Fowler ætlar að reyna að setja pressu á McIlroy á morgun 19. júlí 2014 16:04 Rickie Fowler lék vel í dag. AP/Getty Það þarf hálfgert kraftaverk til þess að einhver nái RoryMcIlroy á lokahringnum á Opna breska meistaramótinu sem fram fer á Hoylake en eftir þrjá hringi er Norður-Írinn ungi á 16 höggum undir pari eftir að hafa leikið á 68 höggum í dag eða fjórum undir pari. McIlroy hefur spilað stórkostlegt golf hingað til og á fyrstu þremur hringjunum hefur hann aðeins fengið fjóra skolla sem þykir afar gott á jafn erfiðum strandavelli og Royal Liverpool völlurinn er. Hann hefur unnið tvo risatitla á ferlinum og gæti bætt þeim þriðja í safnið á morgun ef hann stenst pressuna en þrátt fyrir að eiga sex högg á næsta mann eru nokkrir sterkir kylfingar sem gætu með frábærum hring gert atlögu að honum. Í öðru sæti er hinn geysivinsæli Rickie Fowler á tíu höggum undir pari en hann mun leika með McIlroy í lokahollinu á morgun. Þeir tveir eru ekki bara nágrannar og góðir félagar heldur hafa þeir oft barist við hvorn annan á golfvellinum. McIlroy hefur endað í öðru sæti í báðum atvinnumótunum sem Fowler hefur sigrað í á ferlinum og á Wells Fargo meistaramótinu árið 2012 hafi sá bandaríski betur í bráðabana við McIlroy um sigurinn. Fowler hefur enn trú á því að hann geti náð félaga sínum á morgun en hann var nokkuð bjartsýnn í viðtali við BBC eftir hringinn í dag. „Það eru 18. holur eftir og mótið er langt frá því að vera búið. Ef mér tekst að fá nokkra fugla snemma á hringnum á morgun get ég kannski sett pressu á Rory. Spennustigið á lokahringjum í risamótum er yfirleitt mikið og ég mun reyna að notfæra mér það.“ Lokahringurinn á Opna breska meistaramótinu verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 10:00 á morgun. Golf Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Það þarf hálfgert kraftaverk til þess að einhver nái RoryMcIlroy á lokahringnum á Opna breska meistaramótinu sem fram fer á Hoylake en eftir þrjá hringi er Norður-Írinn ungi á 16 höggum undir pari eftir að hafa leikið á 68 höggum í dag eða fjórum undir pari. McIlroy hefur spilað stórkostlegt golf hingað til og á fyrstu þremur hringjunum hefur hann aðeins fengið fjóra skolla sem þykir afar gott á jafn erfiðum strandavelli og Royal Liverpool völlurinn er. Hann hefur unnið tvo risatitla á ferlinum og gæti bætt þeim þriðja í safnið á morgun ef hann stenst pressuna en þrátt fyrir að eiga sex högg á næsta mann eru nokkrir sterkir kylfingar sem gætu með frábærum hring gert atlögu að honum. Í öðru sæti er hinn geysivinsæli Rickie Fowler á tíu höggum undir pari en hann mun leika með McIlroy í lokahollinu á morgun. Þeir tveir eru ekki bara nágrannar og góðir félagar heldur hafa þeir oft barist við hvorn annan á golfvellinum. McIlroy hefur endað í öðru sæti í báðum atvinnumótunum sem Fowler hefur sigrað í á ferlinum og á Wells Fargo meistaramótinu árið 2012 hafi sá bandaríski betur í bráðabana við McIlroy um sigurinn. Fowler hefur enn trú á því að hann geti náð félaga sínum á morgun en hann var nokkuð bjartsýnn í viðtali við BBC eftir hringinn í dag. „Það eru 18. holur eftir og mótið er langt frá því að vera búið. Ef mér tekst að fá nokkra fugla snemma á hringnum á morgun get ég kannski sett pressu á Rory. Spennustigið á lokahringjum í risamótum er yfirleitt mikið og ég mun reyna að notfæra mér það.“ Lokahringurinn á Opna breska meistaramótinu verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 10:00 á morgun.
Golf Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira