„Myndbandið er einskonar óður til tíunda áratugarins“ Baldvin Þormóðsson skrifar 15. júlí 2014 13:13 Strákarnir segjast vera sökkerar fyrir góðum sub-kúltúr. mynd/skjáskot „Myndbandið er einskonar óður til tíunda áratugarins, allaveganna klæðaburðurinn,“ segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur rappsveitarinnar Úlfur Úlfur ásamt Helga Sæmundi en sveitin gaf nýverið út tónlistarmyndband við lagið Tarantúlur og var það Magnús Leifsson sem leikstýrði myndbandinu. „Við erum sökkerar fyrir góðum subkúltúr og þau sem sækja Bíladaga eru einstakur kúltúr,“ segir Arnar en myndbandið var tekið upp á einni helgi á Bíladögum á Akureyri. „Þessir gæjar gera svo magnaða hluti svo hversdagslega, það eru einhver skot af gæja sem er að spóla í kringum okkur og hann blikkar ekki einu sinni við það,“ segir Arnar. „Það eru örugglega einhverjir sem halda að við höfum fengið áhættubílstjóra í myndbandið en þetta eru í alvörunni bara gæjar á bíladögum.“ Í myndbandinu klæðast þeir félagar í rappsveitinni fatnaði sem minnir helst á tíunda áratuginn en má þar til dæmis nefna gamlan Cheerios-bol og bol merktum Vatnaskógi frá árinu 1997. „Þetta eru allt saman bolir af Magga Leifs,“ segir Arnar. „Hann er mjög hrifinn af þessum áratug og safnar hlutum sem tengjast því.“ Í nýju lagi sveitarinnar má einnig sjá aukameðlim hana Eddu Borg Stefánsdóttur, sem er gömul vinkona félagana frá Sauðárkróki. „Hún hefur aldrei rappað eða neitt en hún er bara með swag frá náttúrunnar hendi,“ segir Arnar. „Ég hugsaði strax að hún geti pottþétt rappað.“ Nýja myndbandið má sjá hér að neðan en ný plata frá drengjunum er væntanleg í október. Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Myndbandið er einskonar óður til tíunda áratugarins, allaveganna klæðaburðurinn,“ segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur rappsveitarinnar Úlfur Úlfur ásamt Helga Sæmundi en sveitin gaf nýverið út tónlistarmyndband við lagið Tarantúlur og var það Magnús Leifsson sem leikstýrði myndbandinu. „Við erum sökkerar fyrir góðum subkúltúr og þau sem sækja Bíladaga eru einstakur kúltúr,“ segir Arnar en myndbandið var tekið upp á einni helgi á Bíladögum á Akureyri. „Þessir gæjar gera svo magnaða hluti svo hversdagslega, það eru einhver skot af gæja sem er að spóla í kringum okkur og hann blikkar ekki einu sinni við það,“ segir Arnar. „Það eru örugglega einhverjir sem halda að við höfum fengið áhættubílstjóra í myndbandið en þetta eru í alvörunni bara gæjar á bíladögum.“ Í myndbandinu klæðast þeir félagar í rappsveitinni fatnaði sem minnir helst á tíunda áratuginn en má þar til dæmis nefna gamlan Cheerios-bol og bol merktum Vatnaskógi frá árinu 1997. „Þetta eru allt saman bolir af Magga Leifs,“ segir Arnar. „Hann er mjög hrifinn af þessum áratug og safnar hlutum sem tengjast því.“ Í nýju lagi sveitarinnar má einnig sjá aukameðlim hana Eddu Borg Stefánsdóttur, sem er gömul vinkona félagana frá Sauðárkróki. „Hún hefur aldrei rappað eða neitt en hún er bara með swag frá náttúrunnar hendi,“ segir Arnar. „Ég hugsaði strax að hún geti pottþétt rappað.“ Nýja myndbandið má sjá hér að neðan en ný plata frá drengjunum er væntanleg í október.
Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira