Járnmaður og iðnaðarráðherra keppa í Gullhringnum Finnur Thorlacius skrifar 11. júlí 2014 10:49 Keppendur í Gullhringnum í fyrra. Eitt stærsta hjólreiðamót sumarsins, Kia Gullhringurinn, verður haldið á morgun á Laugarvatni. Margir þekktir keppendur taka þátt, svo sem heimsþekktur Iron Man jaxl, Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og sjónvarpsfólk frá 365. Það stefnir í að rúmlega 300 manns hjóli af stað á morgun og hefur þátttaka aldrei verið meiri. Kia er sérstakur styrktaraðili mótsins. Meðal keppenda eru bestu hjólreiðamenn landsins. Þar fara fremstir Hafsteinn Ægir Geirsson hjólreiðamaður ársins 2013, sem vann Gullhringinn í fyrra og bræðurnir Ingvar og Óskar Ómarssynir sem leiddu sigurlið WOW keppninnar. Þá hefur ráðherra Iðnaðar- og ferðamála, Ragnheiður Elín Árnadóttir, skráð sig til leiks ásamt fjölmiðlakonunum Kolbrúnu Björnsdóttur og Telmu Tómasdóttur og kollega þeirra af Stöð 2 Þorbirni Þórðarsyni. Þá er Þjóðverjinn Kai Walter ásamt 4 öðrum löndum sínum skráður til leiks þannig að Gullhringurinn er orðið alþjóðlegt mót. Kai er fyrrum framkvæmdastjóri IRON MAN keppnanna í Evrópu en það er stærsta þríþrautar-íþróttamót í heiminum. Kai stýrði meðal annars Iron Man keppninni í Frankfurt sem íslenskir járnkarlar hafa verið árlegir þátttakendur í. "Kveikjan að mótinu er Vatternrundan mótið í Svíþjóð en þar er hjólað í kringum vatn eins og má segja að við séum að gera. Þar keppa 30.000 manns á hverju ári. Þannig að Gullhringurinn gæti sannarlega tekið flugið og athygli aðila eins og Kai hjálpar sannarlega.” segir Áslaug Einarsdóttir skipuleggjandi keppninnar. “Það er markmið okkar að keppendur í Gullhringum verði um 3000 á 10 ára afmæli hans árið 2022". Gullhringurinn er skipulagður í samvinnu við ferðaþjónustuaðila á Laugarvatni. Fontana laugarnar og hótelið á Héraðskólanum og veitingastaðurinn Lindin hafa staðið við bakið á keppninni og fulltrúar ferðaþjónustunnar í uppsveitum Árnessýslu hafa verið í nánu samstarfi varðandi þróun keppninnar ár frá ári. Íþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Sjá meira
Eitt stærsta hjólreiðamót sumarsins, Kia Gullhringurinn, verður haldið á morgun á Laugarvatni. Margir þekktir keppendur taka þátt, svo sem heimsþekktur Iron Man jaxl, Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og sjónvarpsfólk frá 365. Það stefnir í að rúmlega 300 manns hjóli af stað á morgun og hefur þátttaka aldrei verið meiri. Kia er sérstakur styrktaraðili mótsins. Meðal keppenda eru bestu hjólreiðamenn landsins. Þar fara fremstir Hafsteinn Ægir Geirsson hjólreiðamaður ársins 2013, sem vann Gullhringinn í fyrra og bræðurnir Ingvar og Óskar Ómarssynir sem leiddu sigurlið WOW keppninnar. Þá hefur ráðherra Iðnaðar- og ferðamála, Ragnheiður Elín Árnadóttir, skráð sig til leiks ásamt fjölmiðlakonunum Kolbrúnu Björnsdóttur og Telmu Tómasdóttur og kollega þeirra af Stöð 2 Þorbirni Þórðarsyni. Þá er Þjóðverjinn Kai Walter ásamt 4 öðrum löndum sínum skráður til leiks þannig að Gullhringurinn er orðið alþjóðlegt mót. Kai er fyrrum framkvæmdastjóri IRON MAN keppnanna í Evrópu en það er stærsta þríþrautar-íþróttamót í heiminum. Kai stýrði meðal annars Iron Man keppninni í Frankfurt sem íslenskir járnkarlar hafa verið árlegir þátttakendur í. "Kveikjan að mótinu er Vatternrundan mótið í Svíþjóð en þar er hjólað í kringum vatn eins og má segja að við séum að gera. Þar keppa 30.000 manns á hverju ári. Þannig að Gullhringurinn gæti sannarlega tekið flugið og athygli aðila eins og Kai hjálpar sannarlega.” segir Áslaug Einarsdóttir skipuleggjandi keppninnar. “Það er markmið okkar að keppendur í Gullhringum verði um 3000 á 10 ára afmæli hans árið 2022". Gullhringurinn er skipulagður í samvinnu við ferðaþjónustuaðila á Laugarvatni. Fontana laugarnar og hótelið á Héraðskólanum og veitingastaðurinn Lindin hafa staðið við bakið á keppninni og fulltrúar ferðaþjónustunnar í uppsveitum Árnessýslu hafa verið í nánu samstarfi varðandi þróun keppninnar ár frá ári.
Íþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti