Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - Keflavík 3-1 | Víkingur í toppbaráttuna Guðmundur Marinó Ingvarsson á Víkingsvelli skrifar 14. júlí 2014 14:51 Úr leik liðanna í kvöld. Vísir/arnþór Víkingur lagði Keflavík 3-1 í skemmtilegum og góðum fótboltaleik í Víkinni í kvöld í uppgjöri spútnikliða Pepsí deildar karla.Aron Elís Þrándarson sá um Keflavík í kvöld en hann skoraði tvö fyrstu mörk Víkings í leiknum og lagði upp það þriðja þegar Agnar Darri Sverrisson fylgdi eftir skoti hans sem fór í báðar stangirnar. Leikurinn var mjög fjörugur og bæði lið í sóknarhugleiðingum með fljóta og leikna leikmenn í sínum liðum. Víkingur byrjaði öllu betur en Keflavík komst inn í leikinn er leið á fyrri hálfleik og jafnaði metin skömmu fyrir hálfleik þegar Hörður Sveinsson skoraði. Keflavík byrjaði seinni hálfleikinn af krafti en Víkingur náði fljótt tökum á leiknum aftur og vann að lokum sannfærandi sigur sem hefði hæglega getað orðið enn stærri því Víkingur fékk fjölda færa þegar Keflavík færði sig framar eftir að l enda undir öðru sinni í leiknum. Aron Elís fékk meira pláss í seinni hálfleik þegar hann færði sig aftar á völlinn eftir að hafa byrjað í fremstu víglínu og réð Keflavík ekkert við leikmanninn unga. Með sigrinum fór Víkingur upp fyrir Keflavík í fjórða sæti deildarinnar en nú þegar deildin er hálfnuð er liðið með 19 stig líkt og KR en með lakara markahlutfall. Keflavík er þremur stigum á eftir í fimmta sæti deildarinnar en það voru nýliðar Víkings sem stimpluðu sig inn í toppbaráttuna með sigrinum í kvöld. Aron Elís: Erum nokkurn vegin á pari„Við áttum í vandræðum í byrjun en þegar það fór að líða á leikinn þá fannst mér við ná góðum tökum á þessu,“ sagði Aron Elís Þrándarson hetja Víkings í kvöld. „Við náðum að skora gott mark en fengum klaufalegt mark í bakið en ákváðum að koma af krafti í seinni hálfleik og klára þetta,“ sagði Aron sem lék bæði fremstur og á miðjunni í dag. „Ég kann betur við mig á miðjunni, ég viðurkenni það en ég leysi það sem þjálfarinn biður mig um að leysa. Hann sagði mér fara aðeins niður á miðjuna og það gekk betur þar. „Ég er ánægður með þessi mörk og það var leiðnilegt að ná ekki þrennunni en Aggi (Agnar Darri) var klár til að pota þessu inn. Við náðum að klára þetta í 3-1 og það var mikilvægt,“ sagði Aron Elís. Nýliðar Víkings hafa komið mörgum á óvart með að ná í 19 stig í fyrri umferð Íslandsmótsins í sumar en árangur kemur Aroni lítið á óvart. „Mér líst vel á þetta og þetta er búið að ganga ágætlega. Þetta er nokkurn vegin á pari hjá okkur. Við settum okkur háleit markmið og við erum staðráðnir í að ná þeim,“ sagði Aron sem gat ekkert gefið upp þær sögusagnir að hann sé á leið í atvinnumennsku áður en langt um líður. Kristján: Hvet alla til að fara á völlinn og horfa á Aron spila fótbolta„Liðin voru að spila um að komast í þriðja sæti og það var Víkingur sem tryggði sér það með því að vinna okkur nokkuð örugglega í kvöld,“ sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur. „Við byrjum leikinn mjög illa og eigum erfitt með að koma okkur inn í hann en okkur tekst það undir lokin með að skora gott mark og erum ágætir í upphafi seinni hálfleiks en svo fjaraði undan okkur. „Við reyndum að pressa og færa liði ofar eftir að við lentum 2-1 undir en það þýddi bara að við fengum á okkur þriðja markið,“ sagði Kristján en þetta var annað tap Keflavíkur í röð en í millitíðinni tryggði liðið sér sæti í undanúrslitum bikarsins. „Það vantar stöðugleika. Við þurfum að vera með kveikt á öllu á milli leikja og nokkra leiki í röð.“ Kristján Guðmundsson fór fögrum orðum um frammistöðu Arons Elís Þrándarsonar eftir leikinn og naut þess að horfa á hann spila eins og aðrir sem á leikinn horfðu. „Aron Elís vann þennan leik. Það var frábært að sjá hann spila og það er ekki annað hægt en að vera ánægður og glaður að sjá strákinn spila fótbolta á Íslandi. Ég hvet alla til að fara á völlinn og horfa á hann á meðan hann er á landinu. Hann spilaði fantagóðan leik og við réðum ekkert við hann á miðjunni.“ Keflavík er með 16 stig eftir fyrri umferðina og var sigri í kvöld frá því að lyfta sér í þriðja sæti deildarinnar. „Fyrir mótið setjum við það upp að vera fyrir ofan miðjustrikið og við höfum verið það allt mótið. Leikurinn var upp á það að komast í þriðja sætið á markatölu og það tókst ekki og núna erum við að dragast aftur nær miðjumoðinu og við höfum engan áhuga á því. „Við þurfum að sýna betur, leik eftir leik, hvað það er sem kom liðinu í þessa stöðu. Við erum með hluti í liðinu sem virka vel og geta unnið leiki eins og þennan. Við þurfum bara að vera með kveikt á öllu og við getum það. Við komum til baka. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Handbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Víkingur lagði Keflavík 3-1 í skemmtilegum og góðum fótboltaleik í Víkinni í kvöld í uppgjöri spútnikliða Pepsí deildar karla.Aron Elís Þrándarson sá um Keflavík í kvöld en hann skoraði tvö fyrstu mörk Víkings í leiknum og lagði upp það þriðja þegar Agnar Darri Sverrisson fylgdi eftir skoti hans sem fór í báðar stangirnar. Leikurinn var mjög fjörugur og bæði lið í sóknarhugleiðingum með fljóta og leikna leikmenn í sínum liðum. Víkingur byrjaði öllu betur en Keflavík komst inn í leikinn er leið á fyrri hálfleik og jafnaði metin skömmu fyrir hálfleik þegar Hörður Sveinsson skoraði. Keflavík byrjaði seinni hálfleikinn af krafti en Víkingur náði fljótt tökum á leiknum aftur og vann að lokum sannfærandi sigur sem hefði hæglega getað orðið enn stærri því Víkingur fékk fjölda færa þegar Keflavík færði sig framar eftir að l enda undir öðru sinni í leiknum. Aron Elís fékk meira pláss í seinni hálfleik þegar hann færði sig aftar á völlinn eftir að hafa byrjað í fremstu víglínu og réð Keflavík ekkert við leikmanninn unga. Með sigrinum fór Víkingur upp fyrir Keflavík í fjórða sæti deildarinnar en nú þegar deildin er hálfnuð er liðið með 19 stig líkt og KR en með lakara markahlutfall. Keflavík er þremur stigum á eftir í fimmta sæti deildarinnar en það voru nýliðar Víkings sem stimpluðu sig inn í toppbaráttuna með sigrinum í kvöld. Aron Elís: Erum nokkurn vegin á pari„Við áttum í vandræðum í byrjun en þegar það fór að líða á leikinn þá fannst mér við ná góðum tökum á þessu,“ sagði Aron Elís Þrándarson hetja Víkings í kvöld. „Við náðum að skora gott mark en fengum klaufalegt mark í bakið en ákváðum að koma af krafti í seinni hálfleik og klára þetta,“ sagði Aron sem lék bæði fremstur og á miðjunni í dag. „Ég kann betur við mig á miðjunni, ég viðurkenni það en ég leysi það sem þjálfarinn biður mig um að leysa. Hann sagði mér fara aðeins niður á miðjuna og það gekk betur þar. „Ég er ánægður með þessi mörk og það var leiðnilegt að ná ekki þrennunni en Aggi (Agnar Darri) var klár til að pota þessu inn. Við náðum að klára þetta í 3-1 og það var mikilvægt,“ sagði Aron Elís. Nýliðar Víkings hafa komið mörgum á óvart með að ná í 19 stig í fyrri umferð Íslandsmótsins í sumar en árangur kemur Aroni lítið á óvart. „Mér líst vel á þetta og þetta er búið að ganga ágætlega. Þetta er nokkurn vegin á pari hjá okkur. Við settum okkur háleit markmið og við erum staðráðnir í að ná þeim,“ sagði Aron sem gat ekkert gefið upp þær sögusagnir að hann sé á leið í atvinnumennsku áður en langt um líður. Kristján: Hvet alla til að fara á völlinn og horfa á Aron spila fótbolta„Liðin voru að spila um að komast í þriðja sæti og það var Víkingur sem tryggði sér það með því að vinna okkur nokkuð örugglega í kvöld,“ sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur. „Við byrjum leikinn mjög illa og eigum erfitt með að koma okkur inn í hann en okkur tekst það undir lokin með að skora gott mark og erum ágætir í upphafi seinni hálfleiks en svo fjaraði undan okkur. „Við reyndum að pressa og færa liði ofar eftir að við lentum 2-1 undir en það þýddi bara að við fengum á okkur þriðja markið,“ sagði Kristján en þetta var annað tap Keflavíkur í röð en í millitíðinni tryggði liðið sér sæti í undanúrslitum bikarsins. „Það vantar stöðugleika. Við þurfum að vera með kveikt á öllu á milli leikja og nokkra leiki í röð.“ Kristján Guðmundsson fór fögrum orðum um frammistöðu Arons Elís Þrándarsonar eftir leikinn og naut þess að horfa á hann spila eins og aðrir sem á leikinn horfðu. „Aron Elís vann þennan leik. Það var frábært að sjá hann spila og það er ekki annað hægt en að vera ánægður og glaður að sjá strákinn spila fótbolta á Íslandi. Ég hvet alla til að fara á völlinn og horfa á hann á meðan hann er á landinu. Hann spilaði fantagóðan leik og við réðum ekkert við hann á miðjunni.“ Keflavík er með 16 stig eftir fyrri umferðina og var sigri í kvöld frá því að lyfta sér í þriðja sæti deildarinnar. „Fyrir mótið setjum við það upp að vera fyrir ofan miðjustrikið og við höfum verið það allt mótið. Leikurinn var upp á það að komast í þriðja sætið á markatölu og það tókst ekki og núna erum við að dragast aftur nær miðjumoðinu og við höfum engan áhuga á því. „Við þurfum að sýna betur, leik eftir leik, hvað það er sem kom liðinu í þessa stöðu. Við erum með hluti í liðinu sem virka vel og geta unnið leiki eins og þennan. Við þurfum bara að vera með kveikt á öllu og við getum það. Við komum til baka.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Handbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira