Stefán Eiríksson tvíræður á Twitter Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2014 15:06 Stefán deildi laginu á Twitter-síðu sinni á laugardag. Tilviljun? VÍSIR/STEFÁN „Þetta hefur lengi verið uppáhaldslagið mitt með Bítlunum og ekki skemmir fyrir að í texta lagsins er minnst á mann sem er að hætta í löggunni,“ segir Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóri, um lag Bítlanna „She Came In Through the Bathroom Window“ sem hann deildi á Twitter-síðu sinni á laugardag. Uppsögn Stefáns hjá lögreglunni hefur mikið verið til umfjöllunar að undanförnu og þá sérstaklega í tengslum við meinta ástæðu hennar. DV hélt því fram í dag að hana megi rekja til afskipta innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, af rannsókn lögreglunnar á ráðuneyti hennar í Lekamálinu svokallaða.Því hafa ýmsar spurningar vaknað um af hverju Stefán hafi deilt þessu tiltekna lagi með fylgjendum sínum á Twitter af þeim rúmlega tvö hundruð sem Bítlarnir gáfu út á meðan þeir voru starfandi - og þá sérstaklega í ljósi texta þess.Hér má sjá texta lagsins í heild sinni.Fyrsta erindi lagsins er til að mynda á þessa leið:She came in through the bathroom windowProtected by a silver spoonBut now she sucks her thumb and wandersBy the banks of her own lagoonog síðar í laginu syngur Paul McCartney:And so I quit the police departmentAnd got myself a steady jobAnd though she tried her best to help meShe could steal but she could not rob Ekki um algjöra tilviljun að ræða Stefán segir í samtali við Vísi að varlega skuli fara í það að túlka færslu hans á Twitter meira en þurfa þykir. Honum þyki lagið einfaldlega skemmtilegt. Hann skellti upp úr þegar blaðamaður spurði hann hvort stelpan með silfurskeiðina í texta lagsins væri vísun til sjálfstæðiskonunnar Hönnu Birnu. „Nei, það held ég nú ekki,“ segir Stefán en bætti við að þó væri ekki algjör tilviljun að hann hafi deilt laginu á þessum tímapunkti. „Það er maður sem hættir í lögreglunni í laginu, rétt eins og ég.“ Hér að neðan má hlýða á lag Bítlanna og sjá færslu Stefáns Eiríkssonar.Hér kemur eitt af mínum uppáhaldslögum með Bítlunum. https://t.co/wHbBgHKXpp— Stefán Eiríksson (@logreglustjori) July 26, 2014 Tengdar fréttir Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun" Fráfarandi lögreglustjóri svarar frétt DV á Twitter-síðu sinni í dag. 29. júlí 2014 13:16 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
„Þetta hefur lengi verið uppáhaldslagið mitt með Bítlunum og ekki skemmir fyrir að í texta lagsins er minnst á mann sem er að hætta í löggunni,“ segir Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóri, um lag Bítlanna „She Came In Through the Bathroom Window“ sem hann deildi á Twitter-síðu sinni á laugardag. Uppsögn Stefáns hjá lögreglunni hefur mikið verið til umfjöllunar að undanförnu og þá sérstaklega í tengslum við meinta ástæðu hennar. DV hélt því fram í dag að hana megi rekja til afskipta innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, af rannsókn lögreglunnar á ráðuneyti hennar í Lekamálinu svokallaða.Því hafa ýmsar spurningar vaknað um af hverju Stefán hafi deilt þessu tiltekna lagi með fylgjendum sínum á Twitter af þeim rúmlega tvö hundruð sem Bítlarnir gáfu út á meðan þeir voru starfandi - og þá sérstaklega í ljósi texta þess.Hér má sjá texta lagsins í heild sinni.Fyrsta erindi lagsins er til að mynda á þessa leið:She came in through the bathroom windowProtected by a silver spoonBut now she sucks her thumb and wandersBy the banks of her own lagoonog síðar í laginu syngur Paul McCartney:And so I quit the police departmentAnd got myself a steady jobAnd though she tried her best to help meShe could steal but she could not rob Ekki um algjöra tilviljun að ræða Stefán segir í samtali við Vísi að varlega skuli fara í það að túlka færslu hans á Twitter meira en þurfa þykir. Honum þyki lagið einfaldlega skemmtilegt. Hann skellti upp úr þegar blaðamaður spurði hann hvort stelpan með silfurskeiðina í texta lagsins væri vísun til sjálfstæðiskonunnar Hönnu Birnu. „Nei, það held ég nú ekki,“ segir Stefán en bætti við að þó væri ekki algjör tilviljun að hann hafi deilt laginu á þessum tímapunkti. „Það er maður sem hættir í lögreglunni í laginu, rétt eins og ég.“ Hér að neðan má hlýða á lag Bítlanna og sjá færslu Stefáns Eiríkssonar.Hér kemur eitt af mínum uppáhaldslögum með Bítlunum. https://t.co/wHbBgHKXpp— Stefán Eiríksson (@logreglustjori) July 26, 2014
Tengdar fréttir Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun" Fráfarandi lögreglustjóri svarar frétt DV á Twitter-síðu sinni í dag. 29. júlí 2014 13:16 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun" Fráfarandi lögreglustjóri svarar frétt DV á Twitter-síðu sinni í dag. 29. júlí 2014 13:16