Líkir hernaði Ísraelsmanna við útrýmingarherferð nasista Randver Kári Randversson skrifar 29. júlí 2014 11:25 Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, skorar á Bandaríkjastjórn að stöðva blóðbaðið á Gaza. Vísir/AP/Vilhelm „Ísraelsríki er undir stjórn stríðsglæpamanna sem skella skollaeyrum við öllum mótmælum. Við hljótum því að snúa okkur að Bandaríkjastjórn og þér herra forseti, Barack Obama, og krefjast þess að þú látir af stuðningi við blóðbaðið og stöðvir það þegar í stað,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, í opnu bréfi sem hann hefur ritað til Baracks Obama, Bandaríkjaforseta. Þar skorar hann á Bandaríkjastjórn að grípa inn í átökin á Gaza, sem staðið hafa yfir í um þrjár vikur. Rúmlega 1100 Palestínumenn hafa fallið í árásum Ísraelshers á Gaza, stærstur hluti þeirra óbreyttir borgarar. Í bréfinu gagnrýnir Sveinn Rúnar Ísraelsmenn harðlega og segir þá hafa framið stríðsglæpi í hernaði sínum á Gaza, og líkir framferði þeirra við útrýmingarherferð nasista gegn gyðingum. „Netanyahu sagði að Ísrael myndi fara sínu fram án tillits, og það hefur þessi stríðsglæpastjórn gert. Ísraelsstjórn er ekkert heilagt í þessu einhliða stríði sem líkist æ meir útrýmingarherferð nazista, þar sem gyðingar voru lokaðir inni í gettói og síðan var gengið til verks við að myrða þá hvern á fætur öðrum,“ segir Sveinn Rúnar í bréfinu. Hann segir Ísraelsmenn standa í stríði gegn palestínsku þjóðinni, þar sem þeir fremji hryðjuverk og standi fyrir útrýmingarherferð gegn börnum. „Minnst á hryðjuverk, þá er það rétta orðið yfir stríðsrekstur Ísraels sem beinist nær alfarið að palestínskum börnum og fjölskyldufólki og getur ekki haft annan tilgang en að hræða og skapa skelfingu með morðum og sprengjuárásum á heimili fjölskyldna, skóla, bænahús, sjúkrahús, heilsugæslustöðvar, heimili fyrir fatlaða og sjónvarpsstöðvar.“ Sveinn Rúnar segir ekkert annað hægt að gera en að snúa sér til Bandaríkjastjórnar því Ísraelsstjórn hafi skellt skollaeyrum við hverju því sem sagt væri utan Ísraels varðandi stríðsreksturinn. Engu skipti þótt Íslendingar hafi tekið afdráttarlausa afstöðu gegn blóðbaðinu á Gaza. Hann gagnrýnir stuðning Bandaríkjastjórnar við Ísrael og segir Bandaríkjamenn bera þunga ábyrgð í málinu. Þeir geti stöðvað blóðbaðið og hann hvetur þá til að gera grípa inn í átökin á Gaza. „Þung ábyrgð hvílir á þér Obama Bandaríkjaforseti, sem getur stöðvað barnamorðin ef þú kærir þig um í stað þess að klifa á rétti Ísraelsmanna til að verja land sitt. Blóðbaðið heldur áfram og þú herra forseti og Kerry utanríkisráðherra byrja sérhverja ræðu á heilshugar stuðningi við árásarstríð Ísraels. Þið hafið frómar óskir um vopnahlé en gerið ekkert til að fylgja því eftir.“ Gasa Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
„Ísraelsríki er undir stjórn stríðsglæpamanna sem skella skollaeyrum við öllum mótmælum. Við hljótum því að snúa okkur að Bandaríkjastjórn og þér herra forseti, Barack Obama, og krefjast þess að þú látir af stuðningi við blóðbaðið og stöðvir það þegar í stað,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, í opnu bréfi sem hann hefur ritað til Baracks Obama, Bandaríkjaforseta. Þar skorar hann á Bandaríkjastjórn að grípa inn í átökin á Gaza, sem staðið hafa yfir í um þrjár vikur. Rúmlega 1100 Palestínumenn hafa fallið í árásum Ísraelshers á Gaza, stærstur hluti þeirra óbreyttir borgarar. Í bréfinu gagnrýnir Sveinn Rúnar Ísraelsmenn harðlega og segir þá hafa framið stríðsglæpi í hernaði sínum á Gaza, og líkir framferði þeirra við útrýmingarherferð nasista gegn gyðingum. „Netanyahu sagði að Ísrael myndi fara sínu fram án tillits, og það hefur þessi stríðsglæpastjórn gert. Ísraelsstjórn er ekkert heilagt í þessu einhliða stríði sem líkist æ meir útrýmingarherferð nazista, þar sem gyðingar voru lokaðir inni í gettói og síðan var gengið til verks við að myrða þá hvern á fætur öðrum,“ segir Sveinn Rúnar í bréfinu. Hann segir Ísraelsmenn standa í stríði gegn palestínsku þjóðinni, þar sem þeir fremji hryðjuverk og standi fyrir útrýmingarherferð gegn börnum. „Minnst á hryðjuverk, þá er það rétta orðið yfir stríðsrekstur Ísraels sem beinist nær alfarið að palestínskum börnum og fjölskyldufólki og getur ekki haft annan tilgang en að hræða og skapa skelfingu með morðum og sprengjuárásum á heimili fjölskyldna, skóla, bænahús, sjúkrahús, heilsugæslustöðvar, heimili fyrir fatlaða og sjónvarpsstöðvar.“ Sveinn Rúnar segir ekkert annað hægt að gera en að snúa sér til Bandaríkjastjórnar því Ísraelsstjórn hafi skellt skollaeyrum við hverju því sem sagt væri utan Ísraels varðandi stríðsreksturinn. Engu skipti þótt Íslendingar hafi tekið afdráttarlausa afstöðu gegn blóðbaðinu á Gaza. Hann gagnrýnir stuðning Bandaríkjastjórnar við Ísrael og segir Bandaríkjamenn bera þunga ábyrgð í málinu. Þeir geti stöðvað blóðbaðið og hann hvetur þá til að gera grípa inn í átökin á Gaza. „Þung ábyrgð hvílir á þér Obama Bandaríkjaforseti, sem getur stöðvað barnamorðin ef þú kærir þig um í stað þess að klifa á rétti Ísraelsmanna til að verja land sitt. Blóðbaðið heldur áfram og þú herra forseti og Kerry utanríkisráðherra byrja sérhverja ræðu á heilshugar stuðningi við árásarstríð Ísraels. Þið hafið frómar óskir um vopnahlé en gerið ekkert til að fylgja því eftir.“
Gasa Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira