"Kom hingað snögglega og við vitum ekki hvað hann verður lengi“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. desember 2013 19:45 "Menn hafa búið til þessi verðmæti, þau verða ekki til með því að synda hérna inn. Það kostar að ná í þetta. Menn sem hafa aflað sér þessarar reynslu eiga svo sannarlega að fá einhverju úthlutað,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ, um fyrirhugaða kvótavæðingu makrílsins en hann segir uppboðsleið á makrílkvóta skaða atvinnugreinina. Kolbeinn er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Eitt umdeildasta deilumál stjórnmálanna í augnablikinu, þegar kemur að sjávarútveginum, er möguleg afhending makrílkvóta til útgerðarmanna á grundvelli veiðireynslu í stað þess að bjóða aflaheimildirnar upp. Færð hafa verið rök fyrir því að sanngjarnara sé að bjóða aflaheimildirnar upp. Þannig fái ríkissjóður strax peninga fyrir þessi verðmæti. Auk þess sé hægt að klæðskerasníða útboðin til að tryggja landsbyggðarhagsmuni og dreifingu. Jón Steinsson, doktor í hagfræði og kennari við Columbia-háskóla, hefur t.d varpað fram spurningum um þessi mál í aðsendri grein í Fréttablaðinu og í útvarpsviðtali á X-inu 977. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ekki tekið ákvörðun um afhendingu makrílkvótans til útgerðarfyrirtækja með framlagningu stjórnarfrumvarps þess efnis á Alþingi. Hins vegar hefur verið tekin ákvörðun um kvótavæðingu makrílsins. Þannig fer þessi stofn, sem kom eins og himnasending í íslenska efnahagslögsögu á tímum þrenginga í sjávarútvegi skömmu fyrir bankahrunið, inni í aflahlutdeild. Teikn eru á lofti um að þessar aflaheimildir verði afhentar þeim útvegsfyrirtækjum sem uppfylla skilyrði um veiðireynslu.Telur eðlilegt að makríllinn fari inn í langtímasamninga um nýtingu LÍÚ hefur laggst gegn uppboðsleiðinni, en samtökin telja eðlilegra að makrílkvótinn verði felldur undir langtímasamninga í sjávarútvegi og af þeim verði síðan greidd veiðigjöld. Hvaða rök mæla gegn því að bjóða aflaheimildir á makríl upp? „Við höfum svona verið að horfa til þess undanfarin ár, hugsanlega frá 1999, að setja í gang kerfi þar sem veiðigjöld eru greidd fyrir afnotin af þessari auðlind sem sjávarútvegurinn er. Maður hefði haldið að það væri æskilegt að makríllinn yrði hluti af því mengi. Ríkisstjórnin hefur boðað að byggt verði á samningaleið varðandi alla stofna sem veiddir eru sem felur í sér langtímasamninga um nýtingu á öllum fiskistofnum og að greidd verði veiðigjöld af því. Það væri eðlilegt að makríllinn kæmi inn í það eins og annað. Ég held að annað mæli gegn þessu er að þú yrðir að bjóða þetta allt upp í einu. Verðmyndun á makríl yrði ófyrirsjáanleg og það yrði hætta á samþjöppun verði þetta allt selt á uppboði á einum tíma,“ segir Kolbeinn Árnason í Klinkinu.Makríllinn hefur skilað miklum tekjum fyrir þjóðarbúið á síðustu árum. Heildartekjur þjóðarbúsins námu 25 milljörðum króna árið 2011 og 26 milljörðum króna árið 2012. Heilu verksmiðjurnar hafa risið fyrir makrílgróða. T.d byggði Nesfiskur í Garði verksmiðju nær eingöngu fyrir tekjur af makríl.Nú skilaði makríllinn þjóðarbúinu 25 milljörðum 2011 og 26 milljörðum 2012. Þetta er algjör happdrættisvinningur fyrir útgerðarfyrirtæki og það er lítil veiðireynsla á makríl. Í raun og veru er þetta bara veitt þegar það er ekki verið að veiða síld og loðnu. Það er verið að gefa útgerðarmönnum milljarða króna verðmæti með því að bjóða þetta ekki upp, ekki satt? „Það er talsverð fjárfesting í makrílnum og því ekki rétt að segja að þetta kosti ekkert. Það hefur verið mikil fjárfesting til að ná sem mestu út úr honum. Útflutningsverðmætið sem þú vitnar til er ekki talan sem kemur í vasa útgerðarmanna. Góð framlegð í makríl er kannski 30 prósent og þá eru þetta talsvert lægri tölur.“Við sjáum að heilu verksmiðjurnar rísa eingöngu fyrir makríltekjur, t.d Nesfiskur á Suðurnesjum. Er ekki hægt að skilyrða uppboð á makríl þannig að dreifingin verði tryggð til að koma í veg fyrir samþjöppun og að litlir aðilar fái sneið af kökunni?„Þetta er spurning um nálgun. Uppboðsleiðin eins og hún hefur verið sett fram felur í sér að þú selur aflahlutdeildir, þú þarft að fjármagna þær og ef við horfum á dæmið sem er sett upp þá hefur maður ekki alveg skilið hvernig þetta er reiknað. Þú segir 25 milljarðar í útflutningsverðmæti, ég segi 30 prósent framlegð. Þá er makríllinn að skila 8-10 milljörðum í framlegð. Þá þarftu að taka fjárfestingu með í reikninginn þá ertu kominn niður í 6-8 milljarða. Síðan ertu að horfa á það að þeir sem eru að gera þetta hljóti að gera kröfu um einhverja arðsemi eiginfjár. Þú leggur pening í banka og vilt fá vexti af því. Þú leggur leggur fjármagn í áhættusaman rekstur og vilt fá vexti af því. Þú þarft að fjármagna þetta einhvern veginn. Þú þarft lán hjá banka sem þarf að gera það upp við sig á hvaða vöxtum hann lánar þér fyrir þessu. Þannig að það að tala um 26 milljarða króna sem útgangspunkt er rangt. Við erum að tala um 5 milljarða eða eitthvað slíkt.“ Ég talaði um tekjur þjóðarbúsins, ekki hagnað. „ Já, en ég held að það sé mikilvægt að ræða um hagnað þegar við tölum um gjaldtöku.“Það er sami hluturinn, þó við tölum um hagnað. Eru ekki sanngirnis og réttlætisrök sem mæla með því að bjóða upp verðmæti þegar ríkið er að úthluta þeim? „Eins og ég segi, við sitjum við borðið og tölum um hvernig eigi að útfæra samningaleiðina. Það er talað um langtímasamninga um nýtingu á allri auðlindinni. Þú ert að tala um nægilega langan tíma til þess að menn geti hagrætt í rekstri og farið út í fjárfestingar. Við erum að tala um gjald fyrir það. Makríllinn er þannig fyrirbæri að hann kom hingað snögglega, við vitum ekki hvað hann verður lengi. Ég held að það sé miklu eðlilegra að miða við hagnað á hverju ári og skattleggja frekar þetta á þennan hátt að það séu árlegar greiðslur í stað þess að taka gríðarlegan pening út úr greininni núna.“Þú ert að segja að það sé óþarfi að bjóða þetta upp því ríkið fái þessa peninga til baka með tekjunum af veiðigjöldunum? Ertu að segja að veiðigjöldin dugi bara? Það er búið að lækka þau um heilan helling? „Veiðigjöldin voru aldrei hærri en í ár, við skulum hafa það á hreinu. Þau voru hins vegar stillt þannig af að veiðigjöld á makríl til að mynda hækkuðu.“Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra. Sigurður Ingi vildi ekki ræða kvótavæðingu makríls á dögunum í viðtali við Stöð 2 þar sem ekki væri búið að taka endanlega ákvörðun um málið.Sigurður Ingi fer með veggjum þegar fréttastofa Stöðvar 2 vill ræða þetta en skrifar svo öðru hvoru greinar í Morgunblaðið um þessi mál. Ætlar hann að bjóða þetta upp eða ætlar hann að gefa þetta. Veistu það? „Ég hef lesið greinarnar hans eins og þú. Og ég hlustaði á hann ræða þetta hjá Ríkissjónvarpinu. Ég skil hann þannig að hann ætli að setja þetta í sama farveg og annað. Langtímasamningar sem greidd eru auðlindagjöld af.“Menn hafa búið til þess verðmæti og þau syntu ekki hingað innÞannig að makrílkvótinn verður afhentur þessum útgerðarfyrirtækjum? „Afhentur þeim? Þetta eru allt fyrirtæki sem hafa búið til þessa reynslu meira og minna. Það er fjárfesting í þessu og menn hafa sett í þetta heilmikið af peningum. Menn hafa búið til þessi verðmæti og þau verða ekki til með því að synda hérna inn. Það kostar að ná í þetta. Menn sem hafa aflað sér þessarar reynslu eiga svo sannarlega að fá einhverju úthlutað.“En það er ekki mikil veiðireynsla á makríl, örfá ár. „Lögin um veiðar utan lögsögu gera ráð fyrir því að samfelld veiðireynsla verði til á sex árum, meira að segja þremur árum ef svo ber undir.“ Kolbeinn segir að LÍÚ hafi aldrei verið fylgjandi uppboðsleið og segir að hún muni hafa skaðleg áhrif á atvinnugreinina. Viðtalið við Kolbein í heild sinni í Klinkinu, má nálgast hér. Þar svarar Kolbeinn spurningum um veiðigjöld, ímynd LÍÚ, klasamyndun í sjávarútvegi og fleira.Viltu blanda þér í umræðuna á Twitter? Umræðutáknið er #KlinkidÞorbjörn Þórðarson á Twitter: @thorbjornth Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
"Menn hafa búið til þessi verðmæti, þau verða ekki til með því að synda hérna inn. Það kostar að ná í þetta. Menn sem hafa aflað sér þessarar reynslu eiga svo sannarlega að fá einhverju úthlutað,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ, um fyrirhugaða kvótavæðingu makrílsins en hann segir uppboðsleið á makrílkvóta skaða atvinnugreinina. Kolbeinn er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Eitt umdeildasta deilumál stjórnmálanna í augnablikinu, þegar kemur að sjávarútveginum, er möguleg afhending makrílkvóta til útgerðarmanna á grundvelli veiðireynslu í stað þess að bjóða aflaheimildirnar upp. Færð hafa verið rök fyrir því að sanngjarnara sé að bjóða aflaheimildirnar upp. Þannig fái ríkissjóður strax peninga fyrir þessi verðmæti. Auk þess sé hægt að klæðskerasníða útboðin til að tryggja landsbyggðarhagsmuni og dreifingu. Jón Steinsson, doktor í hagfræði og kennari við Columbia-háskóla, hefur t.d varpað fram spurningum um þessi mál í aðsendri grein í Fréttablaðinu og í útvarpsviðtali á X-inu 977. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ekki tekið ákvörðun um afhendingu makrílkvótans til útgerðarfyrirtækja með framlagningu stjórnarfrumvarps þess efnis á Alþingi. Hins vegar hefur verið tekin ákvörðun um kvótavæðingu makrílsins. Þannig fer þessi stofn, sem kom eins og himnasending í íslenska efnahagslögsögu á tímum þrenginga í sjávarútvegi skömmu fyrir bankahrunið, inni í aflahlutdeild. Teikn eru á lofti um að þessar aflaheimildir verði afhentar þeim útvegsfyrirtækjum sem uppfylla skilyrði um veiðireynslu.Telur eðlilegt að makríllinn fari inn í langtímasamninga um nýtingu LÍÚ hefur laggst gegn uppboðsleiðinni, en samtökin telja eðlilegra að makrílkvótinn verði felldur undir langtímasamninga í sjávarútvegi og af þeim verði síðan greidd veiðigjöld. Hvaða rök mæla gegn því að bjóða aflaheimildir á makríl upp? „Við höfum svona verið að horfa til þess undanfarin ár, hugsanlega frá 1999, að setja í gang kerfi þar sem veiðigjöld eru greidd fyrir afnotin af þessari auðlind sem sjávarútvegurinn er. Maður hefði haldið að það væri æskilegt að makríllinn yrði hluti af því mengi. Ríkisstjórnin hefur boðað að byggt verði á samningaleið varðandi alla stofna sem veiddir eru sem felur í sér langtímasamninga um nýtingu á öllum fiskistofnum og að greidd verði veiðigjöld af því. Það væri eðlilegt að makríllinn kæmi inn í það eins og annað. Ég held að annað mæli gegn þessu er að þú yrðir að bjóða þetta allt upp í einu. Verðmyndun á makríl yrði ófyrirsjáanleg og það yrði hætta á samþjöppun verði þetta allt selt á uppboði á einum tíma,“ segir Kolbeinn Árnason í Klinkinu.Makríllinn hefur skilað miklum tekjum fyrir þjóðarbúið á síðustu árum. Heildartekjur þjóðarbúsins námu 25 milljörðum króna árið 2011 og 26 milljörðum króna árið 2012. Heilu verksmiðjurnar hafa risið fyrir makrílgróða. T.d byggði Nesfiskur í Garði verksmiðju nær eingöngu fyrir tekjur af makríl.Nú skilaði makríllinn þjóðarbúinu 25 milljörðum 2011 og 26 milljörðum 2012. Þetta er algjör happdrættisvinningur fyrir útgerðarfyrirtæki og það er lítil veiðireynsla á makríl. Í raun og veru er þetta bara veitt þegar það er ekki verið að veiða síld og loðnu. Það er verið að gefa útgerðarmönnum milljarða króna verðmæti með því að bjóða þetta ekki upp, ekki satt? „Það er talsverð fjárfesting í makrílnum og því ekki rétt að segja að þetta kosti ekkert. Það hefur verið mikil fjárfesting til að ná sem mestu út úr honum. Útflutningsverðmætið sem þú vitnar til er ekki talan sem kemur í vasa útgerðarmanna. Góð framlegð í makríl er kannski 30 prósent og þá eru þetta talsvert lægri tölur.“Við sjáum að heilu verksmiðjurnar rísa eingöngu fyrir makríltekjur, t.d Nesfiskur á Suðurnesjum. Er ekki hægt að skilyrða uppboð á makríl þannig að dreifingin verði tryggð til að koma í veg fyrir samþjöppun og að litlir aðilar fái sneið af kökunni?„Þetta er spurning um nálgun. Uppboðsleiðin eins og hún hefur verið sett fram felur í sér að þú selur aflahlutdeildir, þú þarft að fjármagna þær og ef við horfum á dæmið sem er sett upp þá hefur maður ekki alveg skilið hvernig þetta er reiknað. Þú segir 25 milljarðar í útflutningsverðmæti, ég segi 30 prósent framlegð. Þá er makríllinn að skila 8-10 milljörðum í framlegð. Þá þarftu að taka fjárfestingu með í reikninginn þá ertu kominn niður í 6-8 milljarða. Síðan ertu að horfa á það að þeir sem eru að gera þetta hljóti að gera kröfu um einhverja arðsemi eiginfjár. Þú leggur pening í banka og vilt fá vexti af því. Þú leggur leggur fjármagn í áhættusaman rekstur og vilt fá vexti af því. Þú þarft að fjármagna þetta einhvern veginn. Þú þarft lán hjá banka sem þarf að gera það upp við sig á hvaða vöxtum hann lánar þér fyrir þessu. Þannig að það að tala um 26 milljarða króna sem útgangspunkt er rangt. Við erum að tala um 5 milljarða eða eitthvað slíkt.“ Ég talaði um tekjur þjóðarbúsins, ekki hagnað. „ Já, en ég held að það sé mikilvægt að ræða um hagnað þegar við tölum um gjaldtöku.“Það er sami hluturinn, þó við tölum um hagnað. Eru ekki sanngirnis og réttlætisrök sem mæla með því að bjóða upp verðmæti þegar ríkið er að úthluta þeim? „Eins og ég segi, við sitjum við borðið og tölum um hvernig eigi að útfæra samningaleiðina. Það er talað um langtímasamninga um nýtingu á allri auðlindinni. Þú ert að tala um nægilega langan tíma til þess að menn geti hagrætt í rekstri og farið út í fjárfestingar. Við erum að tala um gjald fyrir það. Makríllinn er þannig fyrirbæri að hann kom hingað snögglega, við vitum ekki hvað hann verður lengi. Ég held að það sé miklu eðlilegra að miða við hagnað á hverju ári og skattleggja frekar þetta á þennan hátt að það séu árlegar greiðslur í stað þess að taka gríðarlegan pening út úr greininni núna.“Þú ert að segja að það sé óþarfi að bjóða þetta upp því ríkið fái þessa peninga til baka með tekjunum af veiðigjöldunum? Ertu að segja að veiðigjöldin dugi bara? Það er búið að lækka þau um heilan helling? „Veiðigjöldin voru aldrei hærri en í ár, við skulum hafa það á hreinu. Þau voru hins vegar stillt þannig af að veiðigjöld á makríl til að mynda hækkuðu.“Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra. Sigurður Ingi vildi ekki ræða kvótavæðingu makríls á dögunum í viðtali við Stöð 2 þar sem ekki væri búið að taka endanlega ákvörðun um málið.Sigurður Ingi fer með veggjum þegar fréttastofa Stöðvar 2 vill ræða þetta en skrifar svo öðru hvoru greinar í Morgunblaðið um þessi mál. Ætlar hann að bjóða þetta upp eða ætlar hann að gefa þetta. Veistu það? „Ég hef lesið greinarnar hans eins og þú. Og ég hlustaði á hann ræða þetta hjá Ríkissjónvarpinu. Ég skil hann þannig að hann ætli að setja þetta í sama farveg og annað. Langtímasamningar sem greidd eru auðlindagjöld af.“Menn hafa búið til þess verðmæti og þau syntu ekki hingað innÞannig að makrílkvótinn verður afhentur þessum útgerðarfyrirtækjum? „Afhentur þeim? Þetta eru allt fyrirtæki sem hafa búið til þessa reynslu meira og minna. Það er fjárfesting í þessu og menn hafa sett í þetta heilmikið af peningum. Menn hafa búið til þessi verðmæti og þau verða ekki til með því að synda hérna inn. Það kostar að ná í þetta. Menn sem hafa aflað sér þessarar reynslu eiga svo sannarlega að fá einhverju úthlutað.“En það er ekki mikil veiðireynsla á makríl, örfá ár. „Lögin um veiðar utan lögsögu gera ráð fyrir því að samfelld veiðireynsla verði til á sex árum, meira að segja þremur árum ef svo ber undir.“ Kolbeinn segir að LÍÚ hafi aldrei verið fylgjandi uppboðsleið og segir að hún muni hafa skaðleg áhrif á atvinnugreinina. Viðtalið við Kolbein í heild sinni í Klinkinu, má nálgast hér. Þar svarar Kolbeinn spurningum um veiðigjöld, ímynd LÍÚ, klasamyndun í sjávarútvegi og fleira.Viltu blanda þér í umræðuna á Twitter? Umræðutáknið er #KlinkidÞorbjörn Þórðarson á Twitter: @thorbjornth
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira