Innlent

Fimm jarðskjálftar við Hellisheiðarvirkjun í morgun

Randver Kári Randversson skrifar
Vísir/Vilhelm
Jarðskjálftahrina varð við Hellisheiðarvirkjun í morgun. Samkvæmt jarðskjálftatöflu á vef Veðurstofu Íslands varð fyrsti skjálftinn klukkan 6:53 og mældist 2,4 á Richter. Tveir minni skjálftar, sem mældist 1,7 og 0,8 á Richter, urðu svo á sömu mínútunni kl. 6:57.

Um klukkustund síðar urðu svo tveir skjálftar til viðbótar, sá fyrri mældis 1,3 á Richter en sá seinni 1,1 á Richter. Skjálftarnir áttu allir upptök sín rúmlega 2 km norður af Hellisheiðarvirkjun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×