Gífurlegt mannfall á Gaza í dag Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2014 20:42 Fullyrt er að allt að eitt hundrað manns hafi fallið í loft- og skótskotaliðsárásum ísraelshers á Gaza í dag. Ísralesmenn hafa hafnað 24ra tíma vopnahléstillögu Hamas samtakanna. Hús eins af aðal leiðtogum samtakanna var sprengt í loft upp en hann er sagður óhultur. Ef eitthvað er færist enn meiri harka í hernað Ísraelsmanna á Gaza og ekkert lát er á mannfalli. Opinberir aðilar á Gaza fullyrða að allt að eitt hundrað manns hafa fallið í dag, Þar af sautján í þessari byggingu í bænum Khan Younis á suðurhluta Gaza. Nágrannar þustu til eftir sprenginguna til að leita að lifandi fólki og líkum í rústunum. Dr. Yousef Abu El Rish aðstoðaryfirmaður bráðaþjónustu heilbrigðisyfirvalda á Gaza segir að miðað hafi verið sérstaklega á þetta hús þar sem 17 fjölskyldumeðlimir féllu. „Þessi glæpur var framinn aðeins nokkrum klukkustundum áður en ráðist var vísvitandi á flóttamannabúðir við ströndina þar sem ellefu börn féllu,“ segir El Rish. Ísraelsher hefur hert mjög árásir sínar eftir tiltölulega rólega helgi miðað við það sem á hefur gengið frá því átökin hófust fyrir um þremur vikum. Benjamin Nethanyahu forsætisráðherra Ísraels sagði í sjónvarpi í gær að menn ættu að búa sig undir langvinn átök. Herinn birti myndir í dag sem sýna skriðdreka eyðileggja göng hamasliða sem ýmist liggja inn í Ísrael eða Egyptaland. Þá birti herinn loftmyndir sem sýna sprengjuárás á hús Smail Haniyeh eins af leiðtogum Hamas. Hús hans og moska í nágrenninu sprungu í tætlur en engan sakaði í þeirri árás. Hins vegar fórust að minnsta kosti fjórir þegar F-16 orrustuþota skaut flugskeyti á fjölbýlishúsi í Rafha borg í dag. Samir Dheir segist hafa verið á leið í Mosku í næsta nágrenni þegar hann heyrði í viðvörunareldflaug springa. „Fjölskylda frænda míns yfirgaf ekki húsið í tíma en tíu mínútum síðar voru þrjár fjölskyldur horfnar. Þannig að við hlupum að húsinu og sáum að allar þrjár hæðir þess voru rústir eina. Okkur tókst að finna fimm manns í rústunum. Fjórir voru látnir en eitt barn lifði árásina af. Önnur fjölskylda, kona, sonur hennar og dóttir lifðu árásina líka af. Ekkert hefur hins vegar fundist af fjölskyldu Ómars og Mahmoud, eiginkonum þeirra og börnum,“ segir Samir Dheir. Sky fréttastofan greindi frá því í dag að bæði Ísraelsmenn og Hamas hafi hafnað tillögu háttsetts Palestínsks embættismanns um 24ra tíma vopnahlé. Gasa Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Fullyrt er að allt að eitt hundrað manns hafi fallið í loft- og skótskotaliðsárásum ísraelshers á Gaza í dag. Ísralesmenn hafa hafnað 24ra tíma vopnahléstillögu Hamas samtakanna. Hús eins af aðal leiðtogum samtakanna var sprengt í loft upp en hann er sagður óhultur. Ef eitthvað er færist enn meiri harka í hernað Ísraelsmanna á Gaza og ekkert lát er á mannfalli. Opinberir aðilar á Gaza fullyrða að allt að eitt hundrað manns hafa fallið í dag, Þar af sautján í þessari byggingu í bænum Khan Younis á suðurhluta Gaza. Nágrannar þustu til eftir sprenginguna til að leita að lifandi fólki og líkum í rústunum. Dr. Yousef Abu El Rish aðstoðaryfirmaður bráðaþjónustu heilbrigðisyfirvalda á Gaza segir að miðað hafi verið sérstaklega á þetta hús þar sem 17 fjölskyldumeðlimir féllu. „Þessi glæpur var framinn aðeins nokkrum klukkustundum áður en ráðist var vísvitandi á flóttamannabúðir við ströndina þar sem ellefu börn féllu,“ segir El Rish. Ísraelsher hefur hert mjög árásir sínar eftir tiltölulega rólega helgi miðað við það sem á hefur gengið frá því átökin hófust fyrir um þremur vikum. Benjamin Nethanyahu forsætisráðherra Ísraels sagði í sjónvarpi í gær að menn ættu að búa sig undir langvinn átök. Herinn birti myndir í dag sem sýna skriðdreka eyðileggja göng hamasliða sem ýmist liggja inn í Ísrael eða Egyptaland. Þá birti herinn loftmyndir sem sýna sprengjuárás á hús Smail Haniyeh eins af leiðtogum Hamas. Hús hans og moska í nágrenninu sprungu í tætlur en engan sakaði í þeirri árás. Hins vegar fórust að minnsta kosti fjórir þegar F-16 orrustuþota skaut flugskeyti á fjölbýlishúsi í Rafha borg í dag. Samir Dheir segist hafa verið á leið í Mosku í næsta nágrenni þegar hann heyrði í viðvörunareldflaug springa. „Fjölskylda frænda míns yfirgaf ekki húsið í tíma en tíu mínútum síðar voru þrjár fjölskyldur horfnar. Þannig að við hlupum að húsinu og sáum að allar þrjár hæðir þess voru rústir eina. Okkur tókst að finna fimm manns í rústunum. Fjórir voru látnir en eitt barn lifði árásina af. Önnur fjölskylda, kona, sonur hennar og dóttir lifðu árásina líka af. Ekkert hefur hins vegar fundist af fjölskyldu Ómars og Mahmoud, eiginkonum þeirra og börnum,“ segir Samir Dheir. Sky fréttastofan greindi frá því í dag að bæði Ísraelsmenn og Hamas hafi hafnað tillögu háttsetts Palestínsks embættismanns um 24ra tíma vopnahlé.
Gasa Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira