Enski boltinn

Arsenal staðfesti komu Sanchez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Heimasíða Arsenal
Sílemaðurinn Alexis Sanchez hefur gengið til liðs við Arsenal frá Barcelona á Spáni. Talið er að Arsenal greiði um 35 milljónir punda fyrir kappann eða um 6,8 milljarða króna.

Sanchez er 25 ára gamall og skoraði 47 mörk í 141 leik með Barcelona en þangað kom hann frá Udinese á Ítalíu árið 2011.

„Ég er afar hamingjusamur með að vera kominn til félags sem er með svo frábæran knattspyrnustjóra, góðan leikmannahóp og víðtakan stuðning um allan heim,“ sagði Sanchez í viðtali á heimasíðu Arsenal.

„Ég hlakka til að spila í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu,“ bætti hann við en talið er að Sanchez hafi skrifað undir fjögurra ára samning við Arsenal.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×