Flutningurinn felur í sér fjöldauppsögn starfsmanna Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2014 19:49 Þungt hljóð var í starfsfólki Fiskistofu á fundi með fulltrúum stéttarfélaga í dag. Starfsmenn tala um að fótunum hafi verið kippt undan þeim. Efast um að nokkur sparnaður náist með flutningi. Starfsfólki Fiskistofu finnst eins og kippt hafi verið undan því fótunum með ákvörðun um að flytja stofnunina norður til Akureyrar. Talsmenn verkalýðsfélaga segja að í raun sé um hópsuppsögn að ræða. Andstaða er við málið innan þingflokks Sjálfstæðismanna. Sjálfstæðisþingmennirnir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Jón Gunnarsson, Vilhjálmur Bjarnason og Brynjar Níelsson hafa öll lýst andstöðu eða efasemdum sínum vegna ákvörðunar atvinnuvegaráðherra. Það var þungt yfir starfsmönnum á fundi með fulltrúum nokkurra stéttarfélaga í dag þar sem farið var yfir stöðuna og harðorð ályktun samþykkt. Talað var um pólitíska geðþóttaákvörðun hreppaflutinga og hópuppsögn. Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri SFR segir að atvinnuvegaráðherra hefði getað staðið mun betur að ákvörðun sinni hafi á annað borð verið nauðsynlegt að grípa til hennar. Hann efist um að nokkur sparnaður fáist með því að flytja Fiskistofu til Akureyrar, enda liggi engar skýrslur eða úttektir fyrir um það. Páll Halldórsson formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga segir það alveg rétt hjá starfsmönnum að líta megi á ákvörðun ráðherra sem hópuppsögn. Þá séu fregnir af málinu stöðugt að verða óljósari. Fyrst hafi verið talað um að flytja stofnunina alla en nú aðeins hluta hennar. Fiskistofa gegnir víðtæku hlutverki í eftirliti og umgegngni við fiskveiðiauðlindirnar. Eyþór Björnsson fiskistofustjóri segir flesta telja að hún sinni aðeins eftirlitshlutverki en hún veiti einnig mikla þjónustu og haldi í raun utan um allar aflatölur, útdeilingar á aflaheimildum og flutingi þeirra milli útgerða. Rætt er við Eyþór og aðra starfsmenn Fiskistofu í frétt Stöðvar tvö hér fyrir ofan. Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Þungt hljóð var í starfsfólki Fiskistofu á fundi með fulltrúum stéttarfélaga í dag. Starfsmenn tala um að fótunum hafi verið kippt undan þeim. Efast um að nokkur sparnaður náist með flutningi. Starfsfólki Fiskistofu finnst eins og kippt hafi verið undan því fótunum með ákvörðun um að flytja stofnunina norður til Akureyrar. Talsmenn verkalýðsfélaga segja að í raun sé um hópsuppsögn að ræða. Andstaða er við málið innan þingflokks Sjálfstæðismanna. Sjálfstæðisþingmennirnir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Jón Gunnarsson, Vilhjálmur Bjarnason og Brynjar Níelsson hafa öll lýst andstöðu eða efasemdum sínum vegna ákvörðunar atvinnuvegaráðherra. Það var þungt yfir starfsmönnum á fundi með fulltrúum nokkurra stéttarfélaga í dag þar sem farið var yfir stöðuna og harðorð ályktun samþykkt. Talað var um pólitíska geðþóttaákvörðun hreppaflutinga og hópuppsögn. Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri SFR segir að atvinnuvegaráðherra hefði getað staðið mun betur að ákvörðun sinni hafi á annað borð verið nauðsynlegt að grípa til hennar. Hann efist um að nokkur sparnaður fáist með því að flytja Fiskistofu til Akureyrar, enda liggi engar skýrslur eða úttektir fyrir um það. Páll Halldórsson formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga segir það alveg rétt hjá starfsmönnum að líta megi á ákvörðun ráðherra sem hópuppsögn. Þá séu fregnir af málinu stöðugt að verða óljósari. Fyrst hafi verið talað um að flytja stofnunina alla en nú aðeins hluta hennar. Fiskistofa gegnir víðtæku hlutverki í eftirliti og umgegngni við fiskveiðiauðlindirnar. Eyþór Björnsson fiskistofustjóri segir flesta telja að hún sinni aðeins eftirlitshlutverki en hún veiti einnig mikla þjónustu og haldi í raun utan um allar aflatölur, útdeilingar á aflaheimildum og flutingi þeirra milli útgerða. Rætt er við Eyþór og aðra starfsmenn Fiskistofu í frétt Stöðvar tvö hér fyrir ofan.
Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira