Enski boltinn

Wenger lofar nýjum markverði | Casillas vill koma

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Casillas vill halda áfram að spila
Casillas vill halda áfram að spila vísir/getty
Spænski knattspyrnumarkvörðuinn Iker Casillas hefur óskað eftir að fá að yfirgefa Real Madrid og er hann sagður vilja fara til Arsenal en Arsene Wenger segir að félagið muni semja við markvörð áður en sumarið er allt.

Wojciech Szczesny er eini markvörður aðalliðs Arsenal um þessar mundir og segir Wenger að þessa stöðu þurfi að styrkja.

Á sama tíma upplifir Casillas sig sem þriðja valkost hjá Real Madrid fyrir aftan Diego Lopez og Keylor Navas sem keyptur var í sumar.

Casillas er 33 ára gamall og upplifði martröð í Heimsmeistarakeppninni í Brasilíu með spænska landsliðinu í sumar. Fái hann sig lausan og fari til Arsenal á eftir að koma í ljós hvort hann styrki liðið þó Arsenal hafi horft hýru auga til hans síðasta áratuginn.

Annað sem gæti komið í veg fyrir að Casillas gangi til liðs við Arsenal er að félagið er sagt vera um það bil að ganga frá kaupunum á kólumbíska markverði franska liðsins Nice, David Ospina.

Vilji Casillas ekki verma bekkinn eða sitja í stúkunni á Santiago Bernabeu er ólíklegt að hann sé tilbúinn að vera í sömu stöðu á Emirates, heimavelli Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×