Sævar Freyr Þráinsson nýr forstjóri 365 Tinni Sveinsson skrifar 14. júlí 2014 15:12 Sævar Freyr gegndi áður stöðu forstjóra Símans. Vísir/Daníel Sævar Freyr Þráinsson hefur verið ráðinn forstjóri 365 og tekur við starfinu af Ara Edwald. Sævar Freyr hóf nýlega störf hjá 365 og var áður forstjóri Símans. Ari Edwald verður stjórn og nýjum forstjóra til ráðgjafar næstu mánuði. „Sævar Freyr hefur mikla reynslu í rekstri og þekkingu sem mun nýtast 365 á spennandi tímum. Með honum höfum við fengið inn mann sem er þekktur fyrir faglega stjórnun, mann sem hefur verið forstjóri í einu stærsta fyrirtæki landsins. Við höfum háleit markmið fyrir hönd 365 og vitum að Sævar Freyr er einmitt maðurinn til að leiða starfsmenn og félagið áfram til frekari landvinninga. 365 hefur góða stöðu á markaði og reksturinn hefur gengið ágætlega undanfarin ár. Við teljum því allar forsendur til þess að félagið geti dafnað vel. Fyrir hönd 365 vil ég þakka Ara Edwald störf hans í þágu félagsins á undanförnum átta árum. Félagið hefur vaxið undir hans stjórn og haslað sér völl á nýjum sviðum,“ segir Ingibjörg S. Pálmadóttir, stjórnarformaður 365. „Það eru ákveðin tímamót hjá 365 miðlum um þessar mundir með endurfjármögnun og hlutafjáraukningu og frekari áherslu á þeim nýjum sviðum sem grunnur hefur verið lagður að, svo sem í fjarskiptum. Þetta er því ágætur tími til að söðla um. Ráðning Sævars Freys sem aðstoðarforstjóra var undirbúningur að frekari breytingum á forystu félagsins og ég treysti honum mjög vel til að leiða fyritækið áfram. Þótt róðurinn hafi stundum verið þungur undanfarin ár var siglingin alltaf skemmtileg með frábæru samstarfsfólki, sem ég er þakklátur fyrir að hafa unnið með. Fyrirtækið og vörumerki þess hafa aldrei staðið betur en um þessar mundir og ég kveð fyrirtækið með stolti,“ segir Ari Edwald, fráfarandi forstjóri 365. „Það er mjög spennandi verkefni að taka við stjórnartaumunum í 365 á þessum tímapunkti. Við búum að afar hæfu starfsfólki, öflugum miðlum og ekki síst góðum viðskiptavinum til langs tíma. Þetta er sterkur grunnur til framtíðar, en það er sameiginlegt verkefni okkar allra sem hér störfum að bjóða viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu á hagstæðu verði. Ég hlakka til að vinna með öflugu samstarfsfólki sem ég er rétt byrjaður að kynnast. Okkar verkefni verður að efla þjónustuframboð í fjarskipta- og efnisþjónustu og nýta vel þau vaxtartækifæri sem félagið hefur,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, nýráðinn forstjóri 365. Í spilaranum efst í fréttinni má heyra viðtal við Sævar úr Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Í fréttatilkynningu frá 365 kemur eftirfarandi fram um Sævar Frey:Sævar Freyr lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1995. Hann er 43 ára gamall, kvæntur Hafdísi Hannesdóttur geislafræðingi og eiga þau 3 börn.Sævar Freyr starfaði hjá Símanum frá 1995. Hann var forstjóri Símans í rúm sex ár þar til í febrúar á þessu ári. Sævar Freyr var þar áður framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og á undan því framkvæmdastjóri farsímasviðs. Fram að því hafði Sævar Freyr stýrt ýmsum deildum Símans og borið m.a. ábyrgð á þróun, sölu, markaðsmálum, vörustjórnun, viðskiptastýringu og gagnalausnum. Sævar Freyr hefur setið í stjórn tólf upplýsingatækni- og fjarskipta fyrirtækja í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Bretlandi og á Íslandi ásamt því að hafa einnig verið í stjórn íslenska Sjávarklasans og Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar.Sævar Freyr er Skagamaður og situr í stjórn Viðskiptaráðs, knattspyrnufélags ÍA, hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og er í ferða- og atvinnumálanefnd Akraneskaupstaðar.Sú reynsla og þekking sem Sævar Freyr hefur mun nýtast félaginu vel á spennandi tímum. Með ráðningu á Sævari Frey sé 365 að fá mann með mikla reynslu af rekstri, þekktur fyrir faglega stjórnun, verið leiðtogi í stóru og öflugu fyrirtæki í kviku samkeppnisumhverfi. Við hjá 365 erum með stór markmið um vöxt og er Sævar Freyr rétti maðurinn til að leiða fyrirtækið. Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira
Sævar Freyr Þráinsson hefur verið ráðinn forstjóri 365 og tekur við starfinu af Ara Edwald. Sævar Freyr hóf nýlega störf hjá 365 og var áður forstjóri Símans. Ari Edwald verður stjórn og nýjum forstjóra til ráðgjafar næstu mánuði. „Sævar Freyr hefur mikla reynslu í rekstri og þekkingu sem mun nýtast 365 á spennandi tímum. Með honum höfum við fengið inn mann sem er þekktur fyrir faglega stjórnun, mann sem hefur verið forstjóri í einu stærsta fyrirtæki landsins. Við höfum háleit markmið fyrir hönd 365 og vitum að Sævar Freyr er einmitt maðurinn til að leiða starfsmenn og félagið áfram til frekari landvinninga. 365 hefur góða stöðu á markaði og reksturinn hefur gengið ágætlega undanfarin ár. Við teljum því allar forsendur til þess að félagið geti dafnað vel. Fyrir hönd 365 vil ég þakka Ara Edwald störf hans í þágu félagsins á undanförnum átta árum. Félagið hefur vaxið undir hans stjórn og haslað sér völl á nýjum sviðum,“ segir Ingibjörg S. Pálmadóttir, stjórnarformaður 365. „Það eru ákveðin tímamót hjá 365 miðlum um þessar mundir með endurfjármögnun og hlutafjáraukningu og frekari áherslu á þeim nýjum sviðum sem grunnur hefur verið lagður að, svo sem í fjarskiptum. Þetta er því ágætur tími til að söðla um. Ráðning Sævars Freys sem aðstoðarforstjóra var undirbúningur að frekari breytingum á forystu félagsins og ég treysti honum mjög vel til að leiða fyritækið áfram. Þótt róðurinn hafi stundum verið þungur undanfarin ár var siglingin alltaf skemmtileg með frábæru samstarfsfólki, sem ég er þakklátur fyrir að hafa unnið með. Fyrirtækið og vörumerki þess hafa aldrei staðið betur en um þessar mundir og ég kveð fyrirtækið með stolti,“ segir Ari Edwald, fráfarandi forstjóri 365. „Það er mjög spennandi verkefni að taka við stjórnartaumunum í 365 á þessum tímapunkti. Við búum að afar hæfu starfsfólki, öflugum miðlum og ekki síst góðum viðskiptavinum til langs tíma. Þetta er sterkur grunnur til framtíðar, en það er sameiginlegt verkefni okkar allra sem hér störfum að bjóða viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu á hagstæðu verði. Ég hlakka til að vinna með öflugu samstarfsfólki sem ég er rétt byrjaður að kynnast. Okkar verkefni verður að efla þjónustuframboð í fjarskipta- og efnisþjónustu og nýta vel þau vaxtartækifæri sem félagið hefur,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, nýráðinn forstjóri 365. Í spilaranum efst í fréttinni má heyra viðtal við Sævar úr Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Í fréttatilkynningu frá 365 kemur eftirfarandi fram um Sævar Frey:Sævar Freyr lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1995. Hann er 43 ára gamall, kvæntur Hafdísi Hannesdóttur geislafræðingi og eiga þau 3 börn.Sævar Freyr starfaði hjá Símanum frá 1995. Hann var forstjóri Símans í rúm sex ár þar til í febrúar á þessu ári. Sævar Freyr var þar áður framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og á undan því framkvæmdastjóri farsímasviðs. Fram að því hafði Sævar Freyr stýrt ýmsum deildum Símans og borið m.a. ábyrgð á þróun, sölu, markaðsmálum, vörustjórnun, viðskiptastýringu og gagnalausnum. Sævar Freyr hefur setið í stjórn tólf upplýsingatækni- og fjarskipta fyrirtækja í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Bretlandi og á Íslandi ásamt því að hafa einnig verið í stjórn íslenska Sjávarklasans og Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar.Sævar Freyr er Skagamaður og situr í stjórn Viðskiptaráðs, knattspyrnufélags ÍA, hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og er í ferða- og atvinnumálanefnd Akraneskaupstaðar.Sú reynsla og þekking sem Sævar Freyr hefur mun nýtast félaginu vel á spennandi tímum. Með ráðningu á Sævari Frey sé 365 að fá mann með mikla reynslu af rekstri, þekktur fyrir faglega stjórnun, verið leiðtogi í stóru og öflugu fyrirtæki í kviku samkeppnisumhverfi. Við hjá 365 erum með stór markmið um vöxt og er Sævar Freyr rétti maðurinn til að leiða fyrirtækið.
Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira