Jack Wilshere, leikmaður Arsenal, hefur beðist afsökunar á athæfi sínu í Las Vegas þar sem enski landsliðsmaðurinn var í fríi í sumar.
Mynd náðist af Wilshere reykja í heitum potti og fór sú mynd eins og eldur í sinu um netheima.
„Ég gerði mistök. Fólk gerir mistök. Ég er ungur og mun læra að þessu," sagði Wilshere í samtali við Sky Sports í æfingarferð Arsenal.
„Ég á börn sjálfur og ég vil ekki að þau hugsi þegar þau þroskast að pabbi þeirra reyki og það sé allt í lagi að fótboltamenn reyki, því það er ekki allt í lagi."
„Þetta er óásættanleg hegðun," sagði Wilshere hundfúll með sjálfan sig.

