Birgir Leifur enn og aftur meistari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júlí 2014 15:07 Vísir/Daníel Birgir Leifur Hafþórsson varð í dag Íslandsmeistari karla í höggleik en mótinu lauk á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar síðdegis. Birgir Leifur var því á heimavelli og leið vel allt mótið. Hann hafði mikla yfirburði og var sjö höggum á undan næsta manni, Ólafi Birni Loftssyni, NK. Þórður Rafn Gissurarson, GR, varð þriðji á tveimur undir pari. Með sigrinum jafnar hann árangur Úlfars Jónssonar og Björgvins Þorsteinssonar með sínum sjötta Íslandsmeistaratitli. Hann jafnaði einnig mótsmet sem sett var fyrir 50 árum síðan er Magnús Guðmundsson varð Íslandsmeistari í höggleik á tíu höggum undir pari. Birgir Leifur jafnaði það met er hann varð Íslandsmeistari í fyrra. Birgir Leifur var á ellefu höggum undir pari fyrir átjándu holu í dag en varð að sætta sig við skolla eftir að hafa lent í glompu á miðri braut. Hann fékk reyndar fjóra skolla á fyrstu tíu holunum í dag en kom sér aftur á breinu brautina með þremur fuglum í röð. Eftir það var sigur hans aldrei í hættu.Tíu efstu í karlaflokki: 1. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (-10) 2. Ólafur Björn Loftsson, NK (-3) 3. Þórður Rafn Gissurarson, GR (-2) 4. Gísli Sveinbergsson, GK (E) - Aron Snær Júlíusson, GKG (E) - Kristján Þór Einarsson, GKj (E) 7. Bjarki Pétursson, GB (+1) - Axel Bóasson, GK (+1) 9. Haraldur Franklín Magnús, GR (+3) 10. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (+4)Tíu efstu í kvennaflokki: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (+10) 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (+13) 3. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (+18) 4. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (+19) 5. Karen Guðnadóttir, GS (+23) 6. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (+26) - Sunna Víðisdóttir, GR (+26) 8. Signý Arnórsdóttir, GK (+27) 9. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (+29) 10. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG (+33)Hér fyrir neðan má lesa lýsingu frá lokakeppnisdeginum:17.27: Birgir Leifur Hafþórsson er því Íslandsmeistari í sjötta sinn á ferlinum. Sigur hans var gríðarlega öruggur í dag.17.25: Birgir Leifur missir púttið fyrir parinu og endar því á tíu höggum undir pari - sama skori og hann varð Íslandsmeistari á Korpunni í fyrra. Það er líka metjöfnun en Magnús Guðmundsson varð Íslandsmeistari á tíu höggum undir pari árið 1964. Þórður Rafn fékk skolla og varð því þriðji, einu höggi á eftir Ólafi Birni.17.18: Birgir Leifur lendir í glompu eftir teighöggið en kemur sér í ágæta stöðu og ætti að vera nokkuð öruggur með par.17.10: Ólafur Björn Loftsson, NK, spilaði vel í dag og kom í hús á 69 höggum. Hann er á þremur undir pari og deilir öðru sætinu með Þórði Rafni, sem á eftir að klára átjándu holuna.17.08: Birgir Leifur nær í pútterinn þrátt fyrir að vera utan flatar og er hársbreidd frá því að setja niður fuglinn. Sættir sig þó við öruggt par. Þórður Rafn tryggir parið sömuleiðis. Bara lokaholan eftir.17.04: Birgir Leifur slær í pinnan á sautjándu en boltinn skoppar út af flötinni. Þórður Rafn setur inn á flöt en á nokkuð langt fuglapútt eftir.17.01: Birgir Leifur nær ekki fuglinum og er því enn á ellefu undir pari. Þórður Rafn fær skolla og er því á þremur undir pari í öðru sæti. Það er auðvitað löngu ljóst að Birgir Leifur er að landa sínum sjötta titli.16.57: Þórður Rafn átti erfiða vippu á sextándu og á langt pútt eftir fyrir pari. Mjög langt. Birgir Leifur er hins vegar í mjög góðum málum.16.54: Axel Bóasson í miklum vandræðum á sextándu braut og er að spila sig úr baráttunni um þriðja sætið.16.48: Það hafa verið vandræði á golf.is í dag en vonandi er vefurinn kominn í gott lag núna.16.45: Hinn sextán ára Gísli Sveinbergsson er búinn að fá tvo fugla í röð og er kominn upp í fjórða sætið. Hann er á pari, bæði á deginum og mótinu alls. Frábær efni þar á ferð.16.37: Þórður Rafn var að fá fugl á fimmtándu og er því kominn á fjögur högg undir par í dag og er nú sjö höggum á eftir Birgi Leifi, sem er fékk par.16.18: Þriðji fuglinn í röð hjá Birgi Leifi. Þórður Rafn fékk par og því er munurinn nú átta högg. Ólafur Björn Loftsson er á tveimur höggum undir pari og því níu höggum á eftir Birgi Leifi.16.11: Birgir Lifur fékk annan fugl á 13. holu og er því kominn með tvo í röð. Þórður Rafn fékk skolla þar og er því munurinn nú orðinn sjö högg, rétt eins og í upphafi dags.15.59: Birgir Leifur fékk fugl á tólfu holu. Hans fyrsti fugl í dag. Þórður Rafn fékk par og munurinn á þeim því fimm högg.15.58: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, er Íslandsmeistari kvenna í höggleik árið 2014. Hún vippar beint að pinna og tryggir sér skolla. Hún lék því samtals á tíu höggum yfir pari, þremur betur en Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, varð þriðja á átján yfir pari.15.51: Guðrún Brá klikkar á innáhögginu og þar með létti yfir Ólafíu.15.47: Ólafía tekur víti en boltinn skoppar illa. Hún hittir boltann ágætlega og er upp við flöt. Er væntanlega búin að gera nóg til að tryggja sér titilinn.15.43: Ólafía er í smá vandræðum utan brautar. Er upp við tré og þarf að vera skynsöm núna. Guðrún Brá er á góðum stað eftir teighöggið á átjándu.15.38: Guðrún Brá púttaði fyrir fugli á 17. holu en tryggði sér parið. Ólafía nær einnig pari og er því með þriggja högga forystu fyrir lokaholuna.15.32: Sviptingar á toppnum hjá körlunum. Birgir Leifur fékk skolla á tíundu holu en Þórður Rafn fugl. Munurinn er því orðinn fjögur högg á ný. Þetta er langversti dagur Birgis Leifs á mótinu en hann er á fjórum yfir í dag. Hann var á tólf höggum undir pari eftir fyrstu þrjá dagana.15.29: Axel Bóasson er í vandræðum. Spilaði síðustu þrjár holur á samtals fjórum yfir og er nú á sex höggum yfir pari á deginum og á pari alls. Hann er kominn niður í 4.-6. sæti með þeim Kristjáni Þór Einarssyni og Bjarka Péturssyni.15.28: Guðrún Brá verður að sætta sig við tvöfaldan skolla og er því nú þremur höggum á eftir Ólafíu. Valdís Þóra fær skolla og er nú sjö höggum á eftir Ólafíu, sem er í frábærri stöðu fyrir síðustu tvær holurnar. 15.25: Vippið hjá Guðrúnu var ekki eins og hún vildi hafa það og hún á erfitt pútt eftir fyrir skolla. Ólafía tryggir hins vegar parið og er því enn á níu höggum yfir pari.15.20: Ólafía kom sér inn á flöt í þremur höggum en á nokkuð langt fuglapútt eftir. Guðrún Brá á erfitt vipp eftir fyrir parinu. Ólafía er því líklega að ná góðri forystu fyrir síðustu tvær holurnar.15.18: Guðrún Brá tekur víti og kemur sér úr vandræðunum. Þarf að eiga gott fjórða högg til að komast inn á flöt. En næsta högg þarf þá að vera mjög gott.15.15: Þórður og Axel voru báðir að fá skolla á níundu holu. Birgir Leifur fékk par og er því aftur kominn með sex högga forystu á Þórð Rafn.15.13: Guðrún Brá er í miklum vandræðum á sextándu holu en hún er í ógöngum eftir teighöggið. Þetta er par 5 hola - 439 metrar. Hún á erfitt annað högg í vændum.15.06: Spennan er öllu meiri í kvennaflokki. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir eru í toppbaráttunni þar. Ólafía Þórunn er á níu yfir pari og Guðrún Brá á tíu yfir pari. Báðar eru búnar með fimmtán holur. Mikil spenna þar.15.02: Sem stendur er Birgir Leifur Hafþórsson (-9) með fjögurra högga forystu í karlaflokki og hefur hún því minnkað um þrjú högg síðan keppni hófst í dag. Þórður Rafn Gissurarson (-5) er í öðru sæti og Axel Bóasson (-3) þriðji. Þeir eru allir saman í ráshóp og búnir með átta holur.15.00: Velkomin til leiks en hér ætlum við að fylgjast með gangi mála á síðustu holunum á Íslandsmótinu í höggleik. Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson varð í dag Íslandsmeistari karla í höggleik en mótinu lauk á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar síðdegis. Birgir Leifur var því á heimavelli og leið vel allt mótið. Hann hafði mikla yfirburði og var sjö höggum á undan næsta manni, Ólafi Birni Loftssyni, NK. Þórður Rafn Gissurarson, GR, varð þriðji á tveimur undir pari. Með sigrinum jafnar hann árangur Úlfars Jónssonar og Björgvins Þorsteinssonar með sínum sjötta Íslandsmeistaratitli. Hann jafnaði einnig mótsmet sem sett var fyrir 50 árum síðan er Magnús Guðmundsson varð Íslandsmeistari í höggleik á tíu höggum undir pari. Birgir Leifur jafnaði það met er hann varð Íslandsmeistari í fyrra. Birgir Leifur var á ellefu höggum undir pari fyrir átjándu holu í dag en varð að sætta sig við skolla eftir að hafa lent í glompu á miðri braut. Hann fékk reyndar fjóra skolla á fyrstu tíu holunum í dag en kom sér aftur á breinu brautina með þremur fuglum í röð. Eftir það var sigur hans aldrei í hættu.Tíu efstu í karlaflokki: 1. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (-10) 2. Ólafur Björn Loftsson, NK (-3) 3. Þórður Rafn Gissurarson, GR (-2) 4. Gísli Sveinbergsson, GK (E) - Aron Snær Júlíusson, GKG (E) - Kristján Þór Einarsson, GKj (E) 7. Bjarki Pétursson, GB (+1) - Axel Bóasson, GK (+1) 9. Haraldur Franklín Magnús, GR (+3) 10. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (+4)Tíu efstu í kvennaflokki: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (+10) 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (+13) 3. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (+18) 4. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (+19) 5. Karen Guðnadóttir, GS (+23) 6. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (+26) - Sunna Víðisdóttir, GR (+26) 8. Signý Arnórsdóttir, GK (+27) 9. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (+29) 10. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG (+33)Hér fyrir neðan má lesa lýsingu frá lokakeppnisdeginum:17.27: Birgir Leifur Hafþórsson er því Íslandsmeistari í sjötta sinn á ferlinum. Sigur hans var gríðarlega öruggur í dag.17.25: Birgir Leifur missir púttið fyrir parinu og endar því á tíu höggum undir pari - sama skori og hann varð Íslandsmeistari á Korpunni í fyrra. Það er líka metjöfnun en Magnús Guðmundsson varð Íslandsmeistari á tíu höggum undir pari árið 1964. Þórður Rafn fékk skolla og varð því þriðji, einu höggi á eftir Ólafi Birni.17.18: Birgir Leifur lendir í glompu eftir teighöggið en kemur sér í ágæta stöðu og ætti að vera nokkuð öruggur með par.17.10: Ólafur Björn Loftsson, NK, spilaði vel í dag og kom í hús á 69 höggum. Hann er á þremur undir pari og deilir öðru sætinu með Þórði Rafni, sem á eftir að klára átjándu holuna.17.08: Birgir Leifur nær í pútterinn þrátt fyrir að vera utan flatar og er hársbreidd frá því að setja niður fuglinn. Sættir sig þó við öruggt par. Þórður Rafn tryggir parið sömuleiðis. Bara lokaholan eftir.17.04: Birgir Leifur slær í pinnan á sautjándu en boltinn skoppar út af flötinni. Þórður Rafn setur inn á flöt en á nokkuð langt fuglapútt eftir.17.01: Birgir Leifur nær ekki fuglinum og er því enn á ellefu undir pari. Þórður Rafn fær skolla og er því á þremur undir pari í öðru sæti. Það er auðvitað löngu ljóst að Birgir Leifur er að landa sínum sjötta titli.16.57: Þórður Rafn átti erfiða vippu á sextándu og á langt pútt eftir fyrir pari. Mjög langt. Birgir Leifur er hins vegar í mjög góðum málum.16.54: Axel Bóasson í miklum vandræðum á sextándu braut og er að spila sig úr baráttunni um þriðja sætið.16.48: Það hafa verið vandræði á golf.is í dag en vonandi er vefurinn kominn í gott lag núna.16.45: Hinn sextán ára Gísli Sveinbergsson er búinn að fá tvo fugla í röð og er kominn upp í fjórða sætið. Hann er á pari, bæði á deginum og mótinu alls. Frábær efni þar á ferð.16.37: Þórður Rafn var að fá fugl á fimmtándu og er því kominn á fjögur högg undir par í dag og er nú sjö höggum á eftir Birgi Leifi, sem er fékk par.16.18: Þriðji fuglinn í röð hjá Birgi Leifi. Þórður Rafn fékk par og því er munurinn nú átta högg. Ólafur Björn Loftsson er á tveimur höggum undir pari og því níu höggum á eftir Birgi Leifi.16.11: Birgir Lifur fékk annan fugl á 13. holu og er því kominn með tvo í röð. Þórður Rafn fékk skolla þar og er því munurinn nú orðinn sjö högg, rétt eins og í upphafi dags.15.59: Birgir Leifur fékk fugl á tólfu holu. Hans fyrsti fugl í dag. Þórður Rafn fékk par og munurinn á þeim því fimm högg.15.58: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, er Íslandsmeistari kvenna í höggleik árið 2014. Hún vippar beint að pinna og tryggir sér skolla. Hún lék því samtals á tíu höggum yfir pari, þremur betur en Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, varð þriðja á átján yfir pari.15.51: Guðrún Brá klikkar á innáhögginu og þar með létti yfir Ólafíu.15.47: Ólafía tekur víti en boltinn skoppar illa. Hún hittir boltann ágætlega og er upp við flöt. Er væntanlega búin að gera nóg til að tryggja sér titilinn.15.43: Ólafía er í smá vandræðum utan brautar. Er upp við tré og þarf að vera skynsöm núna. Guðrún Brá er á góðum stað eftir teighöggið á átjándu.15.38: Guðrún Brá púttaði fyrir fugli á 17. holu en tryggði sér parið. Ólafía nær einnig pari og er því með þriggja högga forystu fyrir lokaholuna.15.32: Sviptingar á toppnum hjá körlunum. Birgir Leifur fékk skolla á tíundu holu en Þórður Rafn fugl. Munurinn er því orðinn fjögur högg á ný. Þetta er langversti dagur Birgis Leifs á mótinu en hann er á fjórum yfir í dag. Hann var á tólf höggum undir pari eftir fyrstu þrjá dagana.15.29: Axel Bóasson er í vandræðum. Spilaði síðustu þrjár holur á samtals fjórum yfir og er nú á sex höggum yfir pari á deginum og á pari alls. Hann er kominn niður í 4.-6. sæti með þeim Kristjáni Þór Einarssyni og Bjarka Péturssyni.15.28: Guðrún Brá verður að sætta sig við tvöfaldan skolla og er því nú þremur höggum á eftir Ólafíu. Valdís Þóra fær skolla og er nú sjö höggum á eftir Ólafíu, sem er í frábærri stöðu fyrir síðustu tvær holurnar. 15.25: Vippið hjá Guðrúnu var ekki eins og hún vildi hafa það og hún á erfitt pútt eftir fyrir skolla. Ólafía tryggir hins vegar parið og er því enn á níu höggum yfir pari.15.20: Ólafía kom sér inn á flöt í þremur höggum en á nokkuð langt fuglapútt eftir. Guðrún Brá á erfitt vipp eftir fyrir parinu. Ólafía er því líklega að ná góðri forystu fyrir síðustu tvær holurnar.15.18: Guðrún Brá tekur víti og kemur sér úr vandræðunum. Þarf að eiga gott fjórða högg til að komast inn á flöt. En næsta högg þarf þá að vera mjög gott.15.15: Þórður og Axel voru báðir að fá skolla á níundu holu. Birgir Leifur fékk par og er því aftur kominn með sex högga forystu á Þórð Rafn.15.13: Guðrún Brá er í miklum vandræðum á sextándu holu en hún er í ógöngum eftir teighöggið. Þetta er par 5 hola - 439 metrar. Hún á erfitt annað högg í vændum.15.06: Spennan er öllu meiri í kvennaflokki. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir eru í toppbaráttunni þar. Ólafía Þórunn er á níu yfir pari og Guðrún Brá á tíu yfir pari. Báðar eru búnar með fimmtán holur. Mikil spenna þar.15.02: Sem stendur er Birgir Leifur Hafþórsson (-9) með fjögurra högga forystu í karlaflokki og hefur hún því minnkað um þrjú högg síðan keppni hófst í dag. Þórður Rafn Gissurarson (-5) er í öðru sæti og Axel Bóasson (-3) þriðji. Þeir eru allir saman í ráshóp og búnir með átta holur.15.00: Velkomin til leiks en hér ætlum við að fylgjast með gangi mála á síðustu holunum á Íslandsmótinu í höggleik.
Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira