Ástandið í Úkraínu gæti haft neikvæð áhrif á sölu makríls Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. júlí 2014 20:30 Ástandið í Úkraínu gæti haft neikvæð áhrif á sölu íslenskra fyrirtækja á makríl til landsins þótt þessi áhrif hafi ekki enn komið fram, að sögn sölustjóra Iceland Seafood. Tíu prósent heildarafla makríls sem er veiddur í efnahagslögsögunni eru flutt til Úkraínu. Aðeins þorskurinn skilar meiru Makríllinn er flökkustofn sem kom eins og happdrættisvinningur inn í íslenska efnahagslögsögu. Makrílveiðar Íslendinga á árinu 2011 skiluðu þjóðarbúinu meira en 25 milljörðum króna og 26 milljörðum króna árið 2012. Þegar útflutningsverðmæti einstakra fisktegunda er skoðað sést að síðastliðin ár hefur aðeins þorskurinn skilað þjóðarbúinu meiri tekjum. Það er því ljóst að miklir hagsmunir eru fyrir íslensk útgerðarfyrirtæki og þjóðarbúið í heild sinni að sala á makrílafurðum gangi áfallalaust fyrir sig. Úkraína er einn mikilvægasti markaður Íslendinga fyrir uppsjávarfisk eins og síld, loðnu og makríl. Frá því var greint í Morgunblaðinu í dag að óvissa sé í sölu á makrílafurðum vegna ástandsins í Úkraínu og tafa við útgáfu innflutningskvóta í Nígeríu. Innflutningskvótar voru gefnir út í Nígeríu um helgina svo það er ekki lengur í hindrun í innflutningi makríls þangað. Iceland Seafood er einn stærsti einstaki útflutningsaðili makríls hér á landi. Teitur Gylfason sölustjóri fyrirtækisins segir að enn sem komið er hafi ástandið í Úkraínu ekki haft bein áhrif á sölu makríls til landsins en tíu prósent af heildarafla makríls fara til Úkraínu. Fara varlega í að senda vörur sem ekki eru staðgreiddar „Óróinn í Úkraínu er fyrst og fremst bundinn við tvö austustu héruðin, Luhansk og Donetsk. Lífið annars staðar í Úkraínu gengur sinn vanagang og allar verslanir eru fullar af vörum o.s.frv. En því er ekki að neita að við förum varlega í að senda vöru, sem ekki er staðgreidd, inn á þennan markað meðan ástandið er eins og það er. Meðan ófriðurinn varir,“ segir Teitur. Teitur segir að Iceland Seafood muni hugsanlega fara fram á staðgreiðslu við sölu á makrílafurðum til úkraínskra fyrirtækja í einhverjum tilvikum til að verja hagsmuni sína. „Bæði munum við fara fram á staðgreiðslu og svo förum við mjög varlega í að lána mönnum þarna þó svo að þeir hafi að sjálfsögðu mikinn styrk frá Vesturlöndum eins og er.“ Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Ástandið í Úkraínu gæti haft neikvæð áhrif á sölu íslenskra fyrirtækja á makríl til landsins þótt þessi áhrif hafi ekki enn komið fram, að sögn sölustjóra Iceland Seafood. Tíu prósent heildarafla makríls sem er veiddur í efnahagslögsögunni eru flutt til Úkraínu. Aðeins þorskurinn skilar meiru Makríllinn er flökkustofn sem kom eins og happdrættisvinningur inn í íslenska efnahagslögsögu. Makrílveiðar Íslendinga á árinu 2011 skiluðu þjóðarbúinu meira en 25 milljörðum króna og 26 milljörðum króna árið 2012. Þegar útflutningsverðmæti einstakra fisktegunda er skoðað sést að síðastliðin ár hefur aðeins þorskurinn skilað þjóðarbúinu meiri tekjum. Það er því ljóst að miklir hagsmunir eru fyrir íslensk útgerðarfyrirtæki og þjóðarbúið í heild sinni að sala á makrílafurðum gangi áfallalaust fyrir sig. Úkraína er einn mikilvægasti markaður Íslendinga fyrir uppsjávarfisk eins og síld, loðnu og makríl. Frá því var greint í Morgunblaðinu í dag að óvissa sé í sölu á makrílafurðum vegna ástandsins í Úkraínu og tafa við útgáfu innflutningskvóta í Nígeríu. Innflutningskvótar voru gefnir út í Nígeríu um helgina svo það er ekki lengur í hindrun í innflutningi makríls þangað. Iceland Seafood er einn stærsti einstaki útflutningsaðili makríls hér á landi. Teitur Gylfason sölustjóri fyrirtækisins segir að enn sem komið er hafi ástandið í Úkraínu ekki haft bein áhrif á sölu makríls til landsins en tíu prósent af heildarafla makríls fara til Úkraínu. Fara varlega í að senda vörur sem ekki eru staðgreiddar „Óróinn í Úkraínu er fyrst og fremst bundinn við tvö austustu héruðin, Luhansk og Donetsk. Lífið annars staðar í Úkraínu gengur sinn vanagang og allar verslanir eru fullar af vörum o.s.frv. En því er ekki að neita að við förum varlega í að senda vöru, sem ekki er staðgreidd, inn á þennan markað meðan ástandið er eins og það er. Meðan ófriðurinn varir,“ segir Teitur. Teitur segir að Iceland Seafood muni hugsanlega fara fram á staðgreiðslu við sölu á makrílafurðum til úkraínskra fyrirtækja í einhverjum tilvikum til að verja hagsmuni sína. „Bæði munum við fara fram á staðgreiðslu og svo förum við mjög varlega í að lána mönnum þarna þó svo að þeir hafi að sjálfsögðu mikinn styrk frá Vesturlöndum eins og er.“
Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira