Enski boltinn

Gylfi spenntur fyrir Bandaríkjaför

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Tottenham hélt í gær á leið til Bandaríkjanna þar sem liðið mun spila þrjá æfingaleiki.

Gylfi Þór Sigurðsson er með í för en liðið flaug til Seattle í gærkvöldi. Liðið leikur þar leik gegn MLS-liðinu Sounders á laugardaginn.

„Undirbúningstímabilið heppnaðist virkilega vel þegar við fórum síðast til Bandaríkjanna og vonandi verður það sama upp á teningnum nú,“ sagði Gylfi í samtali við heimasíðu Tottenham.

„Við munum mæta sterkum liðum úr MLS-deildinni og þau eru hálfnuð með sín keppnistímabil og það skiptir máli,“ bætti hann við en auk Sounders mun Tottenham mæta Toronto FC og Chicago Fire síðar í mánuðinum.

„Þetta snýst allt um að leggja mikið á sig og vonandi verðum við vel staddir þegar tímabilið hefst.“

Gylfi hefur verið orðaður við Crystal Palace í enskum fjölmiðlum að undanförnu.


Tengdar fréttir

Swansea hafnaði því að fá Gylfa

Tottenham virðist ætla að reyna að losna við Gylfa Þór Sigurðsson í sumar en félagið bauð hann í skiptum fyrir tvo leikmenn Swansea.

Gylfi að fá nýjan stjóra

Það bendir flest til þess að Argentínumaðurinn Mauricio Pochettino verði næsti stjóri Tottenham.

Sherwood rekinn frá Tottenham

Gylfi Þór Sigurðsson fær nýjan knattspyrnustjóra í sumar því Tottenham nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi Tims Sherwoods og sagði honum upp störfum í dag.

Gylfi Þór orðaður við Napoli

Ítalskir fjölmiðlar segja að forráðamenn ítalska úrvalsdeildarfélagsins Napoli hafi augastað á Gylfa Þór Sigurðssyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×