Enski boltinn

Ospina til Arsenal

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ospina í leik með kólumbíska landsliðinu.
Ospina í leik með kólumbíska landsliðinu. Vísir/Getty
David Ospina, markvörður Nice, er á leð til Arsenal, en þetta staðfesti Nice nú undir kvöld.

Arsenal hefur enn ekki staðfest þetta, en talið er að Arsenal borgi þrjár milljónir punda fyrir markvörðinn.

„Þetta er staðfest. Hann er mjög góður markvörður. Það er mikilvægt fyrir hann að prófa aðra deild, annað félag og Arsenal er frábær klúbbur," sagði Claude Puel, þjálfari Nice, eftir æfingarleik gegn Brentford í dag.

Hjá Arsenal mun hann berajst við Wojciech Szczesny um aðalmarkvarðarstöðuna og hefur Puel trú á Ospina.

„Hann er góður í fótunum og einnig góður að verja með höndunum. Hann þekkir leikinn vel og er mjög góður spilari. Þetta er gott fyrir Arsenal og hann getur orðið aðalmarkvörður," sagði Puel að lokum.

Ospina sem er 25 ára gamall spilaði virkilega vel í marki Kólumbíu á HM, en hann hefur spilað með franska liðinu Nice frá árinu 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×