Corinna Schumacher, eiginkona ökuþórsins MichaelsSchumachers sem lenti í alvarlegu skíðaslysi í desember á síðasta ári, tjáði sig í gær í fyrsta skipti síðan heimsmeistarinn fyrrverandi lent í slysinu.
„Hægt en rólega gengur þetta betur. Við sjáum framfarir,“ sagði hún við Neue Post sem er tímarit fyrir konur sem kemur út vikulega.
Michael Schumacher, sem er 45 ára gamall, var 170 daga á sjúkrahúsi í Grenoble í Frakklandi, en dvelur nú á endurhæfingarspítala í Lausanne í Sviss sem sérhæfir sig í heilaskaða.
Eins og allir vita er Schumacher einhver albesti Formúlu 1-ökuþór allra tíma en hann varð sjö sinnum heimsmeistari, þar af fimm sinum í röð á árunum 2000-2004.