Van Gaal: Ég stefni alltaf á fyrsta sæti Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. júlí 2014 14:40 Louis van Gaal á blaðamannafundinum í dag. vísir/getty Hollendingurinn Louis van Gaal var kynntur til sögunnar sem nýr knattspyrnustjóri Manchester United á blaðamannafundi á Old Trafford í dag. Hann sagði United vera stærsta félag heims þar sem það er þekkt um víða veröld, en ekki væri hægt að líta á það sem besta liðið í úrvalsdeildinni þar sem United endaði í sjöunda sæti á síðustu leiktíð. Van Gaal gekk inn í salinn í dag ásamt Bobby Charlton, goðsögn í lifanda lífi á Old Trafford, og beindi fyrstu orðum sínum að heimsmeistaranum fyrrverandi. „Fyrst og fremst vil ég þakka Bobby Charlton, Sir Bobby Charlton. Ég hef komið á Old Trafford áður með Barcelona og Bayern en að rölta um völlinn með Sir Bobby Charlton er mikill heiður og ég er stoltur að hafa fengið að vera með honum,“ sagði Van Gaal. Aðspurður hvers stuðningsmenn United mega búast við af honum sagði Van Gaal: „Ég mun gera mitt allra besta. Það er aldrei hægt að spá í neitt því maður veit aldrei hvað gerist. Þetta er stærsta félag í heimi og ég veit hversu miklu máli stuðningsaðilarnir og stuðningsmennirnir skipta.“ „Nú þarf ég að fara að undirbúa lið og aðlagast þessu stóra félagi. Það verður ekki auðvelt en ég mun gera mitt allra besta. Þegar litið er yfir ferilinn minn er hægt að sjá hvað ég hef unnið. Framtíðin leiðir svo í ljós hvort ég geti haldið áfram að vinna.“Van Gaal sagði það mikinn heiður að kynnast Bobby Charlton.vísir/gettyHollendingurinn ítrekaði margsinnis að United væri stærsta félag heims þar sem það er svo þekkt og allir vita hvað United er. En hvað varðar árangur liðsins á síðustu leiktíð hafði hann þetta að segja: „Þetta er stærsta félagið því það er þekkt um allan heim. En við vitum að í íþróttum ertu aldrei stærstur því þú þarft að sanna þig á hverju einasta ári. Á síðustu leiktíð var United í 7. sæti og því er það ekki besta liðið eða stærsta félagið.“ „Þetta er mikil áskorun vegna stærðar félagsins, en ég þjálfaði Ajax sem er stærst í Hollandi, Barcelona sem er stærst á Spáni og Bayern München sem er stærst í Þýskalandi. Núna er ég hjá United sem er númer eitt á Englandi. Vonandi get ég staðið undir væntingum stuðningsmannana.“Van Gaal stýrði Hollandi í þriðja sætið á HM.vísir/gettyUnited hefur keypt Luke Shaw og Ander Herrera í sumar, en nú vill Van Gaal sjá hvernig leikmennirnir standa sig undir hans stjórn áður en fleiri verða keyptir. „Mín aðferð er alltaf eins. Ég vil sjá leikmennina fyrstu 3-4 vikurnar og svo kaupi ég kannski fleiri menn. Shaw og Herrera voru á listanum og ég gaf samþykki fyrir því þeir eru góðir leikmenn. En nú vil ég sjá menn spila eftir minni aðferð,“ sagði Van Gaal. „Eigandinn og stjórnarformaðurinn hafa mikla trú á mér. Ég útskýrði fyrir þeim mína aðferð og þeir voru spenntir fyrir henni. Þess vegna er ég hérna. Svo þurfum við bara að bíða og sjá hvort ég standi undir væntignum.“ Aðspurður hver yrði fyrirliði sagði Van Gaal að allir leikmenn lisðins kæmu til greina. „Ég þarf að kynnast leikmönnunum fyrst þannig ég mun nota nokkrar vikur í að vinna út úr því. Það skiptir mig samt miklu máli hver er fyrirliði,“ sagði Van Gaal sem ætlar að finna störf fyrir Nicky Butt, PhilNeville og PaulScholes hjá félaginu.Van Gaal og Bobby Charlton með nýju United-treyjuna í dag.vísir/gettyManchester United endaði í sjöunda sæti á síðustu leiktíð og var Van Gaal spurður á blaðamannafundinum hvort fjórða sætið, Meistaradeildarsæti, væri lágmarks krafa á næstu leiktíð. „Ég stefni alltaf á fyrsta sæti en ekki fjórða sæti,“ sagði Van Gaal en ítrekaði enn og aftur að ekki væri hægt að spá í hvað myndi gerast fótboltanum. „Nú þarf ég bara að sjá hvernig leikmennirnir spila undir minni aðferð og hversu fljótir þeir verða að skilja hana. Ég hef ekki unnið með flestum þeirra þannig við þurfum að sjá hvort leikmennirnir og þjálfarinn smelli,“ sagði Van Gaal. Nýi knattspyrnustjórinn er nýkominn af HM með Hollandi þar sem hann náði þriðja sæti. Hann sagðist hafa verið til í að fara í frí en það kom ekki til greina. Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Hollendingurinn Louis van Gaal var kynntur til sögunnar sem nýr knattspyrnustjóri Manchester United á blaðamannafundi á Old Trafford í dag. Hann sagði United vera stærsta félag heims þar sem það er þekkt um víða veröld, en ekki væri hægt að líta á það sem besta liðið í úrvalsdeildinni þar sem United endaði í sjöunda sæti á síðustu leiktíð. Van Gaal gekk inn í salinn í dag ásamt Bobby Charlton, goðsögn í lifanda lífi á Old Trafford, og beindi fyrstu orðum sínum að heimsmeistaranum fyrrverandi. „Fyrst og fremst vil ég þakka Bobby Charlton, Sir Bobby Charlton. Ég hef komið á Old Trafford áður með Barcelona og Bayern en að rölta um völlinn með Sir Bobby Charlton er mikill heiður og ég er stoltur að hafa fengið að vera með honum,“ sagði Van Gaal. Aðspurður hvers stuðningsmenn United mega búast við af honum sagði Van Gaal: „Ég mun gera mitt allra besta. Það er aldrei hægt að spá í neitt því maður veit aldrei hvað gerist. Þetta er stærsta félag í heimi og ég veit hversu miklu máli stuðningsaðilarnir og stuðningsmennirnir skipta.“ „Nú þarf ég að fara að undirbúa lið og aðlagast þessu stóra félagi. Það verður ekki auðvelt en ég mun gera mitt allra besta. Þegar litið er yfir ferilinn minn er hægt að sjá hvað ég hef unnið. Framtíðin leiðir svo í ljós hvort ég geti haldið áfram að vinna.“Van Gaal sagði það mikinn heiður að kynnast Bobby Charlton.vísir/gettyHollendingurinn ítrekaði margsinnis að United væri stærsta félag heims þar sem það er svo þekkt og allir vita hvað United er. En hvað varðar árangur liðsins á síðustu leiktíð hafði hann þetta að segja: „Þetta er stærsta félagið því það er þekkt um allan heim. En við vitum að í íþróttum ertu aldrei stærstur því þú þarft að sanna þig á hverju einasta ári. Á síðustu leiktíð var United í 7. sæti og því er það ekki besta liðið eða stærsta félagið.“ „Þetta er mikil áskorun vegna stærðar félagsins, en ég þjálfaði Ajax sem er stærst í Hollandi, Barcelona sem er stærst á Spáni og Bayern München sem er stærst í Þýskalandi. Núna er ég hjá United sem er númer eitt á Englandi. Vonandi get ég staðið undir væntingum stuðningsmannana.“Van Gaal stýrði Hollandi í þriðja sætið á HM.vísir/gettyUnited hefur keypt Luke Shaw og Ander Herrera í sumar, en nú vill Van Gaal sjá hvernig leikmennirnir standa sig undir hans stjórn áður en fleiri verða keyptir. „Mín aðferð er alltaf eins. Ég vil sjá leikmennina fyrstu 3-4 vikurnar og svo kaupi ég kannski fleiri menn. Shaw og Herrera voru á listanum og ég gaf samþykki fyrir því þeir eru góðir leikmenn. En nú vil ég sjá menn spila eftir minni aðferð,“ sagði Van Gaal. „Eigandinn og stjórnarformaðurinn hafa mikla trú á mér. Ég útskýrði fyrir þeim mína aðferð og þeir voru spenntir fyrir henni. Þess vegna er ég hérna. Svo þurfum við bara að bíða og sjá hvort ég standi undir væntignum.“ Aðspurður hver yrði fyrirliði sagði Van Gaal að allir leikmenn lisðins kæmu til greina. „Ég þarf að kynnast leikmönnunum fyrst þannig ég mun nota nokkrar vikur í að vinna út úr því. Það skiptir mig samt miklu máli hver er fyrirliði,“ sagði Van Gaal sem ætlar að finna störf fyrir Nicky Butt, PhilNeville og PaulScholes hjá félaginu.Van Gaal og Bobby Charlton með nýju United-treyjuna í dag.vísir/gettyManchester United endaði í sjöunda sæti á síðustu leiktíð og var Van Gaal spurður á blaðamannafundinum hvort fjórða sætið, Meistaradeildarsæti, væri lágmarks krafa á næstu leiktíð. „Ég stefni alltaf á fyrsta sæti en ekki fjórða sæti,“ sagði Van Gaal en ítrekaði enn og aftur að ekki væri hægt að spá í hvað myndi gerast fótboltanum. „Nú þarf ég bara að sjá hvernig leikmennirnir spila undir minni aðferð og hversu fljótir þeir verða að skilja hana. Ég hef ekki unnið með flestum þeirra þannig við þurfum að sjá hvort leikmennirnir og þjálfarinn smelli,“ sagði Van Gaal. Nýi knattspyrnustjórinn er nýkominn af HM með Hollandi þar sem hann náði þriðja sæti. Hann sagðist hafa verið til í að fara í frí en það kom ekki til greina.
Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira