Loic Remy, framherji QPR, mun ekki ganga í raðir Liverpool, en heimildir Sky Sports herma að hann hafi fallið á læknisskoðun.
Liverpool og QPR höfðu náð samkomulagi um kaupin, en talið var að kaupverðið hljóðaði uppá rúmar 8 milljónir punda. Remy stóðst hins vegar ekki læknisskoðun hjá rauða liðinu í Bítlaborginni.
Liverpool er þó talið vera ganga frá samningum við Divock Origi frá Lille, en þeir hafa einnig verið orðaðir við Wilfred Bony, framherja Swansea.
Remy féll á læknisskoðun
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið




Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu
Enski boltinn



Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn


