Lífið

Hafnar afsökunarbeiðni Daily Mail

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Leikarinn George Clooney skrifaði grein í USA Today í vikunni þar sem hann sagði Daily Mail hafa búið til grein um sig og unnustu sína, Amal Alamuddin. Í greininni sem um ræðir, sem hefur verið fjarlægð af vef Daily Mail, var því haldið fram að móðir Amal, Baria Almuddin, væri á móti fyrirhuguðu hjónabandi þeirra vegna trúarlegra ástæðna.

Daily Mail sendi í kjölfarið frá sér afsökunarbeiðni en hélt því fram að fréttin hefði ekki verið uppspuni heldur byggð á samtölum við fólk í lebanska samfélaginu.

Nú hefur leikarinn skrifað aðra grein á USA Today þar sem hann hafnar afsökunarbeiðni fjölmiðilsins.

„Í afsökunarbeiðninni heldur ritstjórinn Charles Garside því fram að greinin sé ekki uppspuni heldur byggð á samtölum við öldunga í lebanska samfélaginu,“ skrifar George.

„Vandamálið er að þetta er ekki satt. Í upprunalegu fréttinni er ekki sagt til um heimildarmenn en í staðinn er það tekið fram fjórum sinnum að fjölskylduvinur hafi talað beint við blaðið. Fjölskylduvinur var heimildarmaðurinn. Þannig að þeir voru annað hvort að ljúga eða eru að ljúga núna,“ bætir George við.

„Ég þakka Mail fyrir afsökunarbeiðnina. Ég myndi aldrei taka hana gilda en út af því að þeir sendu hana frá sér hafa þeir afhjúpað sig sem verstu tegund slúðurblaðs,“ skrifar leikarinn.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.