Allt það besta frá öðrum degi á Opna breska Jón Júlíus Karlsson skrifar 18. júlí 2014 22:53 Það voru mörg glæsileg tilþrif sem litu dagsins ljós á öðrum keppnisdegi á Opna breska meistaramótinu sem fram fer á Royal Liverpool vellinum. Norður-Írinn Rory McIlroy er í kjörstöðu með fjögurra högga forystu eftir 36 holur á samtals 12 höggum undir pari. McIlroy hefur leikið báða hringina í mótinu á 66 höggum. Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson var heitur í dag og átti besta hring mótsins til þessa þegar hann lék á 65 höggum. Hann er fjórum höggum á eftir McIlroy. Í myndbandinu hér að ofan má sjá samantekt frá öðrum keppnisdegi. Margir kylfingar sýndu glæsileg tilþrif, meða annars Spánverjinn Sergio Garcia sem sló niður af löngu færi fyrir erni á annarri holu. Opna breska er í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending kl. 09:00 í fyrra málið þegar fyrsti ráshópur fer af stað. Phil Mickelson er meðal þeirra kylfinga sem hefur leik snemma í fyrramálið. Efstu kylfingar eftir 36 holur á Opna breska:1. Rory McIlroy -12 2. Dustin Johnson -8 3.-8. Louis Oosthuizen -6 3.-8. Charl Schwartzel -6 3.-8. Sergio Garcia -6 3.-8. Rickie Fowler -6 3.-8. Ryan Moore -6 3.-8. Francesco Molinari -6 Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það voru mörg glæsileg tilþrif sem litu dagsins ljós á öðrum keppnisdegi á Opna breska meistaramótinu sem fram fer á Royal Liverpool vellinum. Norður-Írinn Rory McIlroy er í kjörstöðu með fjögurra högga forystu eftir 36 holur á samtals 12 höggum undir pari. McIlroy hefur leikið báða hringina í mótinu á 66 höggum. Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson var heitur í dag og átti besta hring mótsins til þessa þegar hann lék á 65 höggum. Hann er fjórum höggum á eftir McIlroy. Í myndbandinu hér að ofan má sjá samantekt frá öðrum keppnisdegi. Margir kylfingar sýndu glæsileg tilþrif, meða annars Spánverjinn Sergio Garcia sem sló niður af löngu færi fyrir erni á annarri holu. Opna breska er í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending kl. 09:00 í fyrra málið þegar fyrsti ráshópur fer af stað. Phil Mickelson er meðal þeirra kylfinga sem hefur leik snemma í fyrramálið. Efstu kylfingar eftir 36 holur á Opna breska:1. Rory McIlroy -12 2. Dustin Johnson -8 3.-8. Louis Oosthuizen -6 3.-8. Charl Schwartzel -6 3.-8. Sergio Garcia -6 3.-8. Rickie Fowler -6 3.-8. Ryan Moore -6 3.-8. Francesco Molinari -6
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira