Craig Pedersen, Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í körfubolta hafa valið 30 leikmanna æfingahóp fyrir verkefni sumarsins árið 2014.
Úr hópi þessara leikmanna verður lokahópurinn valinn sem leikur í undankeppni Evrópumótsins fyrir næsta ár, EuroBasket 2015. Leikið verður í ágúst og verður leikið heima og að heiman. Liðið fer í æfingaferð til Lúxemborgar í lok júlí en æfingar hefjast um miðjan júlí.
Fyrsti heimaleikur íslenska liðsins verður þann 10. ágúst í Laugardalshöllinni gegn Bretlandi áður en Bosníumenn mæta í höllina þann 27. ágúst. Í millitíðinni leikur íslenska liðið útileiki gegn sömu þjóðum.
Birgir Björn Pétursson, Emil Barja, Helgi Rafn Viggóson, Kristófer Acox, Marvin Valdimarsson, Matthías Orri Sigurðsson og Tómas Heiðar Tómasson eru nýliðar í hóp íslenska liðsins.
Eftirtaldir leikmenn skipa æfingahópinn:
Axel Kárason - Værlöse, Danmörk - Framherji f. 1983.
Birgir Björn Pétursson - Valur - Miðherji f. 1986.
Brynjar Þór Björnsson - KR - Bakvörður f. 1988.
Darri Hilmarsson - KR - Framherji f. 1987.
Elvar Már Friðriksson - Njarðvík - Bakvörður f. 1994.
Emil Barja - Haukar - Bakvörður f. 1991.
Finnur Atli Magnússon - KR - Miðherji f. 1985.
Haukur Helgi Pálsson - Breogan, Spánn - Framherji f. 1992.
Helgi Már Magnússon - KR - Framherji f. 1992.
Helgi Rafn Viggósson - Tindastóll - Miðherji f. 1983.
Hlynur Bæringsson - Sundsvall Dragons, Svíþjóð - Miðherji f. 1982.
Hörður Axel Vilhjálmsson - Valladolid, Spánn - Bakvörður f. 1988.
Jakob Örn Sigurðsson - Sundsvall Dragons, Svíþjóð - Bakvörður f. 1982.
Jóhann Árni Ólafsson - Grindavík - Framherji f. 1990.
Jón Arnór Stefánsson - CAI Zaragoza, Spánn - Bakvörður f. 1982.
Kristófer Acox - Furman Collage, Bandaríkin - Framherji f. 1993.
Logi Gunnarsson - Njarðvík - Bakvörður f. 1981.
Martin Hermnasson - KR - Bakvörður f. 1994.
Marvin Valdimarsson - Stjarnan - Framherji f. 1981.
Matthías Orri Sigurðsson - ÍR - Bakvörður f. 1994.
Mirko Stefán Virijevic - KFÍ, Miðherji - f. 1981.
Ólafur Ólafsson - Grindavík - Framherji f. 1990.
Ómar Örn Sævarsson - Grindavík - Framherji f. 1990.
Pavel Ermolinskij - KR - Bakvörður f. 1987.
Ragnar Ágúst Nathanaelsson - Þór Þorlákshöfn - Miðherji f. 1991.
Sigurður Gunnar Þorsteinsson - Grindavík - Miðherji f. 1988.
Stefán Karel Torfason - Snæfell - Framherji f. 1994.
Sveinbjörn Claessen - ÍR - Bakvörður f. 1986.
Tómas Heiðar Tómasson - Þór Þorlákshöfn - Bakvörður f. 1991.
Ægir Þór Steinarsson - Sundsvall Dragons, Svíþjóð - Bakvörður f. 1991.
Æfingahópur landsliðsins í körfubolta klár
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir
