Útilokum engar dómstólaleiðir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. júlí 2014 12:00 Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. Vísir/Stefán Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir að sambandið sé enn að bíða eftir viðbrögðum Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF. Í síðustu viku sendi HSÍ beiðni til IHF þar sem óskað er eftir útskýringum á þeim breytingum sem gerðar voru á reglum IHF um HM í handbolta og gerði IHF kleift að hleypa Þýskalandi inn á HM í Katar á kostnað Ástralíu. Ástralíu var meinuð þátttaka á HM á þeim forsendum að liðið væri ekki nógu sterkt fyrir keppnina og Þýskalandi veittur þátttökuréttur sem var frátekinn fyrir Eyjaálfu. Ísland var samt sem áður fyrsta varaþjóð Evrópu og hefði samkvæmt þeim reglum sem voru í gildi áður átt að fá sæti Ástralíu. En þeim reglum var breytt fyrir um mánuði síðan, eins og tilkynnt var í síðustu viku. „Við höfum óskað eftir svörum frá IHF. Við viljum sjá reglugerðabreytinguna, hvernig hún var orðuð og rökin á bak við hana. En við höfum engin viðbrögð fengið,“ sagði Guðmundur. Þó svo að svokallað IHF-ráð hafi samþykkt breytingar fimm manna framkvæmdastjórnar segir Guðmundur að HSÍ sé engu að síður að skoða hvort að breytingarnar haldi vatni. „Ráðið hefur heimild til að breyta en við munum skoða mjög vandlega hvort það standist að breyta reglunum eftir að keppnin er hafin. Ég lít svo á að heimsmeistaramótið hafi hafist með forkeppninni.“ „Það bara getur ekki staðist að það sé hægt að breyta reglum í miðri keppni til að bregðast við því að ákveðið lið sé lélegt. Eða þá reglunum um fyrstu varaþjóð þegar það liggur í raun fyrir hver hún ætti að vera.“ Guðmundur segir HSÍ sé nú að skoða þær dómstólaleiðir sem standi til boða. „Það eru tvö dómstig hjá IHF. Annað tekur á agamálum og öðru slíku og svo er gerðardómur. Við erum að kanna hvort að svona mál myndi falla undir slíkan gerðardóm.“ Aðspurður segir Guðmundur að hann útiloki ekki að HSÍ fari með málið fyrir íþróttadómstólinn í Lausanne (e. CAS). „Við útilokum ekkert því okkur finnst þetta alveg galið,“ segir hann. „Þetta snýst ekki um íþróttir heldur eitthvað. Okkur finnst afar óíþróttamannslega að öllu saman staðið.“Arne Elovsson greindi frá þeirri atburðarás sem átti sér stað í aðdraganda reglubreytinganna í samtali við Morgunblaðið um helgina. Guðmundur segir að hann hafi fengið samskonar frásögn frá Elovsson, sem er varaforseti EHF. „Það liggur fyrir að eftir að Þýskaland drógst gegn Póllandi í undankeppni HM var eitthvað sett í gang. Svo þegar Þýskaland tapaði í umspilinu er allt keyrt áfram.“ Guðmundur segir ljóst að það þurfi að bregðast hratt við enda verður dregið í riðla á sunnudaginn. „Vandamálið er að við höfum enn ekki fengið reglugerðarbreytinguna í hendur og því vitum við í raun ekki á hverju þetta er allt saman byggt. Við höfum beðið um þessi gögn og er skrýtið að við fáum engin svör.“ „Ég mun kalla aftur eftir svörum í dag og svo munum við setja niður fyrir okkur hvaða möguleikar standa okkur til boða.“ Handbolti Tengdar fréttir Íþróttaljós: Reglugerðin sem enginn vissi af Alþjóðahandknattleikssambandið breytti reglunum um hvaða þjóð kæmi til vara ef einhver skyldi ekki fá keppnisleyfi, en lét engan vita. Framkvæmdastjóri evrópska sambandsins lætur ritarann svara spurningum fyrir sig. 10. júlí 2014 06:30 Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15 Laug EHF að handboltaforystu Íslands? Framkvæmdastjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins leggur til breytingar í þröngum fimm manna hring sem nánast undantekningalaust eru samþykktar. Aum svör Evrópska handknattleikssambandsins til HSÍ. 11. júlí 2014 06:30 Formaður HSÍ: Vitum ekki um neinar reglubreytingar Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir að ákvörðun IHF um að hleypa Þýskalandi á HM hafi komið sér á óvart. 9. júlí 2014 18:45 Svona var reglunum breytt hjá IHF Varaforseti Handknattleikssambands Evrópu sat fundinn mikilvæga þar sem Þýskalandi var hleypt inn á HM í handbolta. 12. júlí 2014 09:11 Landsliðsþjálfari Ástralíu brjálaður Landsliðsþjálfari Ástrala í handbolta, Daninn Jan Ottosen, vandar forystu alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, ekki kveðjurnar. 10. júlí 2014 15:30 Formaður HSÍ: Fengum ekki fullnægjandi svör Evrópska handknattleikssambandið bendir á Alþjóðasambandið og svarar engu. 10. júlí 2014 10:30 Aron: Ekkert réttlæti - þetta snýst bara um peninga Landsliðsþjálfarinn brjálaður vegna ákvörðunar IHF að senda Þýskaland á HM. 11. júlí 2014 11:00 Ísland á að fara dómstólaleiðina Ritstjóri þýska vikuritsins Handball Woche telur að handboltaforystan á Íslandi eigi að fara með ákvörðun IHF að hleypa Þýskalandi á HM í Katar fyrir dómstóla. 12. júlí 2014 08:00 EHF: Vissum ekki af þessu fyrr en eftir fundinn í gær Evrópska handknattleikssambandið mun skoða ákvörðun Alþjóðasambandsins nánar. 9. júlí 2014 09:48 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir að sambandið sé enn að bíða eftir viðbrögðum Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF. Í síðustu viku sendi HSÍ beiðni til IHF þar sem óskað er eftir útskýringum á þeim breytingum sem gerðar voru á reglum IHF um HM í handbolta og gerði IHF kleift að hleypa Þýskalandi inn á HM í Katar á kostnað Ástralíu. Ástralíu var meinuð þátttaka á HM á þeim forsendum að liðið væri ekki nógu sterkt fyrir keppnina og Þýskalandi veittur þátttökuréttur sem var frátekinn fyrir Eyjaálfu. Ísland var samt sem áður fyrsta varaþjóð Evrópu og hefði samkvæmt þeim reglum sem voru í gildi áður átt að fá sæti Ástralíu. En þeim reglum var breytt fyrir um mánuði síðan, eins og tilkynnt var í síðustu viku. „Við höfum óskað eftir svörum frá IHF. Við viljum sjá reglugerðabreytinguna, hvernig hún var orðuð og rökin á bak við hana. En við höfum engin viðbrögð fengið,“ sagði Guðmundur. Þó svo að svokallað IHF-ráð hafi samþykkt breytingar fimm manna framkvæmdastjórnar segir Guðmundur að HSÍ sé engu að síður að skoða hvort að breytingarnar haldi vatni. „Ráðið hefur heimild til að breyta en við munum skoða mjög vandlega hvort það standist að breyta reglunum eftir að keppnin er hafin. Ég lít svo á að heimsmeistaramótið hafi hafist með forkeppninni.“ „Það bara getur ekki staðist að það sé hægt að breyta reglum í miðri keppni til að bregðast við því að ákveðið lið sé lélegt. Eða þá reglunum um fyrstu varaþjóð þegar það liggur í raun fyrir hver hún ætti að vera.“ Guðmundur segir HSÍ sé nú að skoða þær dómstólaleiðir sem standi til boða. „Það eru tvö dómstig hjá IHF. Annað tekur á agamálum og öðru slíku og svo er gerðardómur. Við erum að kanna hvort að svona mál myndi falla undir slíkan gerðardóm.“ Aðspurður segir Guðmundur að hann útiloki ekki að HSÍ fari með málið fyrir íþróttadómstólinn í Lausanne (e. CAS). „Við útilokum ekkert því okkur finnst þetta alveg galið,“ segir hann. „Þetta snýst ekki um íþróttir heldur eitthvað. Okkur finnst afar óíþróttamannslega að öllu saman staðið.“Arne Elovsson greindi frá þeirri atburðarás sem átti sér stað í aðdraganda reglubreytinganna í samtali við Morgunblaðið um helgina. Guðmundur segir að hann hafi fengið samskonar frásögn frá Elovsson, sem er varaforseti EHF. „Það liggur fyrir að eftir að Þýskaland drógst gegn Póllandi í undankeppni HM var eitthvað sett í gang. Svo þegar Þýskaland tapaði í umspilinu er allt keyrt áfram.“ Guðmundur segir ljóst að það þurfi að bregðast hratt við enda verður dregið í riðla á sunnudaginn. „Vandamálið er að við höfum enn ekki fengið reglugerðarbreytinguna í hendur og því vitum við í raun ekki á hverju þetta er allt saman byggt. Við höfum beðið um þessi gögn og er skrýtið að við fáum engin svör.“ „Ég mun kalla aftur eftir svörum í dag og svo munum við setja niður fyrir okkur hvaða möguleikar standa okkur til boða.“
Handbolti Tengdar fréttir Íþróttaljós: Reglugerðin sem enginn vissi af Alþjóðahandknattleikssambandið breytti reglunum um hvaða þjóð kæmi til vara ef einhver skyldi ekki fá keppnisleyfi, en lét engan vita. Framkvæmdastjóri evrópska sambandsins lætur ritarann svara spurningum fyrir sig. 10. júlí 2014 06:30 Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15 Laug EHF að handboltaforystu Íslands? Framkvæmdastjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins leggur til breytingar í þröngum fimm manna hring sem nánast undantekningalaust eru samþykktar. Aum svör Evrópska handknattleikssambandsins til HSÍ. 11. júlí 2014 06:30 Formaður HSÍ: Vitum ekki um neinar reglubreytingar Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir að ákvörðun IHF um að hleypa Þýskalandi á HM hafi komið sér á óvart. 9. júlí 2014 18:45 Svona var reglunum breytt hjá IHF Varaforseti Handknattleikssambands Evrópu sat fundinn mikilvæga þar sem Þýskalandi var hleypt inn á HM í handbolta. 12. júlí 2014 09:11 Landsliðsþjálfari Ástralíu brjálaður Landsliðsþjálfari Ástrala í handbolta, Daninn Jan Ottosen, vandar forystu alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, ekki kveðjurnar. 10. júlí 2014 15:30 Formaður HSÍ: Fengum ekki fullnægjandi svör Evrópska handknattleikssambandið bendir á Alþjóðasambandið og svarar engu. 10. júlí 2014 10:30 Aron: Ekkert réttlæti - þetta snýst bara um peninga Landsliðsþjálfarinn brjálaður vegna ákvörðunar IHF að senda Þýskaland á HM. 11. júlí 2014 11:00 Ísland á að fara dómstólaleiðina Ritstjóri þýska vikuritsins Handball Woche telur að handboltaforystan á Íslandi eigi að fara með ákvörðun IHF að hleypa Þýskalandi á HM í Katar fyrir dómstóla. 12. júlí 2014 08:00 EHF: Vissum ekki af þessu fyrr en eftir fundinn í gær Evrópska handknattleikssambandið mun skoða ákvörðun Alþjóðasambandsins nánar. 9. júlí 2014 09:48 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Íþróttaljós: Reglugerðin sem enginn vissi af Alþjóðahandknattleikssambandið breytti reglunum um hvaða þjóð kæmi til vara ef einhver skyldi ekki fá keppnisleyfi, en lét engan vita. Framkvæmdastjóri evrópska sambandsins lætur ritarann svara spurningum fyrir sig. 10. júlí 2014 06:30
Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15
Laug EHF að handboltaforystu Íslands? Framkvæmdastjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins leggur til breytingar í þröngum fimm manna hring sem nánast undantekningalaust eru samþykktar. Aum svör Evrópska handknattleikssambandsins til HSÍ. 11. júlí 2014 06:30
Formaður HSÍ: Vitum ekki um neinar reglubreytingar Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir að ákvörðun IHF um að hleypa Þýskalandi á HM hafi komið sér á óvart. 9. júlí 2014 18:45
Svona var reglunum breytt hjá IHF Varaforseti Handknattleikssambands Evrópu sat fundinn mikilvæga þar sem Þýskalandi var hleypt inn á HM í handbolta. 12. júlí 2014 09:11
Landsliðsþjálfari Ástralíu brjálaður Landsliðsþjálfari Ástrala í handbolta, Daninn Jan Ottosen, vandar forystu alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, ekki kveðjurnar. 10. júlí 2014 15:30
Formaður HSÍ: Fengum ekki fullnægjandi svör Evrópska handknattleikssambandið bendir á Alþjóðasambandið og svarar engu. 10. júlí 2014 10:30
Aron: Ekkert réttlæti - þetta snýst bara um peninga Landsliðsþjálfarinn brjálaður vegna ákvörðunar IHF að senda Þýskaland á HM. 11. júlí 2014 11:00
Ísland á að fara dómstólaleiðina Ritstjóri þýska vikuritsins Handball Woche telur að handboltaforystan á Íslandi eigi að fara með ákvörðun IHF að hleypa Þýskalandi á HM í Katar fyrir dómstóla. 12. júlí 2014 08:00
EHF: Vissum ekki af þessu fyrr en eftir fundinn í gær Evrópska handknattleikssambandið mun skoða ákvörðun Alþjóðasambandsins nánar. 9. júlí 2014 09:48