Enski boltinn

Markovic í læknisskoðun hjá Liverpool

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Serbneski kantmaðurinn Lazar Markovic gekkst undir læknisskoðun hjá Liverpool í dag og er talið að gengið verði frá kaupnum á honum frá Benfica á næstu klukkutímum. Markovic kvaddi stuðningsmenn Benfica á opinberri Facebook-síðu sinni um helgina.

Hinn 20 árs gamli Markovic hefur nú þegar leikið 12 landsleiki fyrir Serbíu en hann var einn af lykilleikmönnum Benfica á tímabilinu. Félagið vann portúgölsku deildina í ár ásamt því að komast í úrslit Evrópudeildarinnar.

Markovic verður fjórði leikmaðurinn sem gengur til liðs við Liverpool í sumar á eftir Rickie Lambert, Adam Lallana og Emre Can en greinilegt er að Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool leggur áherslu á að styrkja hópinn fyrir átökin sem eru framundan.

Þá er gert ráð fyrir að félagsskipti Luis Suárez til Barcelona verði endanlega staðfest á næstu dögum en leikmaðurinn ferðaðist til Barcelona í dag. Hann mun gangast undir læknisskoðun á næstu dögum áður en gengið verður frá kaupunum en hann er talinn hafa nú þegar samþykkt samningstilboð Barcelona.


Tengdar fréttir

Tilboð Barcelona í Suárez samþykkt

Liverpool staðfesti rétt í þessu að félagið hefði samþykkt tilboð Barcelona í Luis Suárez. Suárez sem er 27 ára hefur samþykkt undir fimm ára samning hjá Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×