Enski boltinn

Rodgers: Verðum að bæta varnarleikinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/Getty
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir að lærisveinar sínir verði að spila betri varnarleik á komandi tímabili.

Liverpool fékk á sig 51 mark í öllum keppnum á síðasta tímabili og fékk varnarlína liðsins mikla gagnrýni.

„Varnarleikurinn er eitthvað sem við viljum bæta, á því er enginn vafi," sagði Rodgers við Sky.

„Það er ekki nægilega gott að fá á sig svona mörg mörk, sé tekið tillit til þess hversu mikið við vorum með boltann," sagði Rodgers.

Liverpool er í Meistaradeildinni í fyrsta skiptið síðan tímabilið 2009/10 og segir Rodgers leikmenn vilja koma til liðsins.

„Við erum í Meistaradeildinni, leikmenn vilja koma og það er frábært. Það er auðveldara að fá leikmenn þegar þú ert í Meistaradeildinni, en þú verður samt að halda áfram að vinna þína vinnu og sannfæra þá um að koma."

Dejan Lovren, varnarmaður Southampton, hefur verið orðaður við Liverpool til þess að bæta varnarleikinn, en hann er sagður vilja koma til Bítlaborgarinnar.

„Við þurfum stóran hóp því í ár verða fleiri leikir og lið lenda alltaf í eitthverjum meiðslum. Við höfum fengið nokkra leikmenn og kannski eru fleiri á leiðinni. Samkeppni er af hinu góða," sagði Rodgers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×