Enski boltinn

Enski boltinn: Sumarið hjá Manchester City

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Willy Caballero er kominn til Englandsmeistaranna.
Willy Caballero er kominn til Englandsmeistaranna. Vísir/Getty
Lítið hefur verið að frétta af leikmannakaupum hjá Englandsmeisturum Manchester City það sem af er sumri.

Franski bakvörðurinn Bacary Sagna kom á frjálsri sölu frá Arsenal og Manuel Pellegrini, þjálfari City, reiddi fram tólf milljónir punda fyrir þjónustu Brasilíumannsins Fernando frá Porto, en hann mun auka breiddina hjá liðinu inni á miðjunni.

Willy Caballero, sem Pellegrini þekkir vel frá tíma þeirra hjá Malaga, er sömuleiðis genginn í raðir Englandsmeistaranna, en hann mun veita Joe Hart samkepnni um markvarðarstöðuna. City keypt einnig ungan Argentínumann, Bruno Zuculini, frá Racing Club.

Þá hefur franski miðvörðurinn Elaqium Mangala verið sterklega orðaður við City, en hann leikur með Porto.

Komnir:

Bacary Sagna frá Arsenal

Fernando frá Porto

Willy Caballero frá Malaga

Bruno Zuculini frá Racing Club

Farnir:

Costel Pantilimon til Sunderland

Gareth Barry til Everton

Jolean Lescott til West Bromwich Albion

Marcos Lopes til Lille (á láni)

Emyr Huws til Wigan (á láni)


Tengdar fréttir

Enski boltinn: Sumarið hjá Chelsea

Jose Mourinho hefur haft í nógu að snúast í sumar, en talsverðar berytingar hafa orðið liði Chelsea sem hafnaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Manchester City staðfestir kaupin á Fernando

Englandsmeistarar Manchester City hafa gengið frá kaupum á brasilíska miðjumanninum Fernando en kaupverðið er í kringum tólf milljón punda eða um 2,3 milljarðar íslenskra króna. Þetta kemur fram á BBC.

Sagna til City

Bacary Sagna er nýjasti liðsmaður Manchester City eftir að hann skrifaði undir hjá félaginu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×