Enski boltinn

Arteta: Arsenal mun berjast um titla á næsta tímabili

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Varafyrirliði Arsenal, Mikel Arteta vonast til þess að Alexis Sanchez sé síðasta púslið sem félagið þurfi til þess að geta tekið næsta skref og unnið ensku úrvalsdeildina á næsta tímabili.

„Ég er mjög bjartsýnn fyrir næsta tímabili eftir að félagið nældi í jafn frábæran leikmann. Það voru allir að bíða eftir stórum félagsskiptum og hann hefur margt fram að bjóða. Hann er hraður leikmaður sem hefur gríðarlega mikla tækni og er reynslumikill þrátt fyrir ungan aldur. Okkur vantaði oft hraða leikmenn í sóknarleikinn á síðasta tímabili en hann mun bæta úr því.“

Talið er að Arsenal greiði Barcelona 35 milljónir punda fyrir þjónustu Alexis sem lék í þrjú ár með Barcelona.

„Kaupin á Alexis sem er einn af bestu framherjum heimsins sýna að klúbburinn ætlar að berjast um titla í ár. Ég talaði við hann í dag og hann er gríðarlega spenntur fyrir því að koma til Arsenal og getur ekki beðið eftir því að byrja,“ sagði Arteta


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×