Enski boltinn

Sturridge: Ég er tilbúinn að taka við af Suárez

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Daniel Sturridge bregður á leik með aðdáendum Liverpool í Boston.
Daniel Sturridge bregður á leik með aðdáendum Liverpool í Boston. vísir/getty
Daniel Sturridge, framherji Liverpool, segist tilbúinn að taka við keflinu af Úrúgvæjanum Luis Suárez sem er farinn til Barcelona.

Suárez fór hamförum í ensku úrvalsdeildinni í fyrra og skoraði 31 mark í 33 leikjum, en Sturridge átti einnig mjög góða leiktíð og skoraði 21 mark í deildinni.

„Hvað varðar næstu leiktíð, þá verð ég að taka næsta skref líkt og allir aðrir,“ segir Sturridge, en Liverpool er í æfingaferð í Bandaríkjunum.

„Við vorum einstakt framherjapar og ég óska Luis alls hins besta. Við áttum mjög góða tíma saman. Við endurskrifuðum söguna með mörkunum okkar og urðum besta framherjaparið yfir eina leiktíð í sögu Liverpool.“

„En nú verðum við að taka næsta skref sem lið. Það verða allir að gera, bæði nýju strákarnir sem eru að koma inn í liðið sem og þeir sem voru hér allt síðasta tímabil,“ segir Daniel Sturridge.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×