Lagaleg staða Hannesar ekkert breyst Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2014 13:42 Svanur Kristjánsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Vísir/GVA/VALGARÐUR „Lagaleg staða Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands hefur í engu breyst. Eftir sem áður hefur hann fullan rétt á deildarfundum Stjórnmálafræðideildar m.a. atkvæðisrétt og kjörgengi til deildarforseta og varadeildarforseta.“ Þetta segir Svanur Kristjánsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, á Facebook. Í morgun voru sagðar fréttir af því að starfsskyldum Hannesar Hólmsteins hefði verið breytt eftir að samstarfsmenn hans kvörtuðu yfir yfirgangi af hans hálfu. Svanur segir kennara Stjórnmálafræðideildarinnar hafa fjarlægt Hannes af deildarfundum vegna hegðunar hans gagnvart þeim. „Eftir sem áður skulu allir nemendur í stjórnmálafræði þola hann og umbera sem kennara sinn í skyldunámskeiði.“ Þó hafi lagaleg staða Hannesar sem prófessors ekki breyst. „Sömuleiðis hefur hann sem prófessor kjörgengi og atkvæðisrétt í rektorskjöri. Ekki er ósennilegt að Hannes Hólmsteinn Gissurarson verði næsti rektor Háskóla Íslands, skömmu eftir að Ragnar Árnason hefur tekið við sem Seðlabankastjóri.“ Svanur segir þessa breytingu á starfsskyldum Hannesar gera hegðun stjórnenda Stjórnmálafræðideildar enn furðulegri en áður. „Þeir verðlauna Hannes Hólmstein með því að láta hann kenna skyldunámskeið í stjórnmálafræði eftir að Hæstiréttur Íslands dæmdi hann fyrir stórfellt brot á höfundaréttarlögum (ritstuld).“ Áfram skuli Hannes hafa vald yfir öllum nemendum í stjórnmálafræði. „Enginn getur útskrifast sem stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands án vottunar Hannesar Hólmsteins prófessors á hæfni þeirra.“ Þá segir Svanur að margir erlendir kollegar hans spyrji í forundan: Er það rétt að dæmdur ritþjófur sé prófessor við Háskóla Íslands? Svanur segist nú geta svarað með stolti. „Það er að vísu rétt en honum hefur verið refsað með því að hann er ekki lengur skyldugur til að gegna stjórnunarskyldu og kennsla hans hefur verið minnkuð. Nýjasta rannsóknarverkefni prófessorsins við Háskóla Íslands fékk sömu upphæð, 10 milljónir, og verkefni hans fyrir hið svokallaða Hrun. Þetta er veruleg kjaraskerðing fyrir prófessorinn. Meginkostnaður verkefnisins eru ferðalög til útlanda, gisting og matur erlendis. Réttmætt hefði verið að hækka upphæðina í 20 milljónir til að bæta prófessornum upp gengislækkun íslensku krónunnar í kjölfar Hrunsins. Hinum dæmda prófessor hefur svo sannarlega verið refsað - grimmilega.“ Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
„Lagaleg staða Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands hefur í engu breyst. Eftir sem áður hefur hann fullan rétt á deildarfundum Stjórnmálafræðideildar m.a. atkvæðisrétt og kjörgengi til deildarforseta og varadeildarforseta.“ Þetta segir Svanur Kristjánsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, á Facebook. Í morgun voru sagðar fréttir af því að starfsskyldum Hannesar Hólmsteins hefði verið breytt eftir að samstarfsmenn hans kvörtuðu yfir yfirgangi af hans hálfu. Svanur segir kennara Stjórnmálafræðideildarinnar hafa fjarlægt Hannes af deildarfundum vegna hegðunar hans gagnvart þeim. „Eftir sem áður skulu allir nemendur í stjórnmálafræði þola hann og umbera sem kennara sinn í skyldunámskeiði.“ Þó hafi lagaleg staða Hannesar sem prófessors ekki breyst. „Sömuleiðis hefur hann sem prófessor kjörgengi og atkvæðisrétt í rektorskjöri. Ekki er ósennilegt að Hannes Hólmsteinn Gissurarson verði næsti rektor Háskóla Íslands, skömmu eftir að Ragnar Árnason hefur tekið við sem Seðlabankastjóri.“ Svanur segir þessa breytingu á starfsskyldum Hannesar gera hegðun stjórnenda Stjórnmálafræðideildar enn furðulegri en áður. „Þeir verðlauna Hannes Hólmstein með því að láta hann kenna skyldunámskeið í stjórnmálafræði eftir að Hæstiréttur Íslands dæmdi hann fyrir stórfellt brot á höfundaréttarlögum (ritstuld).“ Áfram skuli Hannes hafa vald yfir öllum nemendum í stjórnmálafræði. „Enginn getur útskrifast sem stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands án vottunar Hannesar Hólmsteins prófessors á hæfni þeirra.“ Þá segir Svanur að margir erlendir kollegar hans spyrji í forundan: Er það rétt að dæmdur ritþjófur sé prófessor við Háskóla Íslands? Svanur segist nú geta svarað með stolti. „Það er að vísu rétt en honum hefur verið refsað með því að hann er ekki lengur skyldugur til að gegna stjórnunarskyldu og kennsla hans hefur verið minnkuð. Nýjasta rannsóknarverkefni prófessorsins við Háskóla Íslands fékk sömu upphæð, 10 milljónir, og verkefni hans fyrir hið svokallaða Hrun. Þetta er veruleg kjaraskerðing fyrir prófessorinn. Meginkostnaður verkefnisins eru ferðalög til útlanda, gisting og matur erlendis. Réttmætt hefði verið að hækka upphæðina í 20 milljónir til að bæta prófessornum upp gengislækkun íslensku krónunnar í kjölfar Hrunsins. Hinum dæmda prófessor hefur svo sannarlega verið refsað - grimmilega.“
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira