Flugskeytið kom frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna Heimir Már Pétursson skrifar 18. júlí 2014 18:46 Bandarísk stjórnvöld telja nær öruggt að uppreisnarmenn í austurhluta Úkraínu hafi grandað Malaysia flugvélinni með flugskeyti í gær, sem þeir hafi ekki getað notað án aðstoðar rússneskra sérfræðinga. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að óháð, alþjóðleg rannsókn færi fram á því hvað grandaði flugvélinni. Við vörum við myndum með þessari frétt. Rannsóknaraðilar frá Evrópu og Bandaríkjunum sem og fulltrúar Malaysia flugfélagsins og framleiðenda flugvélarinnar eru nú ýmist komir á vettvang eða á leiðinni, til að rannsaka hvað olli því að flugvélin hrapaði í gær. Aðkoman á vettvangi er vægast sagt ömurleg og lýsing sjónarvotta hryllileg. Sjónarvottar í þorpinu Rassypnoye í Donetsk héraði í austurhluta Úkraínu lýsa því hvernig þeir heyrðu fyrst flugvéladrunur og síðan sprengingu. Eftir það hafi líkum fólks nánast tekið að rigna af himnum ofan og síðan hlutar úr flugvélinni sem hafi lent um 50 metra frá þorpinu. Lík fólks hafi fallið út um allt, ofan á húsþök, á þjóðveginn og í garða íbúa þorpsins. Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Hollandi þaðan sem flestir þeirra 298 sem fórust komu, eða 189, 27 frá Ástralíu, 23 frá Malasíu. 12 frá Indónesíu, 9 Bretlandi, 4 frá Þýskalandi, 4 frá Belgíu, þrír frá Filipseyjum og einn frá Kanada og einn frá Nýja Sjálandi. Enn á eftir að greina þjóðerni um 60 farþega. Barack Obama forseti Bandaríkjanna fullyrti á fundi með fréttamönnum fyrr í dag að flugvélin hefði verið skotin niður. „Tæplega þrjú hundruð manns misstu lífið, karlmenn, konur, börn og ungabörn, sem hafa ekkert með átökin í Úkraínu að gera. Dauði þeirra er hryllingur af ótrúlegri stærðargráðu,“ sagði forsetinn. Hann hafi rætt við leiðtoga flestra þeirra ríkja þaðan sem farþegarnir komu og mikilvægt væri að óháð alþjóðleg rannsókn færi fram á því hvað grandaði þotunni. „Það sem við vitum er að sönnunargögn benda til að flugvélin hafi verið skotin niður af flugskeyti af jörðu niðri, af svæði sem er undir stjórn aðskilnaðarsinna sem njóta stuðnings Rússa. Við vitum líka að þetta er ekki í fyrsta skipti sem flugvél er skotin niður í austur Úkraínu,“ sagði Obama. Uppreisnarmenn hafi áður skotið niður flutningaflugvél úkraínska hersins, þyrlu og herþotu og hefðu notið mikil stuðnings Rússa sem m.a. hefðu útvegað þeim vopn sem beita mætti gegn flugvélum. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld telja nær öruggt að uppreisnarmenn í austurhluta Úkraínu hafi grandað Malaysia flugvélinni með flugskeyti í gær, sem þeir hafi ekki getað notað án aðstoðar rússneskra sérfræðinga. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að óháð, alþjóðleg rannsókn færi fram á því hvað grandaði flugvélinni. Við vörum við myndum með þessari frétt. Rannsóknaraðilar frá Evrópu og Bandaríkjunum sem og fulltrúar Malaysia flugfélagsins og framleiðenda flugvélarinnar eru nú ýmist komir á vettvang eða á leiðinni, til að rannsaka hvað olli því að flugvélin hrapaði í gær. Aðkoman á vettvangi er vægast sagt ömurleg og lýsing sjónarvotta hryllileg. Sjónarvottar í þorpinu Rassypnoye í Donetsk héraði í austurhluta Úkraínu lýsa því hvernig þeir heyrðu fyrst flugvéladrunur og síðan sprengingu. Eftir það hafi líkum fólks nánast tekið að rigna af himnum ofan og síðan hlutar úr flugvélinni sem hafi lent um 50 metra frá þorpinu. Lík fólks hafi fallið út um allt, ofan á húsþök, á þjóðveginn og í garða íbúa þorpsins. Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Hollandi þaðan sem flestir þeirra 298 sem fórust komu, eða 189, 27 frá Ástralíu, 23 frá Malasíu. 12 frá Indónesíu, 9 Bretlandi, 4 frá Þýskalandi, 4 frá Belgíu, þrír frá Filipseyjum og einn frá Kanada og einn frá Nýja Sjálandi. Enn á eftir að greina þjóðerni um 60 farþega. Barack Obama forseti Bandaríkjanna fullyrti á fundi með fréttamönnum fyrr í dag að flugvélin hefði verið skotin niður. „Tæplega þrjú hundruð manns misstu lífið, karlmenn, konur, börn og ungabörn, sem hafa ekkert með átökin í Úkraínu að gera. Dauði þeirra er hryllingur af ótrúlegri stærðargráðu,“ sagði forsetinn. Hann hafi rætt við leiðtoga flestra þeirra ríkja þaðan sem farþegarnir komu og mikilvægt væri að óháð alþjóðleg rannsókn færi fram á því hvað grandaði þotunni. „Það sem við vitum er að sönnunargögn benda til að flugvélin hafi verið skotin niður af flugskeyti af jörðu niðri, af svæði sem er undir stjórn aðskilnaðarsinna sem njóta stuðnings Rússa. Við vitum líka að þetta er ekki í fyrsta skipti sem flugvél er skotin niður í austur Úkraínu,“ sagði Obama. Uppreisnarmenn hafi áður skotið niður flutningaflugvél úkraínska hersins, þyrlu og herþotu og hefðu notið mikil stuðnings Rússa sem m.a. hefðu útvegað þeim vopn sem beita mætti gegn flugvélum.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira