Flugskeytið kom frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna Heimir Már Pétursson skrifar 18. júlí 2014 18:46 Bandarísk stjórnvöld telja nær öruggt að uppreisnarmenn í austurhluta Úkraínu hafi grandað Malaysia flugvélinni með flugskeyti í gær, sem þeir hafi ekki getað notað án aðstoðar rússneskra sérfræðinga. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að óháð, alþjóðleg rannsókn færi fram á því hvað grandaði flugvélinni. Við vörum við myndum með þessari frétt. Rannsóknaraðilar frá Evrópu og Bandaríkjunum sem og fulltrúar Malaysia flugfélagsins og framleiðenda flugvélarinnar eru nú ýmist komir á vettvang eða á leiðinni, til að rannsaka hvað olli því að flugvélin hrapaði í gær. Aðkoman á vettvangi er vægast sagt ömurleg og lýsing sjónarvotta hryllileg. Sjónarvottar í þorpinu Rassypnoye í Donetsk héraði í austurhluta Úkraínu lýsa því hvernig þeir heyrðu fyrst flugvéladrunur og síðan sprengingu. Eftir það hafi líkum fólks nánast tekið að rigna af himnum ofan og síðan hlutar úr flugvélinni sem hafi lent um 50 metra frá þorpinu. Lík fólks hafi fallið út um allt, ofan á húsþök, á þjóðveginn og í garða íbúa þorpsins. Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Hollandi þaðan sem flestir þeirra 298 sem fórust komu, eða 189, 27 frá Ástralíu, 23 frá Malasíu. 12 frá Indónesíu, 9 Bretlandi, 4 frá Þýskalandi, 4 frá Belgíu, þrír frá Filipseyjum og einn frá Kanada og einn frá Nýja Sjálandi. Enn á eftir að greina þjóðerni um 60 farþega. Barack Obama forseti Bandaríkjanna fullyrti á fundi með fréttamönnum fyrr í dag að flugvélin hefði verið skotin niður. „Tæplega þrjú hundruð manns misstu lífið, karlmenn, konur, börn og ungabörn, sem hafa ekkert með átökin í Úkraínu að gera. Dauði þeirra er hryllingur af ótrúlegri stærðargráðu,“ sagði forsetinn. Hann hafi rætt við leiðtoga flestra þeirra ríkja þaðan sem farþegarnir komu og mikilvægt væri að óháð alþjóðleg rannsókn færi fram á því hvað grandaði þotunni. „Það sem við vitum er að sönnunargögn benda til að flugvélin hafi verið skotin niður af flugskeyti af jörðu niðri, af svæði sem er undir stjórn aðskilnaðarsinna sem njóta stuðnings Rússa. Við vitum líka að þetta er ekki í fyrsta skipti sem flugvél er skotin niður í austur Úkraínu,“ sagði Obama. Uppreisnarmenn hafi áður skotið niður flutningaflugvél úkraínska hersins, þyrlu og herþotu og hefðu notið mikil stuðnings Rússa sem m.a. hefðu útvegað þeim vopn sem beita mætti gegn flugvélum. Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld telja nær öruggt að uppreisnarmenn í austurhluta Úkraínu hafi grandað Malaysia flugvélinni með flugskeyti í gær, sem þeir hafi ekki getað notað án aðstoðar rússneskra sérfræðinga. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að óháð, alþjóðleg rannsókn færi fram á því hvað grandaði flugvélinni. Við vörum við myndum með þessari frétt. Rannsóknaraðilar frá Evrópu og Bandaríkjunum sem og fulltrúar Malaysia flugfélagsins og framleiðenda flugvélarinnar eru nú ýmist komir á vettvang eða á leiðinni, til að rannsaka hvað olli því að flugvélin hrapaði í gær. Aðkoman á vettvangi er vægast sagt ömurleg og lýsing sjónarvotta hryllileg. Sjónarvottar í þorpinu Rassypnoye í Donetsk héraði í austurhluta Úkraínu lýsa því hvernig þeir heyrðu fyrst flugvéladrunur og síðan sprengingu. Eftir það hafi líkum fólks nánast tekið að rigna af himnum ofan og síðan hlutar úr flugvélinni sem hafi lent um 50 metra frá þorpinu. Lík fólks hafi fallið út um allt, ofan á húsþök, á þjóðveginn og í garða íbúa þorpsins. Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Hollandi þaðan sem flestir þeirra 298 sem fórust komu, eða 189, 27 frá Ástralíu, 23 frá Malasíu. 12 frá Indónesíu, 9 Bretlandi, 4 frá Þýskalandi, 4 frá Belgíu, þrír frá Filipseyjum og einn frá Kanada og einn frá Nýja Sjálandi. Enn á eftir að greina þjóðerni um 60 farþega. Barack Obama forseti Bandaríkjanna fullyrti á fundi með fréttamönnum fyrr í dag að flugvélin hefði verið skotin niður. „Tæplega þrjú hundruð manns misstu lífið, karlmenn, konur, börn og ungabörn, sem hafa ekkert með átökin í Úkraínu að gera. Dauði þeirra er hryllingur af ótrúlegri stærðargráðu,“ sagði forsetinn. Hann hafi rætt við leiðtoga flestra þeirra ríkja þaðan sem farþegarnir komu og mikilvægt væri að óháð alþjóðleg rannsókn færi fram á því hvað grandaði þotunni. „Það sem við vitum er að sönnunargögn benda til að flugvélin hafi verið skotin niður af flugskeyti af jörðu niðri, af svæði sem er undir stjórn aðskilnaðarsinna sem njóta stuðnings Rússa. Við vitum líka að þetta er ekki í fyrsta skipti sem flugvél er skotin niður í austur Úkraínu,“ sagði Obama. Uppreisnarmenn hafi áður skotið niður flutningaflugvél úkraínska hersins, þyrlu og herþotu og hefðu notið mikil stuðnings Rússa sem m.a. hefðu útvegað þeim vopn sem beita mætti gegn flugvélum.
Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira