ESB lítur enn á Ísland sem umsóknarríki Heimir Már Pétursson skrifar 18. júlí 2014 19:30 Evrópusambandið lítur enn á Ísland sem umsóknarríki og er reiðubúið að taka upp aðildarviðræður á nýjan leik um leið og Íslendingar kjósa að gera það. Það gæti hins vegar tekið um þrjú ár að ljúka samningum og fá þá staðfesta hjá öllum aðildarríkjum sambandsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur túlkað ummæli Jean-Claude Junker verðandi forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að aðildarríkjum þess verði ekki fjölgað á næstu fimm árum, með þeim hætti að aðildarferli Íslands að sambandinu væri lokið. Fréttastofan spurði Peter Stano talsmann Stefans Fule stækkunarstjóra Evrópusambandsins hver væri afstaða þess til aðildarviðræðna Íslands og hvort þær gætu hafist að nýju óskuðu íslensk stjórnvöld eftir því. Stano segir: „Íslensk stjórnvöld ákváðu í maí 2013 að gera hlé á aðildarviðræðunum. Óski íslensk stjórnvöld á einhverjum tímapunkti eftir því að hefja viðræðurnar á nýjan leik er framkvæmdastjórnin tilbúin til áframhaldandi viðræðna.“ Af þessum svörum er auglóst að Evrópusambandið lítur enn á Ísland sem umsóknarríki. Háttsettir embættismenn innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem fréttastofa ræddi við, segja að það muni taka að minnsta kosti tvö ár að klára aðildarviðræðurnar við Íslendinga, að því gefnu að samkomulag náist um erfiðasta málið, sjávarútvegsmálin. Þá tæki við staðfesting á aðildarsamningi á Íslandi og meðal 28 aðildarríkja Evrópusambandsins, sem reikna mætti með að tæki að minnsta kosti ár. Að því gefnu að ný ríkisstjórn að loknum kosningum árið 2017 myndi vilja ljúka aðildarviðræðunum, myndi þeim aldrei ljúka og aðildarsamningur staðfestur fyrr en að minnsta kosti ári eftir að fimm ára tímabilið sem Junker talar um væri runnið út árið 2019. Ríkisstjórnin gæti hins vegar lagt tillögu fyrir Alþingi um að slíta viðræðunum en um þann möguleika sagði utanríkisráðherra þetta í Bylgjufréttum í gær: „Það er eithvað sem menn þurfa bara að meta. Ég hef ákveðnar efasemdir um að þess þurfi í framhaldi af þessu. Ef það það er hins vegar þannig þá er ég að sjálfsögðu reiðubúinn til þess að fara með tillögu fyrir þingið. En við metum bara stöðuna. Það er ekkert sem liggur á í rauninni í þessu,“ sagði Gunnar Bragi. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Evrópusambandið lítur enn á Ísland sem umsóknarríki og er reiðubúið að taka upp aðildarviðræður á nýjan leik um leið og Íslendingar kjósa að gera það. Það gæti hins vegar tekið um þrjú ár að ljúka samningum og fá þá staðfesta hjá öllum aðildarríkjum sambandsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur túlkað ummæli Jean-Claude Junker verðandi forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að aðildarríkjum þess verði ekki fjölgað á næstu fimm árum, með þeim hætti að aðildarferli Íslands að sambandinu væri lokið. Fréttastofan spurði Peter Stano talsmann Stefans Fule stækkunarstjóra Evrópusambandsins hver væri afstaða þess til aðildarviðræðna Íslands og hvort þær gætu hafist að nýju óskuðu íslensk stjórnvöld eftir því. Stano segir: „Íslensk stjórnvöld ákváðu í maí 2013 að gera hlé á aðildarviðræðunum. Óski íslensk stjórnvöld á einhverjum tímapunkti eftir því að hefja viðræðurnar á nýjan leik er framkvæmdastjórnin tilbúin til áframhaldandi viðræðna.“ Af þessum svörum er auglóst að Evrópusambandið lítur enn á Ísland sem umsóknarríki. Háttsettir embættismenn innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem fréttastofa ræddi við, segja að það muni taka að minnsta kosti tvö ár að klára aðildarviðræðurnar við Íslendinga, að því gefnu að samkomulag náist um erfiðasta málið, sjávarútvegsmálin. Þá tæki við staðfesting á aðildarsamningi á Íslandi og meðal 28 aðildarríkja Evrópusambandsins, sem reikna mætti með að tæki að minnsta kosti ár. Að því gefnu að ný ríkisstjórn að loknum kosningum árið 2017 myndi vilja ljúka aðildarviðræðunum, myndi þeim aldrei ljúka og aðildarsamningur staðfestur fyrr en að minnsta kosti ári eftir að fimm ára tímabilið sem Junker talar um væri runnið út árið 2019. Ríkisstjórnin gæti hins vegar lagt tillögu fyrir Alþingi um að slíta viðræðunum en um þann möguleika sagði utanríkisráðherra þetta í Bylgjufréttum í gær: „Það er eithvað sem menn þurfa bara að meta. Ég hef ákveðnar efasemdir um að þess þurfi í framhaldi af þessu. Ef það það er hins vegar þannig þá er ég að sjálfsögðu reiðubúinn til þess að fara með tillögu fyrir þingið. En við metum bara stöðuna. Það er ekkert sem liggur á í rauninni í þessu,“ sagði Gunnar Bragi.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira