Enski boltinn

Atletico Madrid tekur tilboði Chelsea í Diego Costa

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Chelsea staðfesti rétt í þessu að félagið hefði komist að samkomulagi við Atletico Madrid um kaupverðið á Diego Costa. Costa mun fljúga til London á næstu dögum og skrifa undir samning hjá Chelsea.

Costa sem fór á kostum í liði Atletico á síðasta tímabili steig úr skugga Falcao sem fór til Monaco fyrir tímabilið og átti stórkostlegt tímabil. Costa var besti leikmaður Atletico Madrid sem vann spænsku deildina óvænt en hann skoraði 27 mörk í 35 leikjum á tímabilinu.

Chelsea greiðir riftunarverð Diego Costa sem gerir það að verkum að Madrídarmenn gátu ekki hafnað tilboðinu en talið er að Chelsea greiði rúmlega 30 milljónir punda fyrir þjónustu Costa. Talið er að hann hafi nú þegar staðist læknisskoðun hjá Lundúnarfélaginu og eigi aðeins eftir að semja um kaup og kjör.

Costa átti erfitt uppdráttar á Heimsmeistaramótinu í sumar en Costa sem er brasilískur ákvað að leika með spænska liðinu fyrr í vetur. Fyrir vikið var baulað á Costa hvert sem spænska liðið fór og náði leikmaðurinn sér aldrei á strik í Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×