson, Vilhjálmur Bjarnason og Brynjar Níelsson hafa öll lýst andstöðu eða efasemdum sínum vegna ákvörðunar atvinnuvegaráðherra. Það var þungt yfir starfsmönnum á fundi með fulltrúum nokkurra stéttarfélaga í dag þar sem farið var yfir stöðuna og harðorð ályktun samþykkt. Talað var um pólitíska geðþóttaákvörðun hreppaflutinga og hópuppsögn. Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri SFR segir að atvinnuvegaráðherra hefði getað staðið mun betur að ákvörðun sinni hafi á annað borð verið nauðsynlegt að grípa til hennar. Hann efist um að nokkur sparnaður fáist með því að flytja Fiskistofu til Akureyrar, enda liggi engar skýrslur eða úttektir fyrir um það. Páll Halldórsson formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga segir það alveg rétt hjá starfsmönnum að líta megi á ákvörðun ráðherra sem hópuppsögn. Þá séu fregnir af málinu stöðugt að verða óljósari. Fyrst hafi verið talað um að flytja stofnunina alla en nú aðeins hluta hennar. Fiskistofa gegnir víðtæku hlutverki í eftirliti og umgegngni við fiskveiðiauðlindirnar. Eyþór Björnsson fiskistofustjóri segir flesta telja að hún sinni aðeins eftirlitshlutverki en hún veiti einnig mikla þjónustu og haldi í raun utan um allar aflatölur, útdeilingar á aflaheimildum og flutingi þeirra milli útgerða. Rætt er við Eyþór og aðra starfsmenn Fiskistofu í frétt Stöðvar tvö hér fyrir ofan. Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Þungt hljóð var í starfsfólki Fiskistofu á fundi með fulltrúum stéttarfélaga í dag. Starfsmenn tala um að fótunum hafi verið kippt undan þeim. Efast um að nokkur sparnaður náist með flutningi. Starfsfólki Fiskistofu finnst eins og kippt hafi verið undan því fótunum með ákvörðun um að flytja stofnunina norður til Akureyrar. Talsmenn verkalýðsfélaga segja að í raun sé um hópsuppsögn að ræða. Andstaða er við málið innan þingflokks Sjálfstæðismanna. Sjálfstæðisþingmennirnir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Jón Gunnarsson, Vilhjálmur Bjarnason og Brynjar Níelsson hafa öll lýst andstöðu eða efasemdum sínum vegna ákvörðunar atvinnuvegaráðherra. Það var þungt yfir starfsmönnum á fundi með fulltrúum nokkurra stéttarfélaga í dag þar sem farið var yfir stöðuna og harðorð ályktun samþykkt. Talað var um pólitíska geðþóttaákvörðun hreppaflutinga og hópuppsögn. Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri SFR segir að atvinnuvegaráðherra hefði getað staðið mun betur að ákvörðun sinni hafi á annað borð verið nauðsynlegt að grípa til hennar. Hann efist um að nokkur sparnaður fáist með því að flytja Fiskistofu til Akureyrar, enda liggi engar skýrslur eða úttektir fyrir um það. Páll Halldórsson formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga segir það alveg rétt hjá starfsmönnum að líta megi á ákvörðun ráðherra sem hópuppsögn. Þá séu fregnir af málinu stöðugt að verða óljósari. Fyrst hafi verið talað um að flytja stofnunina alla en nú aðeins hluta hennar. Fiskistofa gegnir víðtæku hlutverki í eftirliti og umgegngni við fiskveiðiauðlindirnar. Eyþór Björnsson fiskistofustjóri segir flesta telja að hún sinni aðeins eftirlitshlutverki en hún veiti einnig mikla þjónustu og haldi í raun utan um allar aflatölur, útdeilingar á aflaheimildum og flutingi þeirra milli útgerða. Rætt er við Eyþór og aðra starfsmenn Fiskistofu í frétt Stöðvar tvö hér fyrir ofan.
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira