Þrjú börn fórust eftir vopnahléð Linda Blöndal skrifar 17. júlí 2014 19:27 Fljótt eftir að fimm klukkustunda vopnahlé Hamas og Ísraelshers var aflétt í dag hófust árásir á ný og 3 börn biðu bana í Gaza borg. Um 227 hafa fallið á Gaza í loftárásum Ísraels, samkvæmt palestínskum yfirvöldum, á síðustu tíu dögum. Almenningur sótti nauðþurftir Árásarhlé stóð frá 10 til 15 í dag, eða frá 7 í morgun til hádegis að íslenskum tíma. Með því var íbúum Gaza gert kleift að verða sér úti um nauðsynjar. Vopnahléð hélst að frá töldum þremur eldflaugum sem var varpað frá Gaza að Ísrael en hvorki Hamas né Ísraelsher brugðust við því. Í morgun, áður en vopnhléð hófst, dóu þrír á Gaza og fjórir særðust þegar ísraelskir hermenn skutu á hús í íbúðarhverfi. Þá var sprengju varpað á hóp herskárra palestínskra manna sem teknir voru í undirgöngum við landamærin við Ísrael eldsnemma í morgun, svo einn fórst.Úr Háskóla Íslands heim til Gaza Fidaa Zaanin, 25 ára býr á Gaza. Hún fór heim fyrir rétt um mánuði eftir tæplega hálft ár hér á landi þar sem hún stundaði nám við Háskóla Íslands í jafnréttisfræðum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hún sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö í dag að fólk hafa nýtt árásarhléð í dag til að hvíla sig og komast undir bert loft. Annars eru linnulausar sprengingar utan dyra við heimili hennar í Beit Hanoun, rétt við landamæri Ísraels, í norðurhluta Gaza.Ekki hætt sér útStöð tvö ræddi við Fiduu þegar sprengjur voru farnar að falla aftur, um klukkutíma eftir að vopnahlénu var aflétt. „Ég heyrði rétt í þessu sprengingar, ég hef ekki farið út í sex eða sjö daga undanfarið því það er hvergi öruggt á Gaza, það er mjög hættulegt að fara út. Allir eru svo hræddir og í hvert sinn sem ég heyri í sprengjunum hugsa ég hvort þetta hafi verið hús frænda míns, vinar eða annarra sem standa mér nærri og reyni að sjá út um gluggan hvar sprengjan lenti“, sagði Fidaa. Hún og fjölskyldan hafa þó verið í hættu, fyrir nokkrum dögum féll sprengja í götunni þeirra, um 100 metrum frá húsi Fiduu sem þakið skemmdist og fleira.„Margir vinir mínir hafa látist en enginn náinn fjölskyldumeðlimur. Borgin er samt mjög þéttbyggð og samfélagið þekkist vel innbyrðis, við erum um 40 þúsund íbúar í Beit Hanoun á mjög litlu svæði. Við erum komin aftur inn í hús eftir að hafa farið út að kaupa mat og fleira en það er hins vegar ekkert rafmagn.“„Ekki eðlilegt að lifa svona“ Fidaa segir að þetta líf sé óeðlilegt. Þótt ýmislegt venjist í svo hörmulegum aðstæðum sé það alls ekki í lagi. „Ég er hrædd um að missa einhvern af ástvinum mínum“, sagði hún. „Ég held mig frá gluggunum heima fyrir því ef þeir springja get ég slasast, þótt sprengjan lengi ekki endilega á mínu húsi“. Ég reyni samt að vera sterk svo systir mín, litli bróðir og móðir séu ekki hrædd. Eg reyni að láta þeim líða eins og allt sé óhætt“, sagði Fidaa.Fidaa segir almenning á Gaza standa með andspyrnu herskárra hreyfinga en ekki eingöngu Hamas. Hóparnir séu margir og samstilltir. Fólkið styðji ekki neinn sérstakan stjórnmálaflokk eða Hamas sérstaklega heldur þá sem haldi uppi vörnum og andspyrnu gegn árásum Ísraels. Gasa Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Fljótt eftir að fimm klukkustunda vopnahlé Hamas og Ísraelshers var aflétt í dag hófust árásir á ný og 3 börn biðu bana í Gaza borg. Um 227 hafa fallið á Gaza í loftárásum Ísraels, samkvæmt palestínskum yfirvöldum, á síðustu tíu dögum. Almenningur sótti nauðþurftir Árásarhlé stóð frá 10 til 15 í dag, eða frá 7 í morgun til hádegis að íslenskum tíma. Með því var íbúum Gaza gert kleift að verða sér úti um nauðsynjar. Vopnahléð hélst að frá töldum þremur eldflaugum sem var varpað frá Gaza að Ísrael en hvorki Hamas né Ísraelsher brugðust við því. Í morgun, áður en vopnhléð hófst, dóu þrír á Gaza og fjórir særðust þegar ísraelskir hermenn skutu á hús í íbúðarhverfi. Þá var sprengju varpað á hóp herskárra palestínskra manna sem teknir voru í undirgöngum við landamærin við Ísrael eldsnemma í morgun, svo einn fórst.Úr Háskóla Íslands heim til Gaza Fidaa Zaanin, 25 ára býr á Gaza. Hún fór heim fyrir rétt um mánuði eftir tæplega hálft ár hér á landi þar sem hún stundaði nám við Háskóla Íslands í jafnréttisfræðum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hún sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö í dag að fólk hafa nýtt árásarhléð í dag til að hvíla sig og komast undir bert loft. Annars eru linnulausar sprengingar utan dyra við heimili hennar í Beit Hanoun, rétt við landamæri Ísraels, í norðurhluta Gaza.Ekki hætt sér útStöð tvö ræddi við Fiduu þegar sprengjur voru farnar að falla aftur, um klukkutíma eftir að vopnahlénu var aflétt. „Ég heyrði rétt í þessu sprengingar, ég hef ekki farið út í sex eða sjö daga undanfarið því það er hvergi öruggt á Gaza, það er mjög hættulegt að fara út. Allir eru svo hræddir og í hvert sinn sem ég heyri í sprengjunum hugsa ég hvort þetta hafi verið hús frænda míns, vinar eða annarra sem standa mér nærri og reyni að sjá út um gluggan hvar sprengjan lenti“, sagði Fidaa. Hún og fjölskyldan hafa þó verið í hættu, fyrir nokkrum dögum féll sprengja í götunni þeirra, um 100 metrum frá húsi Fiduu sem þakið skemmdist og fleira.„Margir vinir mínir hafa látist en enginn náinn fjölskyldumeðlimur. Borgin er samt mjög þéttbyggð og samfélagið þekkist vel innbyrðis, við erum um 40 þúsund íbúar í Beit Hanoun á mjög litlu svæði. Við erum komin aftur inn í hús eftir að hafa farið út að kaupa mat og fleira en það er hins vegar ekkert rafmagn.“„Ekki eðlilegt að lifa svona“ Fidaa segir að þetta líf sé óeðlilegt. Þótt ýmislegt venjist í svo hörmulegum aðstæðum sé það alls ekki í lagi. „Ég er hrædd um að missa einhvern af ástvinum mínum“, sagði hún. „Ég held mig frá gluggunum heima fyrir því ef þeir springja get ég slasast, þótt sprengjan lengi ekki endilega á mínu húsi“. Ég reyni samt að vera sterk svo systir mín, litli bróðir og móðir séu ekki hrædd. Eg reyni að láta þeim líða eins og allt sé óhætt“, sagði Fidaa.Fidaa segir almenning á Gaza standa með andspyrnu herskárra hreyfinga en ekki eingöngu Hamas. Hóparnir séu margir og samstilltir. Fólkið styðji ekki neinn sérstakan stjórnmálaflokk eða Hamas sérstaklega heldur þá sem haldi uppi vörnum og andspyrnu gegn árásum Ísraels.
Gasa Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira