Enski boltinn

Engu tilboði verið tekið í Kolbein

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Kolbeinn í leik með Ajax.
Kolbeinn í leik með Ajax. Vísir/Getty
Andri Sigþórsson, bróðir Kolbeins Sigþórssonar, kannast ekki við að Ajax hafi samþykkt tilboð QPR í Kolbein. Þetta staðfesti Andri í samtali við Vísi í hádeginu.

Fréttir bárust frá Bretlandi að Ajax hefði samþykkt tilboð QPR upp á fimm milljónir punda og að Kolbeinn væri á leið í samningsviðræður. Andri hafði hinsvegar ekkert heyrt frá Ajax þegar Vísir heyrði í honum.

Andri greindi jafnframt frá því að áhugi væri á Kolbeini úr ensku úrvalsdeildinni og þýsku 1. deildinni en ekkert sem hann gæti greint frá að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×